Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 20

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 20
getur aftur hafið störf, sjálfum sér og sín- um til framdráttar. Að vísu getur því marki ekki verið náð í öllum tilfellum, en það er hins vegar afar mikilvægt fyrir alla aðilja, að vinnugetan sé könnuð til hins ýtrasta, að hún sé aukin, ef þess gerist nokkur kost- ur, og að hún sé nýtt til fullnustu á almenn- um vinnumarkaði, eða, ef þess gerist þörf, — á sérhæfðum vinnumarkaði. Það er kostnaðarsamt að halda uppi full- kominni endurþjálfunarþjónustu, en samt borgar það sig fyrir þjóðfélagið frá beinu fjárhagslegu sjónarmiði, því að sá kostnaður kemur til baka. Það munar miklu fyrir þjóð- félagið, hvort persóna er á örorkubótum ár eftir ár, eða þess í stað stundar arðbæra vinnu, framfleytir sjálfum sér og sínum og greiðir þar að auki skatta til ríkis og bæjar. Athuganir í mörgum löndum hafa sýnt þetta, að hver sá eyrir, sem eytt var til endurþjálf- unarstarfsemi, kom margfalt til baka. Lœrt ad' ganga i annað sinn. ' Q Hvernig endurþjálfun fer fram. Til þess að gera sér grein fyrir því, á hvem hátt endurþjálfun fer fram, er bezt að íhuga dæmi. Það má hugsa sér mann um fertugt, sem stundað hefur vinnu á sjó, og verður fyrir meiðslum í baki, sem leiða til skemmda á mænu, sem svo aftur orsaka lömun í ganglimum. Þegar í upphafi skapar slysið læknisfræðilegt og hjúkrunarlegt vandamál. Þegar séð hefur verið fyrir því á tilhlýðilegan hátt, þá er hér um að ræða fertugan sjómann, sem hefur lamaða vöðva í ganglimum. Ef hann dveldi upp frá því í rúrni sínu, á hjúkrunarheimili eða eigin heimili, yrði ævi hans ekki löng, því að afar líklegt væri, að truflun hefði allt eins skap- azt á ýmissi lífsnauðsynlegri starfsemi lík- amans, svo sem útskilniði þvags, og ýmislegt annað mundi upp koma, svo sem legusár á hina lömuðu útlimi. Það þarf því að koma þessum manni á hreyfingu, koma honum úr rúmi sem fyrst, til dæmis í hjólastól. Það þarf að kenna honum að komast sjálfur úr rúmi í stól, svo að hann sé ekki upp á aðra kominn með það. Til þess þarf hann sterka handleggi, og þá hjálpa æfingar, sem miða að því að gera handleggjavöðva sterkari. Þá þarf að ganga endanlega úr skugga um, hvaða vöðvar á ganglimum eru lamaðir, eða hvort allir séu lamaðir. Oft leynist einhver máttur í fáum vöðvum eða í hluta einhvers eða einhverra vöðva. Þessa vöðva þarf að æfa upp eins mikið og kostur er, gera þá sterkari og þolnari, því að þeir geta komið að miklum notum. Ef skemmdin hefur ekki orðið of ofarlega í mænu, þarf að gera þess- um manni spelkur, öklaspelkur, hnéspelkur og/eða mjaðmarspelkur, allt eftir því, hvað við á. Það þarf að kenna honum að setja þessar spelkur á sig sjálfur, kenna honum að reisa sig upp á þeim, kenna honum að standa á þeim, kenna honum að ganga á þeim, með aðstoð stafa eða hækja. Það fer í það mikil líkamsorka að ganga með spelkur, svo að vera má, að þessum manni reynist það eins gott til lengdar að komast ferða sinna í hjóla- stól, og hafa spelkur við höndina að nota við sérstök tækifæri. Þessi maður þarf að læra Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.