Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Segðu sís Skákmaður tekur mynd af sér með Kirsan Ilyumzhinov, forseta FIDE, á Reykjavíkurskákmótinu sem var sett í Hörpu í gær. Um 280 keppendur frá 38 löndum taka þátt í mótinu. Árni Sæberg Kári Stefánsson vel- ur sér það hlutskipti að reyna að gera lítið úr hugsjón frjálshyggju- manna í grein hér í blaðinu á mánudag, þegar hann andmælir frumvarpi um breyt- ingu á reglum um út- sölu á áfengi. Þetta gef- ur tilefni til að fara nokkrum orðum um þá hugsjón, sem reyndar er að mínum dómi lykill að velfarnaði í heimi mannfólksins svo sem vel sést ef borin eru saman lífskjör fólks í ríkjum sem hafa frelsi fyrir meg- inreglu við lífskjör í ríkjum stjórn- lyndis og ofstjórnar. Veltum fyrir okkur grundvellinum að því samfélagi sem við öll erum í við annað fólk. Erum við ekki sjálf grunneiningin? Við höfum auðvitað aldrei verið beðin um að semja okkur inn í samfélag við aðra. Flest teljum við samt að okkur beri siðferðileg skylda til þátttöku í slíku samfélagi. Ástæðan er nábýlið við aðra og óhjá- kvæmileg sameiginleg viðfangsefni okkar og þeirra. Þess vegna beygjum við okkur flest undir að teljast þátttakendur í sameiginlegu skipulagi með öðru fólki. Þetta skipulag hefur mótast með ýmsum hætti, til dæmis hafa orðið til ein- ingar sem settar eru saman úr þeim ein- staklingum sem byggja ákveðin og skilgreind landsvæði. Þeir mynda saman svokölluð þjóð- ríki og setja sér reglur um sambúð sína innan endimarka þeirra. Við gerum fæst miklar athugasemdir við þetta. Meginhugmyndin hlýtur samt að vera sú að einstaklingurinn sé grunn- einingin í slíku samfélagi. Hann verð- ur ekki til fyrir samfélagið, heldur verður samfélagið til vegna hans og annarra einstaklinga sem þar er að finna. Hlutverk þess getur aldrei orð- ið að drottna yfir honum. Það hefur miklu fremur því hlutverki að gegna að vernda réttindi hans fyrir ásókn annarra. Þessi hugsun mótar þýðing- armikil grunnviðhorf í stjórnskipun okkar og lögum. Til dæmis er það al- menn meginregla í okkar réttarkerfi að frelsi manna til orða og athafna eigi helst ekki að takmarkast af öðru en réttindum annarra. Menn þurfa að skilja að þetta er sá hugmyndagrund- völlur sem stjórnskipun okkar bygg- ist á og hefur að minnsta kosti reynst okkur betur en fyrirkomulag stjórn- lyndis sem ýmsar þjóðir heimsins þurfa að búa við. Óaðskiljanlegur hluti af þessari lífsskoðun frjálshyggjumannsins er virðing fyrir öðru fólki og skilyrð- islaus viðurkenning á rétti þess til að haga eigin lífi á þann hátt sem það sjálft kýs, svo lengi og það skaðar ekki aðra. Mannfólkið er fjöl- breytilegt og einstakir menn hafa ólíkar kenndir, hvatir og langanir í lífinu. Allir eiga þar sama rétt. Ekk- ert okkar hefur heimild til að sitja yf- ir hlut annarra með því að bjóða og banna, eins og svo margir vilja sífellt gera. Sumir vilja líka flokka mann- fólkið eftir þjóðerni, litarhætti, trúar- brögðum, kynferði, kynhneigð, gáf- um eða hverju því öðru sem greinir einn mann frá öðrum og láta menn njóta misjafns réttar eftir því hverj- um þessara „flokka“ þeir tilheyra. Til þess hafa menn ekki heimild af þeirri einföldu ástæðu að einn á ekki að ráða neinu um einkahagi annars. Svo einfalt er það. Ef við setjum þessar hugmyndir í samhengi við aðstoð við fíkla, hvort sem um ræðir áfengi eða önnur vímu- efni, segir reynslan okkur að einungis ein aðferð leiðir til raunverulegra bóta fyrir fíkilinn. Það er aðferð frjálshyggjunnar. Hún er fólgin í að láta hann skilja að hann og hann einn beri