Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 ✝ Árni Ar-inbjarnarson fæddist í Hafn- arfirði 8. sept- ember 1934. Hann lést á heimili sínu 1. mars 2015. Foreldrar hans voru hjónin Arin- björn Árnason frá Neðri-Fitjum í Víðidal, f. 16.8. 1904, d. 11.1. 1999, og Margrét Jónína Karlsdóttir frá Bjargi í Mið- firði, f. 20.4. 1893, d. 25.8. 1991. Systkini Árna sammæðra voru: Anna Axelsdóttir, f. 24.8. 1918, d. 11.7. 2010, Karl Jó- hannes Axelsson, f. 7.8. 1920, d. 5.5. 1943, Páll Axelsson, f. 29.6. 1922, d. 15.7. 1988, Sig- urgeir Axelsson, f. 27.5. 1926, d. 18.6. 2001, og Grettir Björnsson, f. 2.5. 1931, d. 20.10. 2005. Árni kvæntist 22. júní 1968 Dóru Lydiu Haraldsdóttur, f. í Vestmannaeyjum 1. maí 1943. Foreldrar hennar voru hjónin Haraldur Guðjónsson, f. 12.12. Árni stundaði barnaskólanám í Laugarnesskólanum og fór síð- an í Ingimarsskólann og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hann var síðan einn vetur í Kenn- araskóla Íslands. Hann stund- aði tónlistarnám frá unga aldri, fór í Tónlistarskólann í Reykjavík níu ára og lauk burtfararprófi í fiðluleik 1956 og í orgelleik 1960. Kennarar hans voru Björn Ólafsson í fiðluleik og dr. Páll Ísólfsson í orgelleik. Árið 1957-58 var Árni við framhaldsnám í fiðlu- og orgelleik í London. Fékk hann til þess styrk frá British Council. Kennarar hans voru Max Rostal og Geraint Jones. Árni starfaði sem fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1961-1996. Hann var fiðlu- kennari við Tónlistarskólann í Keflavík 1958-1982; Tónlistar- skólann í Reykjavík 1964-1973 og Nýja Tónlistarskólann 1978-2014. Árni var orgelleik- ari og söngstjóri Hvítasunnu- kirkjunnar Fíladelfíu 1952- 1988 og orgelleikari Grens- áskirkju 1967-1973 og 1982-2014. Árni kom fram á mörgum orgeltónleikum hér- lendis og á organistamótum í Danmörku og Svíþjóð. Útför Árna fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 11. mars 2015, kl. 15. 1920, d. 23.11. 1993, og Pálína Pálsdóttir, f. 4.9. 1918, d. 7.1. 1972. Bræður Dóru Ly- diu eru Páll, f. 12.12. 1947, og Haraldur, f. 16.11. 1962, búsettir í Danmörku. Har- aldur dvaldist á heimili Árna og Dóru Lydiu frá níu ára aldri eftir fráfall móð- ur hans. Börn Árna og Dóru Lydiu eru: 1) Arinbjörn, f. 22.3. 1971, píanóleikari búsett- ur í Englandi, kvæntur Joanne Árnason, f. 19.3. 1973. Börn þeirra eru: a) Aron James, f. 1.10. 2003, og Joshua Ben, f. 4.4. 2007. 2) Pálína, f. 29.5. 1975, fiðluleikari. 3) Margrét, f. 30.4. 1981, sellóleikari. Árni fluttist ársgamall með foreldrum sínum til Reykjavík- ur og bjó þar alla tíð. Hann ólst upp í foreldrahúsum öll æskuárin en dvaldist oft yfir sumartímann í sveit hjá frænd- fólki sínu á Bjargi í Miðfirði. Hjarta mitt er fullt af þakk- læti fyrir elsku góða pabba minn og allar góðu minningarnar. Pabbi var einstaklega góður og hjartahlýr maður. Hann var allt- af til staðar til að hjálpa, hvetja og veita stuðning. Ég var alltaf svo stolt af pabba mínum. Hann var sérstaklega fallegur og glæsilegur maður og alltaf svo unglegur. Við áttum svo gott og náið samband. Pabbi var líka fiðlukennarinn minn frá sex ára aldri til fjórtán ára. Fiðlan var eina hjóðfærið sem kom til greina, því pabbi spilaði