Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 19

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 19
HAUKUR ÞÓRÐARSON, læknir: Endurþjnlfun Hækkandi meðalaldur. Það hefði mátt búast við því, að líkam- leg og andleg örorka meðal fólks mundi stórum minnka samfara bættum heilbrigðis- háttum almennt, en svo hefur í rauninni ekki orðið. Ekki er þetta eins mótsagna- kennt og í fljótu bragði virðist. Hækkandi meðalaldur, betri varnir gegn sjúkdómmn og aukin björgun á mannslífum yfirleitt eftir sjúkdóma og slys hafa skapað ný viðhorf og samfara þeim ýmis vandamál, m.a. hækk- andi tölu öryrkja. Orðin „örorka“ og „öryrki“ eru tiltölu- lega ný í almennu, íslenzku máli, og er ekki grunlaust, að fólk leggi nokkuð misjafna merkingu í orðin. Hvað sem segja má um skilgreiningu þeirra, þarf öllum að vera ljóst, að þau eru ekki nauðsynleg samnefni við skort á starfsgetu eða áreiðanleika í sambandi við vinnu. Það reynist svo í mörg- um, en e.t.v. ekki öllum tilfellum, að draga má mikið úr takmörkun vinnugetu. Til þess að því marki verði náð, verða sjúklingar oft- sinnis að fara í gegnum langa og stranga endurþjálfun og aðra nauðsynlega meðferð, og auk þess verður þjóðfélagið fyrir sitt leyti að sýna viðkomandi aðiljum vissan skilning. Venjulega þarf sá skilningur ekki að koma fram sem sérstöðuástand innan þjóðfélagsins, heldur fremur sem dálítið for- dómaléttari hugmyndir um þessi mál. Það er auðskilið, að hækkandi meðalaldur fólks hefur skapað ný viðhorf í heilbrigðis- málum. Síðan um síðustu aldamót hefur meðalaldurinn hækkað um 20 ár, frá um 50 árum upp í nálega 70 ár. Þessi hækkaða Revkjalundur hlutfallstala eldra fólks eykur tíðni kvilla og sjúkdóma, sem þeim aldursflokki til- heyrir, og það er einmitt svo, að þeir kvillar orsaka tíðum einhverja líkamlega örorku. Slys eru sennilega ekki tíðari nú en fyrir t.d. 50 árum, en þau eru alvarlegri og meiri nú til dags, vegna aukinnar véla- og bif- reiðanotkunar. Og fleiri mannslífum er bjargað frá dauða nú en áður eftir slys. Einnig virðist örorka vegna truflana á sál- arlífi fara vaxandi. Hver eyrir kemur margfalt til baka. Þannig er ýmislegt, sem stuðlar að því að viðhalda og jafnvel hækka tölu öryrkja, þrátt fyrir stórstígar framfarir í heilbrigðis- málum. Þjóðfélaginu ber skylda til að sjá fyrir öryrkjum sínum á fullkomnasta hátt. Það fer fjarri því, að bezta endanlega lausn- in sé sú, að greiða þeim örorkubætur mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, og telja þá aðeins til þjóðfélagsins sem bótaþega fyrir lífstíð. Allir sjá, að það er óheppileg lausn málsins bæði þjóðfélaginu og viðkomandi einstakl- ingum. Endanlegu markmiði lækningar er í rauninni ekki náð, fyrr en sjúklingurinn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.