Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 6
Þeir huöttu rnig og atra unglinga
til náms
Rætt við Elís Kristjánsson húsa-
smíðameistara, sem fyrstur manna
fékk iðnréttindi eftir nám að
Reykjalundi.
Fyrsti vistmaður að Reykjalundi,
sem útskrifast þaðan með full iðnrétt-
Í7idi eftir að hafa lœrt þar að öllu
leyti — bóklega og verklega —, er Elis
Kristjánsson, husasmíðameistari. Ég
hitti Elis að máli á heimili hans,
Vindási á Seltjarnarnesi. Elís er fœdd-
ur á Arnarnúpi i Dýrafirði árið 1926,
kona hans er Anna Óskarsdóttir og
eiga þau tvö börn, 8 ára og 11 ára.
Anna var einnig vistmaður á Reykja-
lundi og áttu þar sitt fyrsta heimili
saman.
— Hvaða vinnu hafðirðu stundað, Elís,
áður en þú komst að Reykjalundi?
— Eg var alinn upp í sveit, en eins og
flestir Vestfirðingar byrjaði ég snemma á
sjónum — það þótti enginn maður með mönn-
um, sem ekki var kominn til sjós á ferming-
ardaginn. Næstu árin var ég svo á bátum
fyrir vestan og síðan á togurum hér, hef lík-
lega ætlað mér sjómennskuna sem ævistarf.
— Svo verður þú fyrir veikindum?
— Já, það var um vorið 1946, að ég veikt-
ist af berklum í lunga, ég var þá á Júpíter
með Bjarna Ingimarssyni. Eg vildi ekki fara
á Vífilsstaði, þá voru í rauninni allir hrædd-
ir við berkla, og mér fannst það eins og að
fara í gröfina, en kannski hefur verið í mér
óhugur, af því að kunningi minn sem einnig
var sjómaður hafði þá nýlega dáið þar. Ég
átti gott heimili fyrir vestan og lá þar, en
gekk seint að batna. Haustið 1947 var svo
ákveðið að ég færi á Reykjalund.
— Hvernig var þá umhorfs þar?
— Ég hafði varla heyrt Reykjalund nefnd-
an, vissi aðeins, að hann var í Mosfellssveit,
en hélt að þar væri bara aðrir Vífilsstaðir.
Þá var Reykjalundur svo til nýlega tekinn
til starfa, og ég var settur í stóra húsið —
eins og það var kallað — þar til annað losn-
aði, og varð að flytja herbergi úr herbergi
eftir því sem málað var og dúklagt.
— Þú hefur strax farið að vinna?
— Já, á Reykjalundi verða vistmenn að
vinna minnst 3 stundir á dag. Ég fór að vinna
við smíðar og hafði þó varla haldið á hamri
áður.
— Hvenær byrjar þú svo að læra?
— Mér hafði að sjálfsögðu ekki komið til
hugar neitt nám í sambandi við dvölina á
Reykjalundi, fór þangað einungis til að fá
bata og bjóst við að hverfa aftur að sjó-
mennsku, ef ég fengi heilsu til þess. En ráða-
menn á Reykjalundi hvöttu mig og aðra ung-
linga til náms, svo að við gætum haft not af
tímanum á Reykjalundi til að búa okkur
undir lífsstarfið.
—Síðan ferðu í Iðnskólann að Reykjalundi.
— Já, ég var nú satt að segja hálf tregur
til þess, taldi það alveg vonlaust að ég gæti
staðið mig, því að ég hafði ekki annan und-
irbúning en barnaskólapróf. En þeir Oddur
Olafsson yfirlæknir og Hjörtur Kristjánsson
trésmíðameistari, sem stjórnaði verkstæð-
inu, voru óþreytandi að hvetja mig. Mér var
ekki ljóst þá hve mikilsvert það yrði fyrir
mig síðar að geta notað tímann á Reykja-
lundi til náms og fá full réttindi sem iðnað-
armaður.
4
Reykjalundur