á fiðlu. Það var alltaf svo gaman í spilatímum hjá okkur, og oft voru þeir alveg upp í tvær klukkustundir. Það eru mikil forréttindi að eiga pabba sem var svona góður fiðlukennari og gat líka spilað allt undirspil með mér á píanóið. Og aldrei var nein pressa frá pabba, frekar var það ég sem rukkaði um spilatíma. Það var alltaf svo gott samkomu- lag á milli okkar, aldrei neitt ósætti eða leiðindi. Pabbi var líka einstaklega þolinmóður og jafnvægisfullur maður. Það eru líka margar góðar minningar frá skemmtilegu út- reiðartúrunum og hestaferðalög- unum sem við fjölskyldan fórum í saman. Þetta var svo mikill hluti af okkar lífi frá því ég man eftir mér. Ásamt hestamennsku stundaði pabbi líka sund og göngur og var alltaf mjög heilsu- hraustur og í góðu formi. Meira að segja á fullorðinsárum sínum fór hann stundum með okkur systrum í hjólreiðatúra á sumr- in. En það allra mikilvægasta í lífi pabba var trúin á Guð. Ungur að árum gaf hann Guði líf sitt og tók á móti Jesú Kristi sem sínum frelsara. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp þar sem trúin á Guð er höfð að leið- arljósi. Pabbi starfaði sem org- anisti og söngstjóri í Fíladelfíu- kirkjunni, og einnig sem organisti í Grenáskirkju. Það var yndislegt þegar við fjöl- skyldan fórum á samkomur í Fíladelfíu á sunnudögum og oft í Grensáskirkju. Það var líka allt- af svo gaman að spila með pabba á fiðlu og orgel í kirkjunum. Þegar pabbi greindist með ill- kynja heilaæxli í maí 2014 fund- um við hvað það er gott að hafa trúna á Guð. Það veitti okkur svo mikla huggun og styrk að biðja saman og lesa Orð Guðs. Að finna að Guð er með í þrenging- unni líka. Það var líka mjög sterkt að upplifa að þótt pabbi ætti orðið mjög erfitt með að tala, sem orsakaðist af sjúk- dómnum, gat hann alltaf beðið til Guðs. Þá átti hann auðveldara með að finna orðin. Það var ynd- islegt að upplifa það og finna þann frið og ró sem var yfir pabba fram á það síðasta, og þá von sem hann hafði, von eilífs lífs. Það er ólýsanleg tilfinning að pabbi er ekki lengur hluti af lífi mínu og ekki lengur til staðar, og söknuðurinn er svo mikill. En huggunina er að finna í þeirri fullvissu að nú er pabbi kominn heim til Drottins, þar sem er eilíf sól, gleði og friður. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ Jóh. 11:25. Pálína Árnadóttir. Elsku yndislegi pabbi minn er nú kominn heim til Drottins. Það er óraunverulegt að skrifa minn- ingargrein um pabba minn sem hefur verið mér svo náinn vinur og stór hluti af lífi mínu. Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf verið svo stolt af pabba mínum og hann hefur verið mér svo góð- ur og besti pabbi sem hægt er að ímynda sér. Ég er honum svo óendanlega þakklát fyrir allt sem hann var mér. Samband okkar var einstaklega náið og kærleiksríkt og okkur varð aldr- ei nokkurn tíma sundurorða. Hann var einstakur maður; vandaður, góður og alltaf svo hlýr. Pabbi var fallegur maður og sterkur karakter, hógvær og jafnvægisfullur. Foreldrar mínir áttu hesthús í Víðidalnum í mörg ár. Sem barn og unglingur fannst mér alltaf svo gaman að fara með pabba í hesthúsið að hirða hestana og fórum við saman í marga útreið- artúra. Pabbi hafði