Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 31

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 31
störfin til fulls á við heilbrigða. I'essi reglugerð hefur ekki enn verið sett. l>að er fyrst og fremst vegna þess, nð í Danmörku liefur tala atvinnulausra ekki verið nerna um 1% síðustu ár, og því hefur ekki vcrið þörf á sérréttindum til handa öryrkjum. í raun og veru horfa málin þannig í dag, að ef við getum endurhæft mann þannig, að hann nái 60—70% af starfsorkn heil- brigðs manns, þá er vandalaust að útvega vinnu. Síðasta svið endurhæfingarlaganna, sem ég minnist liér á, er um skipulagningu cndurhæfingarstarfsem- innar. Framkvæmd laganna lieyrir undir Félagsmálaráðu- neytið og þannig er ráðherrann æðsti vfirmaður endur- hæfingarstarfseminnar. Sér til ráðuneytis hefur hann — við ýmis atriði eins og stuðning við endurhæfingarstofnanirnar — ráð skip- að mönnum, sem cru fulltrúar þeirra, sem hagsmuna hafa að ga ta í endurhæfingarstarfseminni, eins og til dæmis fulltrúum fjármála- og félagsmálaráðuneyta, vinnuþega og vinnuveitenda, lækna, sveitarfélaga, end- urhæfingarstofnana og félaga öryrkja. Þetta ráð ásamt ráðherranum er æðsta ráð endurhæfingarstarfseminnar. Þar fyrir utan eru svo f hverju amti, en þau eru 22, og þannig í Kaupmannahöfn, nefndir, sem annast mál- in á hverjum stað. Eins og til dæmis samstarf við spítala, félagsmálaskrifstofur, stéttarfélög o. fl. Eg var sjálfur þeirrar ánægju aðnjótandi þangað til ég varð yfirborgarstjóri, að vera meðlimur í þessu ráði og formaður endurhæfingar nefndarinnar í Kaup- mannahöfn. Þannig hef ég verið með í að samhæfa og auka endurhæfingarstarfsemina á Kaupmannahafn- arsvæðinu. En þar höfum við nú yfir að ráða um það bil 20 ýmiss konar endurhæfingarstofnunum. Við höf- um tvö vinnuheimili fyrir þá, sem eru alvarlega fatl- aðir og þá, sem fengið hafa lömunarveiki. Og við höf- um einnig lagt á ráðin um sérstakt vinnuheimili fyrir þá, er búa við sálræna fötlun. Þar að anki höfum við starfsprófunarstöðvar, þjálfunarstöðvar kennslustöðv- ar og nokkrar sérþjálfunarstöðvar. Nú getum við end- urhæft 600—700 manns árlega og gert um 350 kleift að stunda „vernduð" störf. Hvað þetta síðasta áhrærir, þá höfum við enn ekki fullnægt þörfinni, en þess verður ekki langt að bfða. Hvað stjórnarfyrirkomulagið snertir, þá er landinu skipt í 12 svæði, og á hverju svæði er ein endurhæf- ingarmiðstöð, sem við köllum. En það er ríkisskrif- stofa, sem sér um alla samræmingarstarfsemi og heim- sóknarstörf, og sem einnig veitir aðstoðina meðan á endurhæfingu stendur. Félagsleg læknisfræði. Til þess að þið getið gert ykkur nokkra hugmynd um starfsemina, og kannske vankantana á henni líka, Reykjalundur ætla ég að nefna nokkrar tölur frá fyrsla starfsári end- urhæfingarmiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn. Þessar tölur frá endurhæfingarmiðstöðinni í Kaup- mannahöfn gefa nokkra liugmynd um þörfina sem fyr- ir liendi er á endurhæfingu. Miðstöðin var opnuð 1. apríl 1961 og þar til 1. apríl 1962 var vísað þangað cða komu af sjálfsdáðum 3550 manns, sem álitið var að hefðu þörf fyrir endurhæfingu með tilliti til at- vinnu. Okkur brá í brún við þennan fjölda, því að á undanförnum árum höfðu ekki gefið sig fram nema 7—800 manns árlega á hinum sérstöku skrifstofum fyr- ir fatlaða, sem störfuðu í sambandi við vinnumiðlun- arskrifstofur. Starfslið miðstöðvarinnar var að miklu leyti nýtt og ekki reynslumikið við þetta starf, og ekki nógu fjöl- mennt til að sinna öllum þessum fjölda. Þar eð við getum ekki ímyndað okkur, að 3.500 muni koma ár- lega eftir þetta, var starfsliðið að vísu aukið nokkuð, en þó ekki svo, að það gæti annað afgreiðslu 3500 manns á ári. Nú eru um það bil 25 starfsmenn á skrifstofunni i Kaupmannahöfn, endurhæfingarleiðbein- endur, skrifstofufólk og auk þess starfa þar 6 ráðgef- andi læknar, hver þeirra starfar þar 10—20 stundir á viku. Þessi læknaþjónusta nær yfir mörg sérsvið, svo sem fysiurgi, sálkönnun, félagslega la’knisfræði og lyf- læknisfræði. Að lifa eðlilegra lífi. Starfstilhögun hinna leiðbeinendanna er þannig, að leiðbeinendur um endurhæfingu hafa með að gera at- vinnuvalið, með tilliti til þeirrar endurhæfingar, sem fram hefur farið, en vinnuleiðbeinendurnir hafa þann starfa einn, að útvega þeim endurhæfða starf við sitt hæfi. Við eruin ekki alls kostar ánægð með þessa skipt- ingu, en ég vona, að úr því levsist, þegar lögin verða tekin til endurskoðunar árið 1965. Svo að við snúum okkur að þessuin 3550, þá höfum við að nokkru leyti fundið skýringuna. Möguleikar á cndurhæfingu voru ekki nærri eins góðir og þeir eru í dag. þeir voru heldur ekki nógu vel kunnir. hvorki meðal örvrkianna sjálfra né heldur lækna og vfirvalda, sem öryrkiarnir voru í sambandi við. Skfringin cr ef til vill að nokkru fólgin í því hvernig atvinnuástandið í landinu er. Þar sem eftirspum eftir vinnuafli er svo mikil, og meðallaunin svo há, að töluverður hópur ör- yrkja, sem um árabil hafa fengið sinn örorkustvrk, hefur nú gefið sig fram til bess að athnga, hvort ekki hefur nú skapazt tækifæri til að lifa eðlilegra lífi, en fram til þessa. Það verðtir að viðurkenna það. 3500 var allt of mik- ið álag, og það hafði þær afleiðingar, að I. aprfl f ár lágu mál 1200 manna óhrevfð. en svipuð tala var í afgreiðslu, Málin höfðu þó verið flokkuð þannig, að 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.