Morgunblaðið - 17.03.2015, Side 30

Morgunblaðið - 17.03.2015, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2015 ✝ Margrét Ósk-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. maí 1933. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 2. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þór- dís Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 2.12. 1905 í Reykjavík, d. 14.11. 1972, og Ósk- ar Ágúst Sigurgeirsson skip- stjóri, f. 19.8. 1902 í Reykjavík, d. 22.2. 1978. Systir Margrétar er Sigrún, f. 1.1. 1935. Margrét giftist 31. desember 1953 Jens Jónssyni málarameist- ara. Hann lést 10. júlí 2012. For- eldrar hans voru hjónin Guð- björg Þorsteinsdóttir, f. 9.11. 1886 á Hrafntóftum í Rang- árvallasýslu, d. 7.7. 1979, og Jón Friðriksson, f. 19.7. 1873 á Ux- ahrygg í Rangárvallasýslu, d. 6.12. 1939. Börn Margrétar og Jens eru: 1) Sigurgeir Már lækn- ir, f. 1953, eiginkona hans er eiginkona hans er Bergþóra Eyj- ólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1976, þau eiga eina dóttur og fyrir á Bergþóra dóttur. b) Ið- unn nemi, f. 1989, sambýlis- maður hennar er Benóný Harð- arson stjórnmálafræðingur, f. 1988. 3) Þórdís Lilja lífeinda- fræðingur, f. 1965, eiginmaður hennar er Gísli Gunnlaugsson tæknifræðingur, f. 1954. Börn þeirra eru: a) Lára Margrét nemi, f. 1995, og Jens Ingvar nemi, f. 1998. Margrét ólst upp á Hörpugötu 8 í Skerjafirðinum í Reykjavík hjá fjölskyldu sinni, gekk í barnaskólann á Grímsstaðaholt- inu og lauk fullnaðarprófi úr Melaskólanum. Margrét og Jens bjuggu fyrstu tíu hjúskaparárin í kjallaranum á Hörpugötu 8 en byggðu sér hús í Safamýri 95, fluttu þangað árið 1963 og bjuggu þar upp frá því. Margrét sinnti heimili og börnum eftir að hún giftist en árið 1976 fór hún að vinna utan heimilis, var úti- vinnandi í um 20 ár og starfaði á nokkrum stöðum. Síðasta ár bjó Margrét á heimilum barna sinna í Vík í Mýrdal og á Ísafirði og lést á sjúkrahúsinu þar. Útför Margrétar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 12. febrúar 2015. Helga Þorbergs- dóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Þorbergur Atli líf- eindafræðingur, f. 1983, kvæntur Svanlaugu Árna- dóttur nema, f. 1981, og eiga þau þrjú börn. b) Mar- grét Lilja hjúkr- unarfræðingur, f. 1987, sambýlismaður hennar er Jóhann Fannar Guðjónsson nemi, f. 1982, eiga þau tvo syni og fyrir á Jóhann eina dóttur. c) Ingveldur Anna nemi, f. 1992. Dóttir Helgu og uppeldisdóttir Sigurgeirs er Harpa Elín fram- kvæmdastjóri, f. 1980, eig- inmaður hennar er Pablo Cár- camo Maldonado verkfræð- ingur, f. 1986. 2) Garðar Þór málarameistari, f. 1956, sam- býliskona Bergþóra Ingólfs- dóttir, f. 1962, þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru: a) Kormákur sálfræðingur, f. 1983, Glæsileiki, listfengi, smekk- vísi, bjartsýni og hlýja voru með- al margra góðra einkenna tengdamóður minnar Margrétar Óskarsdóttur. Hún var óspör á að láta fjölskyldu sína njóta alls þess besta sem hún hafði að bjóða. Listfengi og smekkvísi Möggu birtist svo vel á fallegu heimili þeirra Jenna. Allt var í röð og reglu, þar ríkti notalegt and- rúmsloft og auðfundið var að gestir voru velkomnir og heim- sóknirnar urðu oft lengri en til hafði staðið. Margrét bar hag fjölskyldunn- ar mjög fyrir brjósti og barna- börnin hafa alltaf notið sín í Safa- mýrinni. Þar mátti sparka bolta á ganginum og afi Jenni