mikla tónlistar- hæfileika og sagði mér oft frá því þegar hann, níu ára gamall, heyrði í fyrsta skipti leikið á fiðlu í útvarpinu, Menuet eftir Boccherini. Hann varð svo hrif- inn að hann spurði foreldra sína hvort hann mætti læra á fiðlu. Hann lærði einnig á píanó og svo á orgel og spilaði einnig á harm- onikku. Hann var fyrsti selló- kennarinn minn þar til ég fór í tónlistarskóla sjö ára og hjálpaði hann mér mikið eftir það við sellónámið. Hann spilaði iðulega með mér á píanóið heima þegar ég var lítil og oft voru haldnir stofutónleikar, sérstaklega ef gesti bar að garði. Einnig eru dýrmætar stundirnar sem við spiluðum saman á selló og orgel við ýmiss konar athafnir allt fram undir það síðasta. Það var alltaf svo ljúft og auðvelt að spila með pabba. Hann hafði svo friðsæla og góða nærveru og var alltaf svo jákvæður og upp- örvandi. Pabbi tók á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum 14 ára gam- all. Hann spilaði Guði til dýrðar allt sitt líf. Hann byrjaði að spila á harmonikku á samkom- um í Fíladelfíu 14 ára og var orðinn söngstjóri 17 ára og var tengdur kirkjutónlist allt sitt líf. Allt hans líf endurspeglaði kær- leika Guðs og þá djúpu trú sem hann átti í hjarta sínu. Það var mikil gæfa fyrir pabba að kynnast mömmu og voru þau mjög samrýnd. Hann hafði alltaf verið mjög hraustur en greindist með illkynja heila- æxli í maí 2014. Reyndist mamma honum mikill styrkur í veikindunum með umhyggju sinni og jákvæðni. Síðustu mán- uðir hafa verið erfiðir og síðustu dagana áður en hann kvaddi gat hann lítið tjáð sig en var mikið í bæn og það var mikill friður yfir honum. Örfáum dögum áður en hann kvaddi sagði hann skýrt við okkur mæðgurnar: „Jesús er með okkur.“ Það er styrkur í mótlætinu og nokkuð sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Það er mikil blessun að hafa átt yndislegan föður og ég er Guði þakklát fyrir öll árin sem við áttum saman. Ég mun geyma allar dýrmætu minning- arnar og fallega brosið hans í hjarta mínu. Það er óendanlega sárt að kveðja elsku pabba minn og ég sakna hans ólýsanlega mikið en það er mikil huggun fólgin í þeirri trú og fullvissu að þetta er tímabundinn aðskilnað- ur og að við munum hittast aft- ur á ný á himnum hjá Jesú. Margrét Árnadóttir. Við bræður áttum svo marg- ar yndislegar stundir með afa og munum alltaf geyma minn- ingu hans í hjörtum okkar. Við elskuðum það þegar afi og amma komu stundum í heim- sókn til okkar til Englands á sumrin. Við hlökkuðum mikið til að fara í ferðalög með afa og ömmu og munum sérstaklega eftir því þegar við borðuðum ís saman í Dartmouth í Devon. Svo var svo gaman að leika við afa í garðinum okkar … en dag- arnir liðu bara of hratt! Líka var spennandi þegar við fórum í heimsóknir til Íslands og við heyrðum og sáum afa spila á orgelið í Grensáskirkju og hvað hann var klár að spila. En svo var hann líka klár að fljúga leikfangaþyrlu sem við gáfum honum ein jólin … hann var sá besti að fljúga henni! Við nutum þess að tala við afa í sím- anum og hann spurði oft hvernig skólinn gengi og hvernig gengi að æfa á hljóðfærin okkar. Það er svo sorglegt að afi er farinn, en við vitum að við sjáumst aftur á himnum. Þangað til munum