Reykjalundur - 01.06.1962, Page 45

Reykjalundur - 01.06.1962, Page 45
ÞaS getur vel verið, að bræður mínir fari alls ekki til þeirra. En gömlu hjónin bíða og bíða og koma svo að lokum til okkar og segja: „Takið okkur að ykkur, Kusjka!“ Ein- hvern veginn er það svo, að foreldrarnir vilja hel'zt vera hjá yngstu börnunum.“ „Þá förum við þangað saman,“ stakk kon- an upp á. „Ef við förum bæði, tekst okkur áreiðanlega að koma þeim fyrir hjá Awdej eða Nikolai...“ Skömmu síðar hélt gleðin innreið sína í kofa Stefáns Drobyschs. Synirnir þrír komu allir með konur sínar. Þau litu út eins og á myndunum: Falleg andlit, hraust og vel á sig komin. „Hvað sagði ég ekki, gamla mín?“ sagði Stefán hróðugur. „Þau koma, sagði ég. Og nú eru þau komin ..!“ Gamla konan gat naumast greint andlitin á börnunum sínum, svo var sjónin farin að daprast. Og tárin gerðu henni erfiðar um vik. En það voru þægileg tár, gleðitár .. . All't það bezta, sem til var í kotinu, var borið fram. Menn fengu sér glas og skáluðu. Stefáni Drobysch fannst hann hafa yngzt um meira en tíu ár. Hann talaði án afláts, gerði að gamni sínu og klappaði á krafta- legar axlir sona sinna með breiðum höndun- um, sem þó höfðu séð sinn fífil fegri. En synirnir voru ekki sérlega glaðlegir. Þeir horfðu óþolinmóðir hver á annan og biðu einhvers og var órótt. . . „Jæja, pabbi, við erum komnir! Eigum við þá ekki að tala um nýja verustaðinn ...“ Stefán stanzaði í miðri setningu, minnt- ist skyndilega einhvers og varð enn glaðari: „Þið, elsku börnin mín! Þið, fálkarnir mín- ir. Fyrirgefið mér gömulum bragðaref þetta litla grín. Okkur hefur aldrei dottið í hug að selja kofann okkar og flytja í burtu. Okk- ur langar einfaldlega að sjá ykkur öll saman og spjalla við ykkur. Eg einsetti mér að lokka ykkur hingað með smá brellu. Þá kæmu börnin okkar, fálkarn- ir okkar, fljúgandi og bæru okkur á vængj- um sínum í nýju hreiðrin. Nú, og sú varð líka raunin á ...“ Stefán var svo hrærður, að tárin tóku að streyma niður kinnar hans. Reykjalundur Gleðin gagntók synina líka. Breitt bros færðist yfir andlit þeirra. Þeir urðu skraf- hreifir og fóru að hlæja ... „Og af hverju skylduð þið ekki flytja til okkar?“ sagði Nikolai og gat ekki stillt sig. „Flytjið bara til okkar ...“ Awdej greip fram í fyrir Nikolai: „Það fer ekki sem bezt um þau hjá þér: „Fjögur börn og auk þess ... Flytjið heldur til okk- ar...“ Kusjma gat heldur ekki setið á sér. „Hald- ið þið kannske, að þið mynduð kunna við ykkur í bænum? Nei, komið heldur til mín á ráðstjórnarbúið ...“ „Látið ekki svona, börnin mín! Svo sann- arlega þurfum við ekki að flytja. Og hvers vegna skyldum við vera að því? Nú voru aðeins gleðinnar börn í þessu koti. Hver og einn var glaður á sína vísu. Svo margvísleg eru tilefni mannlegrar gleði. Michassj Michailowitsch Penkrat.

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.