var heldur betur liðtækur í boltanum. Amma Magga átti fallegt skart og það var auðsótt mál hjá barnabörnunum að fá að skreyta sig með armböndum, eyrnalokk- um og hálsfestum úr skrínum ömmu. Það var líka auðvelt að fá lánuð veski og hælaskó svo það gat verið skrautlegur söfnuður fótbolta- og tískusýningarfólks samankominn í Safamýri. Í seinni tíð komu barnabörnin í heimsókn með sín börn og amma Magga naut þess mjög að fylgjast með sístækkandi fjöl- skyldu sinni. Hún var ánægð með hópinn sinn og var til staðar traust og blíð, hvatti börnin áfram og miðlaði jákvæðni og bjartsýni. Fjölskyldan naut líka ríkulega myndarskapar húsmóðurinnar í matseld og bakstri og eplakök- urnar hennar ömmu Möggu voru örugglega þær bestu í heimi, þannig að jafnvel þeir sem héldu að þeir borðuðu ekki eplakökur gæddu sér á þeim með bestu lyst. Margrét var listræn og ýmis- konar handverk lék í höndunum á henni. Eftir hana liggja falleg út- saumsverk og málverkin hennar voru gerð af miklum hæfileikum og oft frumlegri hugsun. Hún brá fyrir sig blandaðri tækni í mynd- listinni og tengdi stundum mynd- ir af barnabörnunum inn í mál- verkin sín svo úr varð persónulegur ævintýraheimur, frjór og fallegur. Tengdaforeldrar mínir voru samhent hjón og missir Möggu var mikill þegar Jens lést sum- arið 2012. Heilsu hennar hrakaði og síðasta árið bjó hún á heim- ilum barna sinna. Lengst af á Ísa- firði hjá Þórdísi Lilju dóttur sinni og hennar fjölskyldu sem öll vakti yfir velferð hennar og gerði dag- ana hennar ánægjulega og inni- haldsríka. Helga Þorbergsdóttir. Það var tilhlökkunarefni þegar við fjölskyldan fórum til Reykja- víkur að heimsækja ömmu og afa í Safamýrinni. Amma lét mann alltaf finna að maður var velkom- inn í heimsókn og það var svo notalegt að koma til þeirra. Oftar en ekki var boðið upp á steiktan fisk eða eplaköku, þá bestu í heimi, og amma passaði upp á það að maður fengi sér að minnsta kosti tvisvar, og vel af rjóma með kökunni. Ævintýraheimur opnaðist þeg- ar við settumst með ömmu í sóf- ann, með brjóstsykur í hvítu kari, og flettum í gegnum öll gömlu myndaalbúmin sem hún hélt svo vel uppá. Þar birtust amma og afi, svo glæsileg, og oftar en ekki fylgdu stórskemmtilegar sögur með. Amma sagði svo skemmti- lega frá. Síðan var kíkt í dótakassann, haldin tískusýning með fötum og skartgripunum sem myndu sóma sér á hvaða hátískupalli sem er, spjallað um allt og ekkert við eld- húsborðið, eða fræðst um evr- ópskt kóngafólk í síðasta Hello- blaðinu. Allt varð skemmtilegt með ömmu. Hún var svo hæfileikarík, full af orku og gleði. Gönguferðir og hversdagslegir bíltúrar fyllt- ust hlátrasköllum og skemmtileg- heitum. Við systkinin erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu svona vel, við lærðum svo margt af henni og hún mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Takk fyrir allt elsku amma. Harpa Elín, Þorbergur Atli, Margrét Lilja og Ingveldur Anna. Við erum alveg að koma til Reykjavíkur, keyrandi frá Ísa- firði, og hlökkum til að komast í Safamýrina til ömmu og afa. Þar fáum við pönnukökur og heitt kakó úr bollunum sem við áttum hjá ömmu. Þar er gaman að skoða öll albúmin, fara út í garð að leika, heimsækja afa í bílskúr- inn og mála myndir með ömmu. Svo voru það allar ferðirnar í sumarbústaðinn Sunnuhvol. Þar fórum við í fótbolta, feluleiki og í göngutúra niður að Álftavatni. Ömmu fannst alltaf