Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 39

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 39
og viðkvæmt tilfinningamál og fylkti hann í eldmóði sínum mjög um sig liði í þessari vörn, sem öll var hin drengilegasta. Samtök sjúklinga í Kristneshæli — félagið „Sjálf- vörn“ var með vissum hætti óskabarn Hauks Frímannssonar. Mun hann hafa haft með höndum mörg af mestu trúnaðarstörfunum, er til féllu innan vébanda félagsins. Þannig var hann bæði í stjórn vinnustofu Kristnes- hælis og formaður Styrktarsjóðs sjúklinga. Alllengi átti hann sæti í stjórn „Sjálfsvarn- ar“ og var formaður félagsins frá 1957— 1960, að hann treystist ekki lengur til að hafa þau störf með höndum, vegna ört vax- andi vanheilsu. Síðasta árið, sem hann gegndi stjórnarstörfum, var hann löngum svo þjáð- ur, að mörgum myndi í hans sporum, ekki hafa fundizt stætt á skylduverði. En áhugi hans var óbilandi og trúmennska hans söm og fyrrum, þegar betur blés og bjartara var yfir. Sízt af öllu, myndi félagsskapurinn, sem Haukur Frímannsson var bundinn svo traustum böndum, hafa beðið hnekki við þann óhagstæða dóm, sem örlögin felldu yfir honum. Hann vann honum af trúmennsku og heilum hug, eins lengi og nokkrir möguleikar voru á. Fyrir þetta, sem önnur samskipti, færum við félagar Hauks heitins, honum alúðar- fyllstu þakkir og blessum minningu hans. Sú minning þrýstir fast á hugi okkar og ann- arra samtíðarmanna hans. Mótbyr mæddi Hauk Frímannsson fast, en hamingjan gaf honum líka dýrar gjafir, sem hann hefði sízt viljað að féllu í skugga. Og einhver mesta gæfa Hauks hefur efa- laust verið sú, er hann, ungur að árum, hlaut að lífsförunaut, Kristínu Björnsdóttur frá Nolli í Höfðahverfi. Hún er gædd í rík- um mæli bæði þreki og mannkostum, og hefur rækt hlutverk sitt — í gegnum blítt og strítt — í fyllsta samræmi við þær eigindir. Frá fyrstu stund til hinnar síðustu, var hún hinn góði engill ástvinar síns — óþreytandi í umhyggju sinni fyrir honum og öllu, sem þau unnu. Efnilegra og góðra barna og tengdabarna þeirra Hauks og Kristínar og bjartra Ijós- Reykjalundur geisla — barnabarnanna, ber líka að minnast í þessari kveðju. Frá þeim öllum stafaði yl, sem aldrei brást og birtu, sem brá ljóma yfir veginn, þótt lagður væri um svið ríkrar reynslu. — Guð blessi minningu Hauks Frímannsson- ar — og allt, sem hann unni heitast. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Guðmundur Dagsson F. 2. apríl 1899. — D. 13. ágúst 1962. Guðmundur Dagsson dáinn! Sú fregn var þungt högg fyrir félaga hans og vini í Kristneshæli, og alla þá, sem bezt þekktu hann og mest höfðu notið fjölþættra hæfileika hans og mannkosta. Sumir menn eru þannig gerðir, að þeir ylja upp umhverfi sitt og gefa því sérstakt gildi með blæ persónuleika síns. Þegar þessir menn leysa landfestar og leggja upp í ferð- ina þá, sem enginn snýr aftur úr, verður sjónarsviftir og sorg í ranni. Lífið teflir sín töfl með margvíslegu móti, sumir ganga beina blómabraut, öðrum er búið þyrnótt einstigi. Sorgir og sigrar skipt- ast þó oftast á og haldast löngum í hendur — og dómi dauðans fær enginn áfrýjað, — því að „til moldar oss vígði hið mikla vald / hvert mannlíf, sem jörðin elur.“ — Guðmundur Dagsson var fæddur 2. apríl 1899. Hann var ættaður frá Melrakkanesi í Alftafirði, kominn af traustum og góðum stofnum austur þar. Liðlega þrítugur að aldri missti Guð- mund heilsuna af völdum berkla, og fékk hana aldrei endurunna, svo að hann gæti horfið á ný út á starfsvettvang hins frjálsa lífs. Frá því árið 1931 var hann óshtið sjúkl- ingur í Kristneshæli og oft mikið veikur, langtímum saman, en fótavist mun hann hafa haft, þegar þess var nokkur kostur. S. 1. vetur hnignaði heilsu Guðmundar mjög og sína síðustu baráttu háði hann á sjúkrahúsi Akureyrar. Þar andaðist hann 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.