Morgunblaðið - 11.03.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.03.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Tímaritið Þjóðmál hefur nú kom-ið út í áratug á Íslandi og hefur hafið 11. árganginn.    Í ritstjórn-arspjalli vor- heftisins, sem markar þessi tíma- mót, segir að vænt- anlega hafi það vakið óhug margra að 500 manns skyldu hafa fylgt danska fjöldamorðingjanum Omar Abdel Hamid el Hussein (af palest- ínsku foreldri) til grafar:    Hugsanlega hefur þetta líka opnað augu einhverra sem hafa látið glepjast af rangsnúnum fréttaflutningi sumra íslenskra fjölmiðla af þessum voðaverkum og bakgrunni þeirra.    Þótt fjölmargir múslimar á Vesturlöndum hafi aðlagast lífi í frjálslyndum lýðræðissamfélögum eru þó enn mjög margir sem halda fast í aldagamlar kreddur.    Rannsóknir benda til þess að íEvrópulöndum séu tveir af hverjum þremur múslimum þeirrar skoðunar að lög íslams séu æðri landslögum og þrír fjórðu þeirra líta svo á að það sé aðeins ein túlkun á Kóraninum.    Hér á landi hefur opinber umræða um innflytjendamál ekki aðeins einkennst af bernsku og óskhyggju heldur af markvissri tilraun til þöggunar.    Það kann ekki góðri lukku aðstýra - og mun einungis leiða til þess að öfgaöflum vaxi fiskur um hrygg.“    Það er rétt athugað, að vandamálvaxa þeim yfir höfuð sem þora ekki að ræða þau. Áleitin ábending STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.3., kl. 18.00 Reykjavík 5 skúrir Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri 2 alskýjað Nuuk -17 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 10 léttskýjað Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 8 skýjað Brussel 11 léttskýjað Dublin 8 léttskýjað Glasgow 8 léttskýjað London 11 heiðskírt París 10 alskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 8 skýjað Berlín 7 þoka Vín 13 léttskýjað Moskva 6 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 heiðskírt Róm 13 léttskýjað Aþena 11 skýjað Winnipeg 2 léttskýjað Montreal 5 skýjað New York 10 heiðskírt Chicago 6 alskýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:01 19:16 ÍSAFJÖRÐUR 8:08 19:18 SIGLUFJÖRÐUR 7:51 19:01 DJÚPIVOGUR 7:31 18:44 Íslensku forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mo- ussaieff, eru í opinberri heimsókn í Litháen í boði Daliu Grybauskaite, forseta landsins. Ólafur Ragnar mun í dag halda hátíðarræðu á af- mælisfundi litháska þingsins í til- efni þess að 25 ár eru liðin frá því að landið öðlaðist sjálfstæði. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra og embættismenn ut- anríkisráðuneytis og forsetaskrif- stofu taka einnig þátt í heimsókninni og Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, verður viðstaddur hátíðarfund þingsins. Opinbera heimsóknin hófst í gærmorgun við forsetahöllina í Vil- nius þar sem forsetar landanna könnuðu heiðursvörð og þjóðsöngv- ar Íslands og Litháens voru leiknir. Að loknum viðræðufundi forset- anna héldu þeir blaðamannafund. Ólafur Ragnar lagði síðan blóm- sveig frá íslensku þjóðinni að minn- isvarða um þá sem létu lífið í bar- áttunni fyrir sjálfstæði Litháens. Meðal ræðumanna á hátíðar- fundinum í dag verður Vytautas Landsbergis, helsti forystumaður í sjálfstæðisbaráttu landsins og fyrsti þjóðhöfðingi landsins eftir að það varð sjálfstætt ríki 11. mars 1999. Í opinberri heimsókn í Litháen  Aldarfjórðungur er liðinn frá því að Litháen varð sjálfstætt ríki á ný Ljósmynd/Árni Sigurjónsson Forsetar Íslensku forsetahjónin og Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Jarðvísindamenn í vísinda- mannaráði al- mannavarna treysta sér ekki til að ráðleggja opnun svæðisins við Holuhraun að svo stöddu. Vilja þeir fyrst bæta vöktun vegna hugsanlegra jökulflóða og gasmengunar. Almannavarnir grundvalla lokanir svæða á hættumati sem vísinda- menn undirbúa. Þeir hafa að undan- förnu verið að endurmeta hættumat- ið sem var í gildi á meðan eldgos var í Holuhrauni. Eftir að gosi lauk hef- ur verið búist við að lokunum yrði breytt. Víðir Reynisson, deildarstjóri al- mannavarnadeildar Ríkislög- reglustjóra, segir að það hafi verið vonbrigði að ekki skyldi vera hægt að opna hluta svæðisins. Hann á von á upplýsingum frá vísindamönnum í dag um hvaða tækjum og vöktun þeir telji þörf á til að geta mælt með opnun svæðisins. Þær verði væntan- lega lagðar fyrir stjórnvöld til ákvörðunar. helgi@mbl.is Holuhraun Glæð- urnar kulnaðar. Hraunið ekki opnað  Vísindamenn vilja sérstaka vöktun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.