jafngaman að fara austur, eins og við köll- uðum það, enda var hún ekki nema sjö ára þegar bústaðurinn var fyrst byggður. Ömmu var mjög annt um að okkur fjölskyld- unni liði vel, bauð alltaf upp á brjóstsykur, sætabrauð með kaffinu og passaði upp á að eng- um yrði kalt. Elsku amma Magga, við systkinin söknum þín óendanlega mikið og þykir mjög vænt um að hafa fengið að hafa þig hjá okkur svona mikið síðasta árið. Takk fyrir allar góðu stundirnar og hlýjuna sem fylgdi þér alltaf. Við látum fylgja með fallegt ljóð sem við vitum að var í uppáhaldi hjá þér. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún brosa við aftanskin fögurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. (Guðm. Guðm. skólaskáld) Þín Lára Margrét og Jens Ingvar. Hún Margrét var systir henn- ar mömmu. Þær systur, Magga og mamma, voru ólíkar, önnur dökk yfirlitum og hin ljós. Samgangurinn var mikill, ekki síst á meðan við krakkarnir vor- um yngri. Samtals sex börn, þrír strákar og þrjár stelpur, Sigur- geir, Garðar, Ágúst bróðir, Þór- dís, Anna systir og ég. Alltaf fé- lagsskapur og nóg að gera. Það leiddist engum. Þau voru mörg boðin sem við fórum í til Möggu og Jenna í Safamýrina í „gamla daga“. Frá þessum árum man ég eftir strák- unum inni í herbergi að hlusta á Bítlana og Eric Clapton. Ég man eftir okkur stelpunum að spila Matador, kaupa Austurstræti og Hafnarstræti, drekka gos úr gulu hömruðu glösunum, borða pönnukökur, rjómaköku og græna köku. Það bakaði enginn eins góða græna köku og Magga frænka. Minningarnar eru margar. Ein þeirra er þegar Magga kenndi mér að sauma krosssaum í stramma þegar ég var sex ára. Einbeitingin var mikil hjá okkur báðum og þegar kennslunni lauk sat stramminn fastur, kirfilega saumaður við grænu flauelsbux- urnar mínar. Þetta fannst okkur Möggu fyndið og við hlógum mikið. Ég mun alltaf muna hlát- urinn hennar, smitandi hlátur sem ég heyri núna svo skýrt þeg- ar ég skrifa þessi orð. Síðustu árin áttum við svo margar góðar samverustundir á Sunnuhvoli í Grímsnesi. Magga frænka mín var falleg kona. Hún átti góða ævi, góða fjölskyldu og var stolt af sínu fólki, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Blessuð veri minning frænku minnar. Edda Björk. Elskuleg mágkona mín er lát- in og söknuðurinn er sár við frá- fall hennar. Mér er minnisstætt þegar bróðir minn eignaðist kærustu. Hún var svo einstak- lega falleg og elskuleg og mér leist strax vel á hana. Það var lán fyrir mig að hún varð mágkona mín. Ég sá fljótt hvað hún var listræn í sér og heimili þeirra Jens bar þess ætíð fagurt vitni hvað hún hafði fágaðan smekk. Magga reyndist mér alltaf vel. Stutt var á milli heimila okkar og samgangurinn mikill. Ég vil þakka henni fyrir samfylgdina og votta aðstandendum samúð mína. Þóra Aðalheiður Jónsdóttir. Margrét Óskarsdóttir Dr. Magnús Stefánsson profess- or emeritus í Björgvin er látinn. Hann var fæddur í Borgarnesi árið 1931, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1951 og stundaði nám í norrænu við Háskóla Íslands næstu tvö árin. Hann nam ger- mönsk fræði við háskólana í Köln og Bonn, og lagði stund á málvísindi og sagnfræði sem meginviðfang við Óslóarháskóla og varð þaðan candidatus philo- logiae árið 1960. Hann var á rannsóknarstyrk við Óslóarháskóla 1961-1962 og lektor í íslenzku við norrænu Magnús Stefánsson ✝ Magnús Stef-ánsson fæddist 25. desember 1931. Hann