Morgunblaðið - 17.03.2015, Side 29

Morgunblaðið - 17.03.2015, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 Sem börn geng- um við um slóðir forfeðra okkar und- ir Eyjafjöllum. Fyrir okkar ungu fætur var bæði stutt fram á brúsapall, upp á Ás og fram að Kattarnefi. Í hlöðunni gátum við flogist á. Undir súð sögðum við sögur og hentum gaman. Ævintýrin voru út um allt í Stóra-Dal. Við vor- um höfðingjar tilverunnar og áhyggjur voru orð sem við skild- um ekki. Skjólið var svo víða, í fanginu á Viggu, í eldhúsinu hjá Bubbu, úti í fjósi hjá Bobbu og hjá öllum hinum föðursystkinum okkar sem ekkert aumt máttu sjá. Hjá fólkinu sem lét okkur líða eins og heimurinn væri leik- völlur þar sem allt fór alltaf á besta veg. Stundum fórum við um dalinn okkar á hestum. Til reiðar hafði ég Tvist hans Björgvins bróður og Anna Bleik hans Árna föðurbróður okkar beggja. Það voru góðir tímar. Væntumþykja okkar hvors til annars var eins ósvikin og hug- Anna Viktoría Högnadóttir ✝ Anna ViktoríaHögnadóttir fæddist 31. júlí 1943. Hún lést 18. febrúar 2015. Útför hennar fór fram 28. febrúar 2015. ur tveggja barna getur orðið. Við vorum enda skorin af sömu grein. Við skildum hvort ann- að. Við lékum okk- ur, slógumst, hleyptum okkur upp í meting, grét- um og glöddumst. Allt gerðum við saman. Ég man eft- ir jökulsorfnum klettum uppi á Ás. Klettar sem litu öðruvísi út en bergið allt í kring. Ólýsanlegt farg jökulsins hafði sett í þá mark sitt en fékk þá samt ekki hreyft. Þannig var það líka með Önnu. Hún var sannarlega stórbrotin mann- eskja sem ekkert fék bifað. Traust sem bergstálið og mjúk sem mosinn sem á því vex. Betri sálufélaga getur enginn átt. Anna var frænka mín, lífsföru- nautur og vinkona. Drengjunum mínum var hún skjól og konu minni traust vinkona. Núna þegar leiðir skilja um tíma ylja þessar minningar mér. Ég lít til þess tíma þegar Binni varð órjúfanlegur hluti tilveru minnar. Fyrst sem hluti af Önnu og síðar sem náin vinur minn og velgjörðarmaður. Ég brosi að bernskubrekum okkar og þakka mínum sæla fyrir að sumt viss- um við bara tvö. Ég fyllist þakk- læti vegna allra samverustunda okkar Mattýjar með Önnu og Binna og vildi að við ættum fleiri slíkar í vændum. Mér vöknar um augun af tilhugsun- inni um að Anna er nú farin. Ég bið þess af djúpri ein- lægni að sem flestir fái kynnst jafn góðu fólki og Önnu. Líf mitt varð betra vegna hennar. Án hennar er tilveran tómlegri og dagarnir styttri. Ég skil nú bet- ur vangaveltur um hvar dagar lífsins hafa lit sínum glatað. Ég sakna hennar og mun ætíð gera. Við Mattý biðjum algóðan guð að vernda og styrkja okkar kæra vin Binna og börn þeirra Önnu, þau Huldu og Árna. Þeim og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vottum við okkar dýpstu samúð. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Vignir Guðnason. Elsku Anna, að setjast niður og skrifa minningagrein um þig er óskiljanlegt og svo ótíma- bært. Ekki bjóst ég við að það yrði í seinasta skiptið sem ég myndi hitta þig þegar ég heim- sótti þig á Borgaspítalann. Þú varst samt alltaf svo létt- lynd og alltaf gaman í kringum þig. Þú gerðir mikið grín og hlógu allir mikið að. Ætíð varstu hjálpsöm, traust og trygg okkur. Til dæmis þeg- ar Auður þurfti að fara í aðgerð og dvelja á spítalanum í nokkra daga, börnin okkar Auðar voru þá lítil. Þá komst þú ásamt fleir- um og gættir barnanna og sást um heimilið. Í gamla daga þegar fólkið í Dal sá um kirkjukaffið mátti engin fara frá Stóra-Dal án þess að fá sér kaffi, varst þú dugleg að hjálpa þeim. Þú hugaðir vel að öllum og gættir líka vel að fólkinu í Stóra-Dal á þeirra efri árum eða á meðan það gat verið heima. Það var alltaf hlýtt á milli mín og fólksins í Stóra-Dal. Alltaf var hægt að leita til þín og fús veittir þú hjálpina. Í veik- indum Auðar núna í fyrra þurfti hún að fara nokkrar ferðir á spítala. Þú varst svo dugleg að heimsækja hana og studdir vel við bakið á okkur í hennar veik- indum. Eftir að hún féll frá passaðir þú uppá mig, hringdir og athugaðir hvernig mér liði. Ég sakna samtalanna við þig mikið. Hafðu