Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 51

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 51
auk þess sem honum var fengið það auka- starf að stofna og kenna við fyrsta lækna- skóla á Islandi og stofna fyrstu lyfjabúð á Nesi við Seltjörn. Við hljótum með lotningu að blessa minningu allra þeirra vísinda- manna læknisfræðinnar, sem hefur tekizt að ráða gátur og finna varnir gegn margvísleg- um og hryllilegum sjúkdómum mannanna á þessari jörð, enda þótt úrræði þeirra hafi enn ekki náð til alls mannkyns vegna fátækt- ar, vanþekkingar og fordóma frumstæðustu þjóða. En lítum aðeins á okkar eigin sögu. Við óttumst ekki lengur svartadauðann, sem á árunum 1402 til 3 velti þriðjungi þjóðarinn- ar í gröfina; ekki heldur bólusóttina, sem árin 1707 til 8 deyddi 18 þúsundir manna. Danskur maður, dr. Edward Ehler að nafni, vakti þvílíkan storm gegn holdsveikinni á íslandi að það leiddi til róttækra aðgerða. Við eigum bræðraþjóð okkar, Dönum, dr. Ehler og dönskum Oddfellowurum að þakka fyrir það, að þessi hryllilegasti allra sjúk- dóma lét svo fljótt undan síga og ógnar okk- ur ekki lengur. Sigur er unninn á sullaveik- inni. Barnaveikin, difteritis, sem stundum lagði öll börn sumra heimila samstundis á líkfjalirnar, er nú orðin viðráðanleg; sömu- leiðis lungnabólgan, sem öldum saman var hinn skæðasti sjúkdómur. Þetta allt sé ég af sjónarhæð minni. Þetta sjáum við öll, ef við aðeins gefum okkur tóm til að horfa og hugleiða. III. Og nú kem ég aftur að því atriði þegar þjóðin öll tekur að rísa til víðtækra og vax- andi samtaka í baráttunni gegn böli sjúk- dómanna, þegar samtök mannvinanna í land- inu taka höndum saman við stjómarvöld og heilbrigðisyfirvöld og knýja fram raunhæf átök til mikilla afreka. Ég held að sá áfangi hefjist laust eftir aldamótin, þegar Oddfell- owar hér á landi undir forustu Guðmundar Björnssonar landlæknis stofna Heilsuhælis- félag íslands og reisa Vífilsstaðahæli árið 1910. Síðan rís ein alda af annarri á þeim sama vettvangi, eins og ég gat um áður og okkur er öllum vel kunnugt. Langt er síðan Reykjalundur íslenzkir mannvinir hófu samtök sín til þess að varpa geislum mannúðar og hjálpfýsi á götu blindra manna. Og langt er síðan kon- urnar í landinu risu upp til samtaka baráttu gegn sjúkdómsþjáningunum, örbirgðinni og umkomuleysinu, til slysavarnanna og margs konar Mknarstarfsemi. Og nú á síðustu árum hafa risið nýjar öldur við hlið SÍBS til þess að leysa sárasta vanda lamaðra og fatlaðra, vangefinna barna og fleira mætti telja af líku tagi. Og nú kem ég aftur að reiðgötunum, sem ég minntist á áðan, þar sem liðnar kynslóðir hafa markað samreiðir sínar í svip landsins. Öllum þessum samhliða líknarsamtökum þjóðarinnar má líkja við þessar fornu götur. Gata berklavarnanna er elzt og dýpst. Sam- tök okkar sem hér höldum 13. þing SIBS eru enn í þessari dýpstu götu. En við hlið- ina á henni hafa aðrar markast, ein af ann- ari, sem allar stefna í sömu átt og að sama marki, þar sem mannkærleikurinn er að verki til hjálpar og líknar gegn þjáningum og böli í heimi mannanna. Ég hef raunar ekki enn minnst á Krabba- meinsfélag Islands. Krabbameinið ógnar okkur nú mest allra sjúkdóma. En vísinda- mennimir hafa enn ekki ráðið gátu þess til hlítar. Samtökin eru hafin til þess að styðja og efla þær rannsóknir. IV. En ég sakna einnar götu. Ég hef kosið að taka hér til máls til þess að þakka og róma samtök okkar og önnur þeim skyld. En eink- um hef ég kosið að hefja upp raust mína, til þess að kvarta yfir því að ég sakna einnar götu. Þar eru, sem komið er, engin spor Mkn- arsamtaka mörkuð, engar nýtilegar aðgerð- ir heilbrigðisyfirvalda uppi á baugi, svo kunnugt sé. Ég á hér við hinn stóra hóp manna, kvenna og karla, sem þjást af marg- víslegum taugasjúkdómum. Ég held að engir menn í þessu landi eigi við jafn hörmuleg kjör að búa og þeir, sem þjást bæði á sál og líkama, vegna þess að taugakerfi þeirra hefur brotnað niður. Sjúk- dómar þeir, sem almennt nefnast „tauga- veiklun", hafa í för með sér margvíslegar 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.