Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 40
þann 13. ágúst s. 1. Hann sýndi mikið þrek
í þrautum þessa þrjátíu ára sjúkdómsstríðs,
en var að vonum orðinn þreyttur og feginn
að fá lausn, þegar yfir lauk.
Þannig er í fáum dráttum hin ytri saga
þessa drengilega og sérstæða hæfileika-
manns, er svo var gerður á allar lundir, að
hann gleymdist aldrei þeim, sem eitt sinn
þekktu hann.
„Gull skírist í eldi‘f. Guðmundur Dagsson
undirstrikaði þann sannleika með öllu lífi
sínu. Það er á einskis færi að fullyrða hverju
marki hann hefði náð, hverja sigra hann
hefði unnið, ef hann hefði getað neytt allra
hæfileika sinna og óskertrar starfsorku, en
efalaust myndi því rúmi hafa verið vel
borgið, sem hann skipaði, og sæmdarauki að
honum, hvar sem var.
Veikur um áratugi, fangi innan fjögurra
veggja heilsuhælis, skóp hann sér þann orð-
Guðmundur Dagsson var úrvalsmaður að
stír, sem alltaf mun lifa í vitund vina hans.
allri gerð og fæddur höfðingi, án þess að
vita af því sjálfur. Hann var svo hlédrægur
maður, að hæfileikar hans nutu sín stund-
um ekki fyrir það, eins vel og æskilegt
hefði verið. En yfirlætisleysið var honum
áreiðanlega í blóð borið, svo eðlilegt var það
og háttvíst.
Guðmundur Dagsson var dverghagur mað-
ur, ólærður þúsund þjala smiður, án efa
efni í ósvikinn listamann. Hagleikurinn, hug-
vitið og hugulvirknin munu hafa verið á
meðal vöggugjafa hans. Guðmundur vann
líka í höndum sér, hvenær, sem hann fékk
því við komið ,og ótaldir eru þeir hlutir, úr,
klukkur og annað þvílíkt, er urðu sem nýir
eftir að hann hafði farið um þá höndum.
Nutu margir, innan hælis sem utan, góðs af
þessari gáfu Guðmundar, sem jafnan tók vel
sérhverri bón um liðveizlu og bætti um,
sem bezt mátti verða. Fyrir þetta sem svo
margt á verklega sviðinu varð Guðmundur
mjög eftirsóttur og með öllu ómissandi —
stofnuninni og ýmsum fleirum, og fór þetta
orð víða.
Guðmundur var einnig mjög vel gefinn til
bókar, góður skrifari og glöggur reiknings-
maður og hneigður fyrir fróðleik. Hann las
38
allmikið og' hlýddi á útvarp, er færi gafst
og fylgdist vel með málum þeim, sem efst
voru á baugi á hverjum tíma, og hafði
ánægju af að ræða þau og hugleiða.
Guðmundur var hlýr í viðmóti og við alla
jafn, ætíð. Hann var gæddur ríkri kímnigáfu
og var löngum gamansamur og léttur í máli
og oft skemmtilegur í tilsvörum. En alvöru-
maður var hann einnig, heilhuga og hjarta-
hlýr og svo traustur og æðrulaus, sem mest
mátti verða. Munu margir af félögum hans í
langri hælisvist hafa hlotið mikinn styrk frá
stillingu hans og sterkri og heilsteyptri skap-
gerð og þá einnig frá skilningi hans og góð-
vild, sem engum brást. — Guðmund virtu
allir og vilji hans varð að óskráðum lögum.
Guðmundur Dagsson hafði jafnan mikil af-
skipti af félagsmálum sjúklinga í Kristnes-
hæli. Það lætur að líkum, að jafn vel gerður
maður og hann, hafi ekki komizt hjá því,
að vera kjörinn til trúnaðarstarfa þeirra á
meðal.
Guðmundur lagði jafnan gott til allra mála
og var allt í senn: raunsær, rökfastur, skiln-
ingsríkur og góðgjarn — og trúmennska
hans var það bjarg, sem aldrei brást. —
Við félagar Guðmundar Dagssonar, gjör-
um okkur Ijóst, að við höfum misst mikinn
höfðingja úr hópi okkar og hans auða sæti
verður vandfyllt. Þegar dánarklukkurnar
hringdu yfir honum, brast dýr hlekkur, sem
seint verður bættur.
Það verður erfitt að hugsa sér Kristnes-
hæli án Guðmundar Dagssonar. Um það
rnunu allir, sem til þekkja, á einu máli.
Eftirsjá vina hans og félaga er einlæg og
sár. En þegar mikils er að sakna, hefir verið
mikið að missa, þá er og löngum einnig
margt margt að þakka og það er auður, sem
ekki fellur að gildi.
Það er auðlegð og rík auðna í því fólgin
að hafa kynnzt manni eins og Guðmundi
Dagssyni.
Við kveðjum hinn látna félaga og vin
með heilhuga þökk og biðjum honum bless-
unar Guðs í bjartari heimi.
Minning hans er sá bjarti geisli, sem engir
skuggar dylja.
Jórunn Ólafsdóttir
Reykjalundur