Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 38
Brostnir hlekkir
Haukur Frímannsson
F. 9. okt. 1903. — D. 10. febr. 1961.
Hann hét fullu nafni Björn Steinar Hauk-
ur Frímannsson, fæddur 9. október 1903.
Foreldrar hans, Sigríður Rósa Sveinbjörns-
dóttir og Frímann Þorvaldsson, bjuggu að
Ytri-Vík á Árskógsströnd. Þar ólst hann upp
í hópi systkina, við góða heimilishætti —
starf og ábyrgð í hita dagsins — gleði á
góðri stund. Alla stund var Haukur tengdur
átthögunum og ættmönnum og vinum þar,
traustum böndum.
En atvik féllu þannig, að síðustu árin
fékk hann aðeins notið þess í hlýju minning-
anna.
Mikinn hluta ævinnar bjó Haukur Frí-
mannsson við heilsubrest og frá 1948 var
hann óslitið sjúklingur í Kristneshæli. Á því
tímabili háði hann oft harða baráttu við
hinn erfiða sjúkdóm, og síðustu misserin
var hann löngum sárþjáður.
Andlát Hauks bar að þann 10. febrúar
36
1961. Þá veittist þreyttum manni sú hvíld,
sem hlaut að teljast miskunn, eftir því, sem
högum var komið. En sjónarsviftir var að
Hauk og tregi í hjörtum ástvina og félaga
eftir hann genginn. —
Þó að engin reynsla gangi yfir án vitnis-
burðar í einhverri mynd, og merkin eftir
eldskírnina hljóti að segja sína sögu, þá
munum við, sem þekktum vel Hauk Frí-
mannsson, hann ekki fyrst og fremst mót-
aðan af þrautagöngu um þyrnóttan stig,
heldur munum við hann lengst og Ijósast
sem hinn góða, glaða félaga. orðsnjallan og
ánægjulegan í viðræðu.
Við geymum í huga mynd glæsimennisins,
sem á beztu stundunum gneistaði af gleði og
skaporku, er hreif alla með sér.
Þegar Haukur naut sín, munu þeir hafa
verið fáir, sem ekki sóttust eftir návist hans
og fundu í henni yl og ánægju.
Að eðlisfari var Haukur skapríkur og við-
kvæmur tilfinningamaður og sótti fast að
settu marki. Hann var skarpgreindur, rökvís
og hugðnæmur og fljótur að átta sig á mönn-
um og málefnum. Vegna þessara hæfileika
var hann eftirsóttur til starfa og samvinnu,
enda um alllangt skeið einn af beztu for-
ystumönnum i félagsmálum sjúklinga í Krist-
neshæli.
Hvar sem hann kom fram fyrir þeirra
hönd, var hann ágætur fulltrúi, háttvís,
áhugsamur og félagslega þroskaðuv Fram til
hins síðasta fylgdist hann vel með því, se n
gjörðist í málum berklasjúklinga yfirleitt og
gladdist innilega af öllu, sem til heilla horfði
og vísaði til sigurs.
Áhugi hans fyrir því, að Kristneshæli
fengi að starfa áfram á þeim grundvelli, sem
það var upphaflega reist — var heitur og æ-
vakandi. Hann barðist — einn gegn mörgum,
fast og af fyllstu heilindum gegn hugmynd-
um, sem hnigu í þá átt, að láta Kristneshæli
skipta um hlutverk. Var honum þetta mikið
Reykjalundur