Morgunblaðið - 17.03.2015, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015
VERTU
VAKANDI!
blattafram.is
54% þolenda kynferðislegs
ofbeldis verða fyrir misnotkun
oftar en einu sinni.
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Buxnaleggings
6.900 kr.
Litir: Svartar og rauðar
Str. 38–48
Máttur hugsana
samkvæmt Gralsboðskapnum
Fimmtudaginn 19. mars 2015 – kl. 20:00 Aðgangur ókeypis
Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík
Skipuleggjandi: GRAL-NORDEN
www.is.gral-norden.net
vasey-leuze@gral-norden.net
Sími: 842 2552
Fyrirlestur
á ensku
Christopher
Vasey
Efnt var til mótmæla á Austurvelli í
gær, annað daginn í röð, vegna
framgöngu ríkisstjórnarinnar í Evr-
ópumálum. Hófst fundurinn kl. 17 en
þá stóðu yfir umræður á Alþingi, að
beiðni stjórnarandstöðunnar.
Að sögn lögreglu er talið að á
bilinu 300-400 manns hafi verið á
Austurvelli í gær, þegar mest lét,
sem er öllu færra en á sunnudaginn.
Höfðu um 1.600 manns boðað komu
sína á facebooksíðu.
Allt fór friðsamlega fram en
nokkrir mótmælendur börðu og
spörkuðu í öryggisgrindur sem lög-
reglan hafði sett upp við Kirkju-
stræti, fyrir framan þinghúsið og
Dómkirkjuna. Arnar Rúnar Mar-
teinsson, aðalvarðstjóri hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu, lét hafa
eftir sér á mbl.is að lögreglan hefði
haft spurnir af því að aðstandendur
mótmælanna í gær ætluðu að mæta
með búsáhöld og trommur og „vera
með læti“. Þegar til kom urðu lætin
engin og allt fór vel fram.
Á fjórða hundrað mótmæltu
Morgunblaðið/Eggert
Austurvöllur Öllu færri mættu á mótmælafund í gær en á sunnudag, eða á milli 300 og 400 manns.
Mótmæli Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fór ásamt fleiri
alþingismönnum út á Austurvöll í gær til að ræða við mótmælendur.
Ósátt Flestir mættu vel búnir fyrir utan Alþingi, enda fremur kalt í veðri
þegar mótmælin fóru fram þegar þingfundur var í gangi síðdegis.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Það eru uppi áform um að skýra enn
frekar reglurnar sem snúa að lánveit-
ingum með íbúðarhúsnæði sem veð
en það eru ekki
nein áform uppi,
svo ég viti til, um
að taka húsnæðis-
lán undan neyt-
endalánalöggjöf-
inni,“ segir Eygló
Harðardóttir, fé-
lags- og húsnæð-
ismálaráðherra.
Yngvi Örn Krist-
insson, hagfræð-
ingur SFF, skrif-
aði nýverið í pistli á heimasíðu
Samtaka fjármálafyrirtækja að Al-
þingi hefði ákveðið að ganga lengra
en tilskipun Evrópusambandsins
kvæði á um þegar kæmi að neytenda-
lánum. Velti hann vöngum yfir því hví
sú ákvörðun hefði verið tekin að setja
fasteignalán undir lög um neytenda-
lán.
Sögulega mikil vanskil
„Sú ákvörðun var tekin þegar til-
skipun ESB um neytendalán var inn-
leidd á Alþingi með lögum nr. 33/
2013. Þá var ákveðið að ganga skrefi
lengra en tilskipunin segir til um og
fella fasteignalán undir neytenda-
lánalögin. Lögin leggja miklar skyld-
ur á herðar fjármálafyrirtækjum sem
lána til fasteignakaupa. Það er bein-
línis lögbrot að hvika frá þeim þegar
greiðslumat er gert,“ segir Yngvi Örn
meðal annars í pistli sínum. Eygló
kveður ákvörðunina um að setja hús-
næðislán undir neytendalánatilskip-
un Evrópusambandsins hafa verið
tekna fyrir mörgum árum síðan.
„Þetta var ákvörðun sem Alþingi
hafði tekið áður. Þegar lögin voru sett
árið 2013 var ákveðið að breyta þessu
ekki og þá var meðal annars horft til
þess að sögulega hafa vanskil á Ís-
landi verið mikil, það hefur náttúr-
lega leitt til aukins kostnaðar og
vaxtakjörin þar af leiðandi lakari.
Með því að gera auknar kröfur ættu
fjármálafyrirtækin að vera fær um að
bjóða lántakendum sínum upp á betri
kjör,“ segir hún.
„Það hefur ekki náðst samkomulag
innan Evrópusambandsins um það
hvernig eigi að meðhöndla húsnæð-
islán. Það er fyrst núna sem við erum
að fá nýja tilskipun, svokallaða veð-
lánatilskipun, sem snýr þá að hús-
næðislánum eða lánum sem eru veitt
með veði í fasteignum. Nú er unnið að
því í fjármálaráðuneytinu að innleiða
hana,“ segir Eygló en bætir við að lög
um neytendalán heyri engu að síður
undir innanríkisráðherra.
Unnið er að nýrri
veðlánatilskipun
Segir gengið lengra en í tilskipun ESB
Eygló
Harðardóttir