Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 13

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 13
Losum bundnar hendur, lyftum signum brám Hugleiðingar eftir Ólaf Þórðarson í minningu Eggerts M. Laxdals, listmálara. Unga tröllið, sterka. Þessa mynd af tröllinu unga, sem er hér á síðunni til hliðar, teiknaði Eggert Laxdal á Vífilsstöðum sumarið 1950, og gaf mér hana með þessum orðum: „Olafur, ég ætla að gefa þér þessa mynd — það er unga tröllið sterka, sem er að daga uppi í morgunbjarmanum.“ Eg veitti því athygli hve sérstaklega hátíðlegur hann var þegar hann ávarpaði mig og tilkynnti mér gjöfina með þessum orðum. Eg þakkaði og sagði, jahá, þetta er gott — getur ekki losað hend- urnar, augnalokin sigin og er að verða að steingervingi. Eg leit á þetta eins og mynd úr ævintýr- unum um tröllin. Við brostum báðir, ég virti myndina fyrir mér, en hann hefur sennilega virt mig fyrir sér, — ef til vill búizt við því að ég sæi táknið. Hvað var táknið? Það var svar hans til mín, við tilraun minni til þess að fá hann til að teikna, sem sé bundnar hendur listamanns- ins. Það sá ég nokkru seinna meðan ég var að teikna og lita eftirmynd af tröllinu hans. Af nærgætni við hann þá vildi ég ekki spyrja hann hvort ég ætti að skilja myndina þann- ig, því að ég vildi ekki líta á hann sem steingerving, og var þá ekki eins með hann, að hann vildi ekki benda herbergisfélaga sínum á hið sama. Tilefni þess að hann gerði þessa mynd var það, að ég hafði nokkrum sinnum minnzt á það við hann, hvort hann langaði ekki til að teikna, en ég skildi það á honum, að hann fann ekki stemningu á staðnum. Eg Reykjalundur fór svo að dunda við að teikna og lita smáveg- is, mest í þeirri von, að vekja áhuga hjá hon- um sjálfum. Það kom að því að hann fór að brosa að sumum teikningum mínum og leið- beindi mér og sagði, ég skal einhvern tíma gefa þér litaða mynd sem þú getur farið eftir, því að ég fór ekki rétt að við að festa litina á pappírinn. Hann bjó svo til og gaf mér nokkrar blekteikningar, sem fyrirmyndir um meðferð strikanna og að síðustu lituðu myndina af tröllinu. Þegar ég fór svo að búa mig undir að nota litina, þá sagði hann að ég skyldi bara búa til annað tröll sem ég gerði. En það var ekki fyrr en ég var langt kominn með mitt tröll, að ég sá táknið í myndinni hans — bundnar hendur listamannsins, signar brár — nýtur ekki dýrðar hins nýja dags. Landslagið í myndinni áleit ég þá að væri hugmynd, svona til að fylla út í myndina eitthvert fjallalands- lag. Nú, tólf árum síðar, þegar ég sit við að skrifa þessa grein með myndina fyrir fram- an mig og er að velta því fyrir mér hvort þetta landslag muni vera úr fallega firðinum hans, Eyjafirði með Akureyri, þar sem hann ólst upp, og skyldi vera sjór á bak við tröll- ið? Nei, nú sé ég það allt í einu, þetta eru sömu hæðirnar og blöstu við í austri út um gluggann okkar. Rjúpnahæðin er við aðra öxl tröllsins, en Vífilsstaðahlíðin við hina. Ef tröllið væri ekki þarna þá sæist efst á Vífilsfellið í kvosinni milli hæðanna og Víf- ilsstaðavatnið í dalsbotninum. Grjóthrúgan er gluggakistan. Tröllið unga snýr þá bak- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.