ábyrgð á sínu eigin lífi. SÁÁ, samtök sem sameiginlegur vinur okkar Kára, Þórarinn Tyrfingsson, hefur stýrt um áratugi með frábær- um árangri, hefur beitt þessari ein- földu hugmyndafræði. Hún er lykill- inn að því að fjöldi Íslendinga, meðal annars sá sem hér heldur á penna, hefur náð tökum á fíkn sinni og lifir gjöfulu og hamingjuríku lífi. Úrræði gegn þessari vá, sem byggjast á bannreglum eins og Kári og mér skilst Þórarinn líka vilja gera, eru að mínu mati fremur til þess fallnar að auka á vandann en að minnka hann. Hvers vegna segi ég þetta? Það er vegna þess að sá sem stríðir við fíkn- ina og nær ekki árangri (að svo stöddu) kennir því um að samfélags- reglurnar hafi ekki verndað hann nægilega. Hann hafi séð bjórdósir í matvöruverslun og þess vegna dottið í það! Og það er ekkert minna en furðulegt að jafn góðir og gegnir drengir sem þeir vinir mínir Kári og Þórarinn eru skuli ekki sjá þetta. Mér finnst boðskapur Kára byggj- ast á margþvældum klisjum. Pabbi var svo sem ekki hagyrðingur eins og faðir Kára. Við lásum þó oft ljóð sam- an á kenndiríi. Þegar ég sá grein Kára datt mér í hug vísa eftir Örn Arnarson, sem hann setti saman um bók, sem hann hafði lesið, en fannst ekki mikið til koma: En að fletta þér allri var okkur báðum skaði, því í þér fann ég ekkert nýtt. Allt var á fremsta blaði. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » „Ef við setjum þess- ar hugmyndir í sam- hengi við aðstoð við fíkla, hvort sem um ræðir áfengi eða önnur vímuefni, segir reynslan okkur að einungis ein aðferð leiðir til raun- verulegra bóta fyrir fík- ilinn. Það er aðferð frjálshyggjunnar.“ Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Fíkn og frelsi Í maí 2010 færði Al- þingi fámennum hópi manna völd sem vart á sér fordæmi í síðari tíma sögu landsins. Fimm einstaklingum – svokallaðri dómnefnd – var í raun falið að velja dómara við íslenska dómstóla – velja alla héraðsdómara og hæstaréttardómara. Enginn þessara fimm sækir umboð til kjósenda. Dóm- nefndin þarf ekki að standa reikn- ingsskil ákvarðana sinna gagnvart almenningi. Fram að breytingum á lögum um dómstóla var dómsmálaráðherra skylt að leita umsagnar Hæstaréttar áður en ráðherrann tók ákvörðun um skipan hæstaréttardómara. Sérstök dómnefnd lagði hins vegar mat á hæfni umsækjenda um embætti hér- aðsdómara. Hæstiréttur hafði ekki leyfi til að leggja huglægt mat á hæfi og hæfni dómaraefna nema þegar kom að tveimur atriðum. Annars vegar hvað varðar kröfur til dómara um að þeir megi ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem geti rýrt það traust sem dóm- arar verða almennt að hafa. Og hins vegar gat rétturinn lagt huglægt mat á það að viðkomandi teljist hæf- ur í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekk- ingar. Engin stoð var í lögunum fyrir því að sitjandi hæstarétt- ardómarar tækju sér vald til að gefa umsækj- endunum einhvers kon- ar einkunnir eftir því hver var talinn hæf- astur og hver síður hæfur. Án lagaheim- ildar tók rétturinn sér þetta vald og gekk þar með gegn þeirri grunnreglu réttarríkisins að embættismenn taki sér ekki meiri völd en lög kveða á um. Með þessu reyndu sitjandi hæsta- réttardómarar að taka yfir skip- unarvald ráðherra og velja „rétta“ einstaklinga inn í réttinn. Á bak við luktar dyr Hitt er rétt að það var fráleitt að fela dómsmálaráðherra einum það mikla vald að ákveða skipun dómara við æðsta dómstól landsins án að- halds og nauðsynlegrar opinberrar umræðu. Það var þó illskárra en að fela fámennum hópi sérfræðinga slík völd. Ráðherra