lést 16. febr- úar 2015. Útför hans fór fram í Björgvin 2. mars 2015. deildina þar sem hann kenndi mál- vísindi. Frá 1962- 1967 kenndi hann við Björgvinjarhá- skóla og hafði einn- ig kennsluskyldu í Ósló. Frá 1968 var hann lektor við sagnfræðistofnun Björgvinjarháskóla og prófessor frá árinu 1992 þaðan sem hann fjekk lausn í ársbyrj- un árið 1999. Magnús stundaði rannsóknir við Max-Planck-stofnunina í rjettarsögu í Frankfurt og við Leopold-Wenger-stofnunina í rjettarsögu við Háskólann í München árið 1987. Rannsóknir Magnúsar þær sem birtust í Sögu Íslands, út- gáfu Þjóðhátíðarsjóðs, árið 1975 (bindi II og III) ollu straum- hvörfum í túlkun kirkjusögu tímabilsins 1100–1360. Ollu þær í fyrstu nokkrum deilum, en lík- legt má telja, að helztu niður- stöður hans liggi nú til grund- vallar rannsóknum á því sviði. Árið 2000 gaf sagnfræðistofn- un Björgvinjarháskóla út rit hans Staðir og staðamál, rann- sóknir á aðstæðum hinna ís- lenzku einkakirkna og stóls- kirkna á miðöldum. Útgáfa þessi naut stuðnings íslenzku Þjóðkirkjunnar og Borgarfjarð- arprófastsdæmis í þakklætis- og virðingarskyni við Magnús, en rannsóknir hans urðu ómetan- legar í því mikla verki, sem unn- ið var til undirbúnings þeim að- skilnaði ríkis og kirkju sem varð með þjóðkirkjulögunum árið 1997 og afhendingu prestssetr- anna úr vörzlu ríkisins til stofn- ana Þjóðkirkjunnar árið 2007. Væri vert, að það rit yrði þýtt og útgefið á íslenzku hið fyrsta. Þrátt fyrir langa útivist var Magnús tengdur landi sínu og æskuslóð alla tíð. Hann fylgdist af áhuga með uppbyggingu Reykholts, kirkju og Snorra- stofu. Gaf hann Snorrastofu veru- legan hluta hins góða bókasafns síns þegar í lifanda lífi og ánafnaði stofnuninni því öllu eft- ir sinn dag. Verður þá í Reyk- holti til einhver hinn bezti bóka- kostur um rjettarsögu og kirkjurjett sem vitað er af á ein- um stað í landinu. Borgfirðingar og raunar Ís- lendingar allir mega minnast með þakklæti prýðilegs fræða- manns, sem reyndist föðurlandi sínu næsta gagnlegur úr fjar- lægð og því ávallt nálægur í reynd. Blessuð sje minning hans fjölskyldu og frændum og þeim öðrum sem hann trega og bless- uð sje hún einnig öllum gegnum mönnum þar sem hans gætir. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti í Borgarfirði Magnús Stefánsson, fyrrum prófessor við Háskólann í Björgvin, er látinn og verður jarðsunginn í dag frá Møllen- dals kapell, skammt frá heimili sínu við Søre Renen í „Borginni við fjöllin sjö“, fyrstu höfuðborg Íslands, en frá Søre Renen er útsýni yfir þessa fögru borg, þar sem margir Íslendingar hafa dvalist allt frá því Snorri Sturluson, sveitungi Magnúsar, var þar um 1220. Magnús Stefánsson var skó- smiðssonur úr Borgarnesi. Hann lauk stúdentsprófi frá gamla skólanum okkar, Mennta- skólanum á Akureyri, 17. júní 1951 með láði. Veturinn eftir stúdentspróf las hann íslensk fræði við Háskóla Íslands og stundaði síðan nám í germönsk- um málvísindum við háskólana í Köln og Bonn 1952 til 1954, en lauk cand. philol.