við sakna hans svo, svo mikið. Aron og Joshua. Elsku hjartans frændi, nú kveð ég þig með söknuði í bili. Þrátt fyrir sorgina fyllist ég jafnframt þakklæti fyrir þau góðu ár sem ég átti með þér. Það var svo mikill heiður að fá að vera nemandi þinn á fiðlu í mörg ár. Þú hafðir einstaklega ljúfa nærveru og það var alltaf jafn- gaman að ræða við þig um lífsins gagn og nauðsynjar. Fallegar minningar um uppá- haldsfrænda og fyrirmynd munu lifa í hjarta mínu alla ævi. Sjáumst síðar elsku Árni minn. Þín frænka, Kristína. Árni frændi er allur. Svona gengur lífið fram og ekkert virð- ist stöðva tímans straum. Mig langar að segja til hans nokkur minningarorð, hann mótaði á vissan hátt mína lífssýn. Vetur- inn 1954-1955, þegar ég var á 12. ári, átti ég þá gæfu að búa hjá ömmu Margréti og manni henn- ar Arinbirni á Birkimel 6 í Reykjavík. Heimili þeirra var einskonar umferðarmiðstöð, því öllum fannst ljúft og gott að heimsækja þau, bæði ættmönn- um og vinum, ekki síst að norð- an. Á þessum tíma var Árni ógiftur í heimahúsum, spilaði í Sinfóníuhljómsveitinni og stund- aði tónlistarkennslu í Reykjavík og Keflavík og var tónlistarleið- togi í Hvítasunnusöfnuðinum, sem hljóðfæraleikari og kór- stjóri. Ég fékk að fara í sunnu- dagaskólann og á samkomur, þarna naut Árni sín mjög vel. Á heimilinu ætlaði hann að kenna mér á píanó, en því miður var áhugi minn þá ekki nógu mót- aður. Stundum urðu því samn- ingar um að sleppa tónlistartím- um gegn einhverjum snúningum. Þessi vetur í Reykjavík með námi í Melaskóla mótaði mig eflaust til nokkurs manndóms, þar átti Árni sinn ríkulega þátt. Samvistir við Árna voru mótaðar af hlýhug og virðingu hans til sinnar fjöl- skyldu og samstarfsfólks. Árni var yngsta barn móður sinnar, Margrétar Jónínu Karls- dóttur frá Bjargi, og hið sjötta í röðinni. Hún átti fjögur börn með eiginmanni sínum, Axel V. Vilhelmssyni, verslunarmanni á Akureyri, þau Önnu Vilhelmínu, Karl Jóhannes, Pál og Sigurgeir. Eftir fráfall Axels árið 1927 flutti hún frá Akureyri að Bjargi og ól hin ungu börn sín þar upp í skjóli stórfjölskyldunnar. Árið 1931 eignaðist hún soninn Gretti, sem var sonur Björns Jónssonar. Árið 1933 giftist hún Arin- birni Árnasyni frá Fitjum og ári síðar fæddist þeim ljúflingurinn Árni. Það var mikið tilhlökkun- arefni í sveitinni á Bjargi, þegar fréttist að von væri á fjölskyld- unni af Birkimelnum. Það var líka ástæða til, því gleðin og ekki síst tónlistin varð allsráðandi. Árni átti til að vera stríðinn, mamma var tíðum að biðja hann að spila nú á fiðluna, en þá komu stundum aðeins ískur úr kass- anum og hlátur og fliss úr spil- aranum. Öll systkini Árna léku á hljóðfæri, bræðurnir áttu allir harmonikkur og mamma spilaði á píanó, þegar það var til staðar. Loks fann Árni sér lífsföru- naut, eða kannski fann hún hann. Ung Keflavíkurmær, Lydia Haraldsdóttir, heillaði hann og bundust þau traustum böndum. Börn þeirra þrjú, Ar- inbjörn, Pálína og Margrét, eru glæsilegir arftakar foreldra sinna, allt frábært tónlistarfólk. Hlutskipti Lydiu var að stórum hluta að annast heimilið fyrir þetta önnum kafna listafólk, og gerði hún það með miklum sóma. Síðasta ár var fjölskyldunni afar erfitt, eftir að Árni