Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 25

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 25
þess. Á tíu árum hafa húsakynni þessi og starfsemi margfaldast og vinna þar nú yfir 300 manns. Tilbúningur á pörtum í raf- magnsvélar er algengasta framleiðslan, en annars fer hún mikið eftir markaðshorfum á hverjum tíma. Afköstin eru meiri en í samskonar fyrirtækjum, sem eingöngu hafa í vinnu fólk án örorku, vinnuslys eru þar fá- tíðari og fjarvistir einnig. Fyrirtækið rekur ekki vistheimili, allir, sem vinna þar, búa annars staðar og sumir langa vegu í burtu, eins og gerist og gengur í stórborgum. Það þarf um sex stunda vinnuþol til að geta feng- ið vinnu hjá Abilities, en ekkert er spurt um afkastagetu í byrjun, og ekki þarf að hafa neina sérstaka starfsreynslu. Laun eru greidd í samræmi við það, sem gerist á sam- bærilegum vinnustöðum, og fara eitthvað eftir afköstum og starfsaldri. Þetta fyrirtæki hefur orðið stökkbretti fyrir marga út í al- mennan vinnumarkað, því að það er reikn- að til árangurs að ,,missa“ starfsfólk til ann- arra fyrirtækja, og oft eru það fyrirtæki, sem annars eru keppinautar Abilities um framleiðslumarkaðinn. Nýlega hefur fyrir- tækið sett upp rannsóknarstofu fyrir athug- anir á áhrifum erfiðis á líkamann og á vinnu- þoli með tilHti til ýmissa mismunandi teg- unda af vinnu. Notaðar eru við þessar at- huganir ýmsar nýtízkulegar aðferðir, t. d. útvarpsbylgjur. Notað er örlítið senditæki, sem sá, er prófa á, gengur með í vasanum. Inn í senditækið koma upplýsingar um á- stand líkamans, svo sem hraða hjartsláttar, öndun, útgufun svita o. s. frv., og sendir tækið þær jafnóðum frá sér, þráðlaust, og er tekið við þeim í móttakara í rannsóknar- stofunni, en fólkið er við vinnu sína á vinnu- stað. Móttakarinn er tengdur fjölritara, sem skráir niðurstöðurnar. Þetta fyrirkomulag gerir kleift að gera þessar nauðsynlegu at- huganir undir raunverulegum kringumstæð- um, þ. e. á fólki við raunverulega vinnu á raunverulegum vinnustað. Allt miðar betta að aukinni þekkingu á viðbrögðum líkam- ans við mismunandi störf, við mismunandi aðstæður og mismunandi mikið skerta lík- amsorku. Tölur um gildi endurþjálfunar. Að endingu vil ég láta hér fylgja nokkrar tölur, sem skýra vel frá gildi endurþjálfun- ar. Þær eru að vísu nokkuð gamlar (1949), en tala samt sínu máli. Athugun var gerð á árangri endurþjálfunar á 208 sjúklingum, sem dvöldu það ár á endurþjálfunardeild Bellevue-spítalans í New York. 90% höfðu að einu eða öðru leyti notið góðs af með- ferðinni. 18 gátu ekki lokið henni af ýmsum ástæðum, og séu þeir dregnir frá, hækkar talan upp í 97.7%. Fjöldi þeirra, sem voru algerlega rúmfastir eða voru allar stundir í hjólastólum minnkaði frá 67.8% niður í 32.2%. Fjöldi þeirra, sem gat lagt stund á einhverja vinnu jókst frá 18.3% upo í 59.6%, og fjöldi þeirra, sem ekki gátu veitt sér hina einföldustu sjálfsbjörg, lækkaði frá 63% niður í 18.3%. Haukur Þórðarson. Pabbi, má ég fá tepþið i kvöld? Reykjalundur 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.