mestu og bestu þakkir fyrir alla þína gæsku og hlýhuginn. Þakka þér, elsku Anna, fyrir alla þína hjálp, styrk og stoð í gegnum tíðina. Elsku Binni, Hulda, Árni og fjölskyldur, ég sendi ykkur mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur Sigurþórsson. Elsku hjartans vinkona mín, Anna Viktoría Högnadóttir er látin. Líf hennar var ljós í til- veru minni og fjölskyldu minn- ar. Þótt söknuður minn sé djúp- ur og sár þá er hann sveipaður hulu sælla minninga um góða vinkonu. Ég græt því tárum sorgarinnar, meðvituð um þá blessun sem vinátta Önnu var mér. Ég þakka hið liðna og bið guð um styrkja Binna, Huldu og Árna og alla aðra sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Önnu. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Martea Guðmundsdóttir (Mattý). Þar sem englarnir syngja sefur þú. (Bubbi Morthens) Elsku Anna okkar, að heyra að þú hefðir kvatt okkur var svo sárt og erfitt. Við eigum orðið enn einn engilinn hjá Guði. Þú reyndist okkur svo vel. Eins og í veikindum mömmu þegar hún var á spítalanum fórstu til hennar á hverjum degi. Eins hringdir þú í okkur bæði í veikindunum og eftir and- látið hennar. Þú lést alveg vita að þú værir til staðar fyrir okk- ur. Við fengum ómælda hjálp, stuðning og hlýhug frá þér. Glensið og grínið var stór partur af þér, þar sem þú varst var gaman. Þú reyttir af þér brandarana og hlógu allir mikið að. Það var alltaf gott og gaman að koma í Kambahraunið og Stóra-Dal, þar eigum við marg- ar góðar minningar. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Hjartans þakkir fyrir alla hjálpina, hlýhug og að vera til staðar fyrir okkur. Það var ómetanlegt að eiga þig að. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Binni, Hulda Vigga, Árni Ágúst og fjölskyldur. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur, megi Guð styrkja ykk- ur í ykkar miklu sorg. Missir ykkar er mikill. Anný og Róbert, Vigdís, Kristján, Auður og Díana. Elsku mamma er látin eftir ára- langa baráttu við Alzheimer-sjúk- dóminn, sem tók hana hratt. En þó hann skildi hana eftir með verk- stol og málstol, þessa duglegu og ákveðnu konu, þá glataði hún aldr- ei persónuleika sínum og kom skoðunum sínum á framfæri, að- spurð með jái eða neitun. Sökn- uður okkar sem eftir lifum er sár. Við huggum okkur með því að nú sé hún með þeim sem hún unni mest, pabba okkar sem hún missti 2002 og jafnaði hún sig aldrei á þeim missi, systkinum sínum og foreldrum. Mamma kenndi mér margt, meðal annars sannsögli og trú á Guð og bænir. Góða framkomu við annað fólk og að standa með minni máttar. Ýmiskonar vinnubrögð, t.d. við þrif og matseld svo ekki sé minnst á umönnun dýra, útistörf, heyskap o.fl. Þessu hef ég búið að alla ævi. Mamma var starfsöm og vandvirk. Um hana má með sanni segja: „Margur er knár þó hann sé smár" en hún var lágvaxin kona. En far þú í friði, móðir mín, ég þakka fyrir uppeldið. Anna María Jónsdóttir. Elsku besta amma mín hefur kvatt okkur. Ég hugga mig við það að ég veit að hvíldinni er hún fegin og nú er hún komin í faðminn á afa. En engu að síður sakna ég hennar ótrúlega mikið en nú veit ég líka að ég er umvafin englum. Það má svo sem vera að vonin ein Elín Erna Ólafsdóttir ✝ Elín ErnaÓlafsdóttir fæddist í Stekkadal á Rauðasandi 11. desember 1925. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Ási í Hveragerði 19. febrúar 2015. Útför Elínar Ernu fór fram frá Hveragerðiskirkju 27. febrúar 2015. hálf-veikburða sofni í dá. Finnst vera eitthvað sem íþyngir mér en svo erfitt í fjarlægð að sjá. Það gilda má einu hvort ég áleiðis fer eða staldra hér ögn við og bíð. Þótt tómið og treginn mig teymi út á veginn ég veit ég hef alla tíð ... verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. Svo endalaus ótti við allt sem er og alls staðar óvini að sjá. Veðrin svo válynd og víðáttan grimm, ég vil fría mig skelfingu frá. Í tíma og rúmi töfraorðin mín og tilbrigðin hljóma svo blíð. Líst ekki að ljúga, mig langar að trúa að ég hafi alla tíð ... verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. Þín, Elín Erna. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld- ur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Elskuleg móðir mín hefur kvatt okkur. Það er erfitt að kveðja. Ég er rík af minningum sem ylja og þakklát fyrir gott vega- nesti út í lífið. Hvíl í friði, elsku mamma. Þín, Ólöf. Nú er hún elsku amma mín bú- in að kveðja. Eins sárt og erfitt og það er að kveðja hana veitir það mér hlýju að hugsa til þess að hún og afi eru loksins sameinuð á ný. Ég veit að hún er búin að sakna hans óskaplega mikið þessi síð- ustu 13 ár. Minningin um ömmu og afa í Lambhaga og vera mín þar er með bestu minningum mínum. Það var svo gott að koma til ömmu og afa og alltaf tóku þau manni opnum örmum. Þó svo að ég hafi verið frekar ung þegar afi dó og Lambhagi var seldur á ég margar minningar þaðan. Hvort sem það er að hlaupa meðfram læknum á heitum sumardegi eða sitja inni á bekk við hliðina á afa og borða besta hafragraut í heimi, sem afi leyfði mér alltaf að setja gífurlegt magn af sykri á. Ég man eftir einu skipti þegar ég var í pössun hjá þeim og ég var svo spennt að fara með afa í fjósið, sem þá samanstóð nú bara af einni mjólkandi kú og nokkrum kálfum, að ég vaknaði fyrir allar aldir á undan þeim báðum, klæddi mig og settist inn í eldhús. Þar beið ég í það sem mér fannst vera heil eilífð og svo brá ömmu nú heldur betur þegar hún kom fram í eldhús, því hún auðvitað bjóst við að ég væri sofandi inni í her- bergi. Þetta fannst þeim hjónum mjög fyndið og hlógu þau mikið að. Ásamt öllum litlu minningun- um sem ég á um Lambhaga, hvort sem það er afi að borða kexið sitt með skeið upp úr könnu eða hlát- urinn hennar ömmu, þá er það sem ég man mest eftir tilfinningin sem maður fékk við það að koma þangað inn. Þarna var öllum tekið nákvæmlega eins og þeir voru og algjör skilyrðislaus væntumþykja var borin á borð. Þarna var rólegt og gott að vera og raunar það sem ég skil í seinni tíð að mætti kalla „algjöra afslöppun“. Fyrir mér, og án vafa mörgum öðrum ætt- mennum mínum, er Lambhagi ömmu og afa besti staður í heimi. Ég sakna þeirra beggja mikið og hlakka til að hitta þau aftur þegar sá tími kemur. Þá fæ ég eflaust að heimsækja besta stað í heimi aft- ur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeim. En þótt amma sé farin frá okk- ur hérna á jörðinni getum við huggað okkur við það að minning hennar lifir. Ég heyri hana ennþá hlæja eða segja sína klassísku frasa; „það held ég nú“ og „það er nefnilega það“. Ég ætla að láta fylgja þrjár stuttar bænir sem amma kenndi mér: Nú er ég klæddur og kominn á ról Kristur Jesús veri mitt skjól. Í guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag svo líki þér (Höf. ók.) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús, mæti. (Höf. ók.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Unnur. Ástkær fósturmóðir mín, systir og frænka, MAGNEA S. MAGNÚSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Hömrum, áður Lágholti 4, Mosfellsbæ, lést mánudaginn 9. mars. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 19. mars kl. 12. . Jakob Þór Haraldsson, Elísabet S. Magnúsdóttir, Elísabet M. Kristbergsdóttir, Halldóra Kristbergsdóttir, Magnús G. Kristbergsson, Ólafur Pálsson, Gunnar Pálsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR, Stella, frá Eyvindarholti, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést föstudaginn 13. mars á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 27. mars kl. 13. . Garðar Sveinbjarnarson, Kjartan Garðarsson, Antonía Guðjónsdóttir, Guðbjörg Garðarsdóttir, Stefán Laxdal Aðalsteinss., Anna Birna Garðarsdóttir, Jón Ingvar Sveinbjörnsson, Guðrún Þóra Garðarsdóttir, Sigurjón Ársælsson, Sigríður Garðarsdóttir, Stefán Þór Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. SIGURLAUG NÍELSÍNA HALLDÓRSDÓTTIR, Sína Halldórs, frá Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð þriðjudaginn 3. mars. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 20. mars kl. 13. . Birgir, Ásta, Inger, Anna Kristín, tengdabörn, barnabörn og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.