greindist með illvíg mein. Þau byggðu upp bar- áttuna á heimili sínu, með heitum bænum og vonum um sigur, eins og reyndar leit út í haust. En enginn ræður sínum örlögum, Árni frændi andaðist heima í faðmi sinna nánustu og þar með genginn hinn besti drengur. Innilegar samúðarkveðjur eru frá okkur systkinum, börnum Önnu, og fjölskyldum okkar. Minning Árna mun lifa með okkur. Karl Sigurgeirsson. Þegar skrítna en flotta drossí- an birtist á holtinu heima var okkur krökkunum ljóst að fram- undan væru skemmtilegir dagar. Í heimsóknum Árna, Arinbjarn- ar og Möggu frænku var mikið spilað og mikið sungið og þeim fylgdi sönn gleði, vinskapur og kærleikur. Sama átti svo sann- arlega við þegar við komum í heimsóknir á Birkimelinn í þessa litlu íbúð, þar sem lengst af bjó fjöldi manns og einhvern veginn alltaf nóg rými fyrir fleiri. Árni var ávallt eins og einn úr okkar systkinahópi. Hann var m.a. staddur heima 1951 þegar móðir mín hafði skyndilega ákveðið að fæða Eggert bróður minn. Flestir voru í leitum á fjalli, en Lilla systir mín var þó heima. Hún hafði bílpróf, en enga reynslu af akstri, þegar mikið lá við að fara hratt yfir á vondum vegi að sækja ljósmóður um 40 kílómetra leið. Árni taldi það nú ekki vandamál, hún væri með bílprófið, en hann kynni að keyra og sameiginlega leystu þau verkefnið vel af hendi. Árna fylgdi glaðværð og góður húmor. Tónlistin var honum í blóð borin og henni helgaði hann tíma sinn frá unga aldri. Hann hafði líka gaman af hestum og voru þeir feðgarnir samhentir við útreiðar og hestamennsku um langt árabil. Þar naut faðir hans natni Árna um umhyggju- semi í öllu sem því fylgdi. Í þá daga voru hesthúsin ekki flísa- lagðar glæsihallir með loftræst- ingum og kaffistofum. Litli kof- inn á Nesinu, sem byggður var úr kassafjölum var rétt nægilega hár undir loft til að hestarnir gætu staðið uppréttir, en Árni sá til þess að þeim leið vel. Árni var lengi í foreldrahús- um, svona eins og er dálítið al- gengt nú til dags að búa á Hótel mömmu. Foreldrum hans var það bæði til mikillar gleði og að- stoðar, enda var fjölskyldan sam- hent í hvívetna. Þegar ég bjó hjá þeim um skeið var Árni kominn vel á giftingaraldurinn, en ekk- ert bólaði á tengdadótturinni. Hann svaraði því gjarnan glettn- islega, þegar um þetta var spurt, að Palli frændi (faðir okkar systkinanna) hefði nú verið orð- inn hátt í fertugt þegar hann hefði loksins fest ráð sitt svo ekkert lægi á. Árni var eftirsóttur undirleik- ari fyrir unga söngvara, sem voru að æfa sig fyrir framtíð- ardrauma sína á söngsviðinu. Æfingarnar fóru alltaf fram í stofunni á Birkimelnum og við Margrét móðir hans voru stund- um að stríða honum á því, að í hópi margra nemenda hans væru eingöngu ungar konur. Það gæti ekki verið tilviljun ár eftir ár. Loks kom að því að lífsföru- nauturinn fannst og þá kom líka í ljós að gott getur verið að vanda valið. Lydia og Árni voru eins og sköpuð fyrir hvort annað og barnalán og samheldni í fjöl- skyldunni var þeim báðum mikils virði. Ekki spillti heldur fyrir að öll börnin sinntu tónlistargyðj- unni frá unga aldri. Manni eins og Árna er erfitt að lýsa með orðum. Þau virðast verða svo lítilfjörleg, en hjálp- semi, æðruleysi