Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 29

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 29
l>egar á þeim tínia var mikil starfsemi komin á fót, sem byggðist sumpart á skerfi sjálfboðaliða og sumpart á skerfi bæjarfélaga. Ríkið tók einnig mikinn þátt í þessu, einkum með stuðningi við hina svokölluðu ,,sér- hjálp" (særforsorg) fyrir þá, sem verst voru staddir, gcðveikir, vangefnir, blindir, heyrnarlausir, flogaveik- ir o. fl. Bæði starfrækti það hæli og heimili, og einnig veitti það fjárhagsaðstoð. Auk hjálparinnar fyrir blinda, lieyrnarlausa og van- gefna, var endurhæfing öryrkja koinin mjög vel á veg, einkum fyrir tilstilli sjálfseignarstofnunarinnar Sam- fundet og Hjemmet for Vanföre, sem með árunum iiafði komið mikilli endurhæfingarstarfsemi á fót. Þessi stofnun hafði yfir að ráða tveim sjúkrahúsum, þar scm sérfræðingar í bæklunarsjúkdómum störfuðu, liania- skólum, æfinga- og þjálfunarstöðvum, vinnustofum o. s. frv. Öryrkjafélögin höfðu einnig umfangsmikla endur- hæfingarstarfsemi með höndum, bæði með því að rcka tilraunavinnustofur og venjulegar vinnustofur. Samtök sjúklinga lujfðu einnig með höndum umfangsmikla starfsemi bæði læknisfræðilega og atvinnulega, fyrir til dæmis berklaveika gigtarsjúklinga, flogaveika o. fl. Sjálfboðaliðar brugðust. Sú stofnun sem samræma átti alla þessa endurhæf- ingarstarfsemi, var Örorkumatsrétturinn, sem heyrði Iteint undir félagsmálaráðuneytið, og sem attk þess að sjá um endurhæfingarmál. skar úr um rétt til örorku- bóta o. fl. Augljósasti gallinn á þessu kerfi var að allt heyrði þetta undir Örorkumatsréttinn í Kaupmanna- höfn. Það liggur í augum uppi, að þótt haft væri erind- rekakerfi voru miklir vankantar á þv/ að skera úr um atvinnuvandamál fólks, sem ef til vill bjó í 4-500 kíló- metra fjarlægð frá Kaupmannahöfn, á stöðum þar sem atvinnumöguleikar voru allt aðrir en í Kaupmanna- höfn. Rétturinn ltafði ekki djúptæka þekkingu á at- vinnuháttum í hinuin ýmsu héruðum landsins. Þörfin var þess vegna mjög knýjandi að dreifa stjórninni meira. Við þetta bættist, að hugtakið endurhaifing hafði ekki náð að festa rætur nema að litlu leyti meðal fólksins þrátt fyrir mikla viðleitni þeirra sem hlut áttu að máli til þess að útbreiða skilning og þekkingu á atvinnuvandamálum fatlaðra. Árið 1952 sagði Henning Friis, núverandi forstöðu- maður félagsmála rannsóknarstofnunarinnar í Dan- rnörku, í umræðuin um framlag sjálfboðaliða til félags- rnála: „Eitt af þeim sviðum, þar sein þörf er tnikil nú á límum á framlagi sjálfboðaliða, er lausnin á vandamál- mn varðandi vinnu fyrir fatlaða og fullorðið fólk. En þessi vandi verður æ meira aðkallandi. Ef hér verða ekki gerð stórátök af sjálfboðaliðum, til að fá atvinnu- veitendur til að líta á þetla sem þjóðfélagslega skyldu sína þá kernur fyrr eða síðar að því að grípa verður til lagasetttingar, eins og gert hefur verið í Englandi." Átta árum síðar voru lögin um endurhæfingu sett. Það skeði sumpart vegna þess að sjálfboðaliðar utan raða fatlaðra brugðust og kannski aðallega vegna þess, að fram til þess tíma hafði ekki tekizt að vekja áhuga aðilanna tveggja á vinnumarkaðinum — vinnuveitenda og verkamanna. Þetta ber ekki að skilja svo, að ekki hafi verið hægt að fá leiðtoga til að skrifa undir ávörp og þess háttar, heldur vegna þess að hin góðu áform vildu gleymast í dagsins önn. Árið 1952 nefndi Henning Friis löggjafarleiðina, sem siðasta úrræði, hann vissi vel að það gat falið í sér mikla ágalla að koma opinberri stjórn á, á sviði þar sem persónulegt, raannlegt og einstaklings framlag hafði ráðið svo miklu. Einkastofnanir geta eins og kunnugt er skorið sér frjálsari stakk hvað starfssvið snertir en opinberar, og í vissum tilfellum geta þær meira að segja gefið einstaklingnum vald til að ákveða eftir eig- in dómi, án þess að þurfa að taka tillit til hinna þreyt- andi hugtaka, scm nefnd eru fordœmi og venja, og oft skera yfirvöldum svo þröngan stakk. Óttinn við að úrskurður í ein einstöku máli hafi það í för með sér að aðrir, sem líkt er ástatt unt, krefjist strax sama réttar sér til handa, veklur oft neitun í til- fellum þar sem hver einstakur embættismaður hefði gjarnan viljað segja já. Þetta vandamál blasti við þegar farið var að undir- búa löggjöfina um endurhæfingu. Menn voru í þessu sambandi fyrst og fremst hræddir um að sú starfsemi sem þegar var komin á fót, og hafði komið mörgu góðu til leiðar, niundi einhæfast um of. Sérstaklega þó skerfur þeirra einstaklinga er stóðu fyrir endurhæf- ingarstarfseminni. Menn vildu ógjarna, að í hans stað kæmi einhliða starfsemi, en þannig, töldu opinberir aðilar, yrði það að vera til þess að allir nytu sömu kjara. Nú er það langt í frá, að menn hafi óskað að slík starfsemi ætti að byggjast á gæzku og framlögum einstaklinga að mestu leyti. Heildarlínur dregnar. Við höfum aðeins liaft löggjöf um endurhæfingu í tvö ár, við höfum ekki iðrast þess að hún var sett og það var gert með samkoinulagi allra stjórnmálaflokka meira að segja. í vissum atriðum hafa lögin ef til vill haft í för með sér dálitla afturför. En í meginatriðum hafa lögin skapað okkur grundvöll, sem hefur verið ómetanleg fyr- ir starfsemi okkar. Endurhæfingarlögin eru byggð upp sem „rammalög", það er að segja, liig þar sem heildarlfnur eru dregnar, Reykjalunduk 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.