-prófi í sögu við háskólann í Ósló 1960 og starfaði þar sem styrkþegi til 1962. Hann var lektor í íslensku í Ósló og Björgvin til 1968, er ég tók við starfinu við Háskól- ann í Björgvin þegar Magnús varð lektor og síðan prófessor í sögu við skólann. Mikilsvert var að njóta leið- sagnar Magnúsar Stefánssonar við starf mitt og einnig var mik- ilsvert að eiga vináttu þeirra hjóna, hans og Gunnhild, en við skiptumst á heimsóknum árin fjögur í Bergen og börn okkar léku saman bæði í Søre Renen og í Stølen. Fyrir þetta viljum við Gréta þakka og sendum samúðarkveðjur til Gunnhild, Sigurd, Ingunn og Erlend við fráfall góðs drengs. Tryggvi Gíslason. Nú er fallinn frá okkar kæri vinur, Magnús Stefánsson frá Borgarnesi, sem starfaði við kennslu og rannsóknir í mið- aldasögu við Háskólann í Berg- en um áratuga skeið. Það var á hádegi regnvots ágústdags árið 1991 sem við komum með ferj- unni Norrænu til Bergen með heimilisfang og símanúmer Magnúsar í farteskinu, bilaða Lödu og alla okkar búslóð í henni. Þar sem við vorum í vandræðum með bílinn þá ákváðum við að hringja strax í Magnús og fá aðstoð við að finna verkstæði og einnig íbúð- ina sem við töldum okkur vera búin að leigja. Okkur var boðið þangað heim og síðan gisting er í ljós kom að fyrir mistök yrði dráttur á afhendingu íbúðarinn- ar. Nú voru góð ráð dýr en Magnús aðstoðaði okkur á allan hátt við að skoða íbúðir og fara með okkur um og setja okkur inn í aðstæður. Fljótlega feng- um við íbúð fyrir hans hjálp og konu hans Gunnhild og fundum út úr öllu sem við þurftum til að komast inn í þá skóla sem við ætluðum og allt annað papp- írsstúss sem fylgdi því að setj- ast að í nýju landi. Þessi þraut- seigja þeirra, dugnaður og velvild fyrir okkar hönd var okkur einstaklega dýrmæt. Smám saman tókst með okk- ur vinátta sem hefur verið okk- ur ómetanleg síðan. Við vorum ávallt velkomin á þeirra heimili og vorum því tíðir gestir, drukk- um með þeim kaffi og ræddum ýmis mál tengd Íslandi, Noregi, námi, vísindum og heimsmálum. Ekki skemmdi fyrir að Gunn- hild talaði líka reiprennandi ís- lensku þannig að við gátum spjallað án þess að þurfa að leita að orðunum. Alltaf voru umræðurnar opnar og gefandi og mikið lærðum við af þessum víðlesna meistara – sem fór eftir menntaskólanám við MA til Þýskalands í nám og síðar til Osló. Þaðan réði hann sig síðan við Háskólann í Bergen þar sem hann starfaði síðan alla tíð. Magnús var iðinn við fræði- mennsku sína og sat hann iðu- lega á skrifstofu sinni heima við skriftir þegar okkur bar að garði. Eftir hann liggur fjöldi greina á sínu fræðasviði sem og þýðingar á ýmsum íslenskum og norskum ritum. Þar kom góð málakunnátta eiginkonu hans vel að notum og tók hún þátt í þessari ástríðu hans og var gaman að fylgjast með því hversu samhent þau voru og hvað þau unnu vel saman. Magnús átti ýmis áhugamál eins og frímerki og fótbolta og var hann mikill stuðningsmaður Brann í Bergen. Sérlega stoltur var hann af þeim Íslendingum sem komu til liðs við klúbbinn. Ekki fannst honum verra ef þeir komu af Vesturlandi – en nokkrir Skagamenn voru annað slagið hjá félaginu. Eftir dvöl okkar í Noregi dró eðlilega úr samskiptum okkar en við hittumst samt alltaf ann- að slagið. Við heimsóttum þau nokkrum sinnum til Bergen bæði vegna starfs og í fríum. Þá komu þau einnig til okkar eitt sinn til Íslands og nutu ver- unnar fáeina daga þar sem Magnús endurnýjaði kynni sín enn á ný við æskuslóðir sínar í Borgarnesi. Það hafði hann gert með jöfnu millibili alla tíð þegar systir hans bjó þar. Nú er Magnús genginn og um leið og missirinn er mikill erum við líka í mikilli þakk- arskuld fyrir að fá að hafa kynnst honum. Hvíl í friði kæri vinur. Vífill og Jónína. Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.