þarf a.m.k. að sæta pólitískri ábyrgð vegna gjörða sinna og ákvarðana. Í ágúst 2013 skipaði innanríkis- ráðherra sérstaka nefnd til að semja reglur um skipan og starfsemi dóm- stóla, upptöku millidómstigs og fyr- irkomulag við skipan dómara. Nefndin skilaði tillögum í liðinni viku. Nái tillögur nefndarinnar fram að ganga verður stigið mikið fram- faraskref í íslensku dómskerfi. Mestu skiptir að komið verður á fót sérstöku millidómstigi – Landsrétti – og um leið verður skipulagi Hæsta- réttar breytt og hlutverk réttarins sem fordæmisgefandi dómstóls styrkist. Nefndin leggur til breytingar á því hvernig staðið er að skipan dómara. Áfram verði sérstök dómnefnd starf- andi, sem fjalli um hæfni dómaraefna og skili ráðherra skriflegri umsögn og taki afstöðu til þess hvort um- sækjandi sé hæfur til að hljóta emb- ættið. Dómnefndin mun ekki hafa rétt til að raða umsækjendum í hæfn- isröð. Ráðherra ber síðan að leggja tillögu um skipan í dómaraembætti fyrir Alþingi til samþykktar. Það er langt í frá auðvelt að finna óumdeilda leið við skipan dómara og þá sérstaklega í Hæstarétt. Tillögur nefndar innanríkisráðherra eru mjög til bóta en þær ganga of skammt. Heilbrigðari aðferð Árið 2011 kom út bókin Síðasta vörnin eftir þann sem hér skrifar. Þar var m.a. lögð áhersla á að rjúfa bein áhrif sitjandi dómara á hverjir veljist til starfa við dómstóla: „Með því verður annars vegar tryggt að ekki myndist eins konar kunningjasamfélag í fámennri en valdamikilli stétt dómara og hins vegar losnar fræðasamfélag lögfræð- inga úr „álögum“. Þeir fræðimenn í lögfræði sem hafa hug á því að sækj- ast eftir skipan sem dómarar við Hæstarétt eiga mikið undir sitjandi dómurum, sem enn í dag geta haft bein áhrif á skipan nýrra dómara. Í fræðastörfum sínum, sem meðal ann- ars hljóta að beinast að dómafram- kvæmd og störfum dómstóla, taka viðkomandi fræðimenn óhjákvæmi- lega, meðvitað eða ómeðvitað, tillit til þessa. Aðhald fræðasamfélagsins að dómstólum er því minna en ella. Hið sama má segja um starfandi mál- flutningsmenn.“ Mestu skiptir að skipan dómara verði fyrir opnum tjöldum. Skyn- samlegt er taka upp þá reglu að ráð- herra dómsmála tilnefni nýjan dóm- ara. Sérstök dómstólanefnd Alþingis tekur tilnefninguna til efnislegrar meðferðar og heldur fundi í heyrandi hljóði. Sá sem ráðherra tilnefnir kemur fyrir nefndina og svarar spurningum og athugasemdum nefndarmanna. Nefndin tekur af- stöðu og mælir annaðhvort með eða gegn skipan viðkomandi. Í störfum sínum hefur dómstólanefnd Alþingis sér til ráðgjafar sérfræðinganefnd á sviði lögfræði. Alþingi greiðir síðan atkvæði og ráðherra getur aðeins skipað [eða lagt til við forseta Ís- lands] nýjan dómara ef meirihluti þingsins staðfestir tilnefninguna í op- inni atkvæðagreiðslu. Með þessari aðferð skapast mikil umræða um skipan dómara og al- menningur gerir sér betur grein fyr- ir þeim skoðunum sem væntanlegur dómari hefur á grundvallarspurn- ingum – ekki síst þeim er varða borg- araleg réttindi einstaklinga. Í öllu falli er skipan dómara fyrir opnum tjöldum heilbrigðari aðferð en að afhenda fámennum andlits- lausum hópi einstaklinga völd til að ráða skipan þriðju grunnstoðar ís- lenskrar stjórnskipunar. Eftir Óla Björn Kárason » Almenningur gerir sér betur grein fyrir skoðunum sem vænt- anlegur dómari hefur á grundvallarspurningum – ekki síst þeim er varða borgaraleg réttindi. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Dómarar verði skipaðir fyrir opnum tjöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.