og velvild í garð samferðamanna sinna eru þau orð sem mig langar að nota hér. Það hlutu allir sem náðu að kynnast Árna að verða betri menn. Við systkinin frá Ytra-Bjargi og fjölskyldur okkar biðjum góð- an guð að blessa minningu hans og styrkja Lydiu og börnin. Friðrik Pálsson. Þegar fréttin barst um að Árni hefði lokið jarðvist sinni kemur margt upp í hugann. Þegar ég til dæmis sat oft á tíðum sem barn og unglingur á samkomum í Fíladelfíu og dáðist að þessum gríðarlegu tónlistar- hæfileikum, það var eins og þetta væri yfirmannlegt, sama á hvaða hljóðfæri hann snerti. Árni var yngsti bróðir pabba og voru þeir samherjar um áratuga skeið í Fíladelfíukórnum en Árni tók við kórnum aðeins 16 ára og gerði hann að einum besta kór á landinu að mínu áliti. Pabbi spil- aði iðulega á harmonikkuna og Árni oftast á píanóið. Þegar ég var átta ára var ég settur í píanónám hjá Árna, hann var strangur og góður kennari og kenndi þá heima hjá mér, í betri stofunni á Hverf- isgötu 60A. Mér gekk mjög vel fyrstu þrjú árin hjá honum, en þegar ég var settur í Tónlistar- skólann í Reykjavík og fékk nýj- an kennara missti ég áhugann og endaði þá músíkferill minn. Árni átti líka gullfallegan svart- an átta gata Buick og ég man hvað ég leit mikið upp til hans, stóra frænda míns, þegar hann ók mér í þeim vagni með sólgler- augu og brúna hanska, þetta var flottasti bíll sem ég hafði komið upp í. Á 50 ára afmælinu mínu fékk ég bræðurna Árna og Gretti Björnsson til að halda uppi fjör- inu á Broadway, sem þeir gerðu með miklum sóma. Árni var hvers manns hugljúfi og fékk alls staðar góðan vitnisburð frá vinnufélögum og öllum þeim sem komust í kynni við hann. Árni var einn eftirsóttasti pip- arsveinninn í Fíló í langan tíma eða allt þar til hann fór að kenna í Keflavík. Þá féll hann fyrir mikilli fegurðardís, henni Lýdíu Haraldsdóttur, mér fannst valið gott, hún kom inn í fjölskylduna eins og sólargeisli og sá geisli hefur ekkert fölnað. Börnin þrjú, Arinbjörn, Pál- ína og Margrét, eru öll miklir tónlistarmenn. Þessi glæsilegu hjón, Árni og Lydía, voru samhentustu hjón sem ég hef þekkt og voru miklir vinir, þess vegna er söknuðurinn enn sárari. Ég bið algóðan Guð að lina sársaukann og gefa nýja von og kraft til að líta á björtu hliðarn- ar. Mikið er fyrir að þakka, langa og farsæla samveru við Árna, og muna að endurfundir í landi hamingjunnar, þar sem Árni er nú, eru staðreynd. Halldór Pálsson. Það eru fáir sem afreka það að stýra kórum í rúm 60 ár, en það gerði Árni Arinbjarnarson. Hann er órjúfanlega tengdur æf- ingum og opinberum söng hjá Fíladelfíukórnum í huga mér. Hann var ríkur af hæfileikum og hafði góðan og heilbrigðan metn- að til að fylgja eftir hugmyndum um öflugt tónlistarstarf í kirkj- unni þar sem leiðir okkar lágu saman. Ég var ekki kominn af barnsaldri þegar hann bauð mér að spila á trompetinn með Fíla- delfíukórnum, en hann hafði fengið þá Karl Ottó Runólfsson og Sæbjörn Jónsson til að halda utan um lúðrasveit kirkjunnar. Í mörg ár naut ég þeirra forrétt- inda að fá að spila og syngja með honum í fjölmörgum ánægjuleg- um verkefnum, sem og við alvar- Árni Arinbjarnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.