Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 11

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 11
en að glata trúnni á sjálfan sig og lífið, ekk- ert ömurlegra en finnast sér ofaukið í önn dagsins. Slík voru þá viðhorf berklasjúklinga, jafnt þeirra, sem biðu útskrifunar og hinna, sem voru ólæknandi (króniskir). Þetta þurfti að breytast. Það þurfti framar öllu að gefa berklasjúkl- ingnum trúna á sjálfan sig og sólris næsta dags, trúna á framtíðina. Hinn kroniski, með einhverja starfsgetu — þótt lítil væri — varð að ná fram rétti sínum til þjóðnytsam- legra starfa við hæfi sitt, og hinn útskrifaði varð einnig að fá létta vinnu á meðan kraft- ar hans voru að stælast í það að þola volk hinnar almennu lífsbaráttu. Og þetta mátti ekki vera eitthvert föndur til að drepa tím- ann, heldur starf, sem gæfi honum eitthvað í aðra hönd og aukna möguleika til að standa á eigin fótum. Hér var fyrir höndum mikið verkefni, sem krafðist endurskoðunar á gömlu mati og nýrra viðhorfa. Þetta verkefni var óleysan- legt nema þjóðin í heild léði því lið, og frum- kvæðið gátu engir átt nema þeir, sem bezt vissu hvar skórinn kreppti, sem sé hinir sjúku sjálfir. — Og þar kom árið 1938 að hafizt var handa af hálfu berklasjúklinga með stofnun SÍBS. — Það er næsta athyglisvert hve stofnendum samtakanna er þegar í byrjun vel ljóst, hversu samstaða þeirra og almennings í landinu er veigamikið skilyrði fyrir góðum árangri. — En í fyrsta ávarpi SÍBS-stjórnar segir m.a. svo: ,,Með stofnun SIBS hafa íslenzkir berkla- sjúklingar komið auga á sjálfa sig sem stærð í baráttunni gegn berklunum og fundið kraftinn í sjálfum sér til að vinna þjóðnytjastarf. . . . Hversu mikill og skjót- ur árangur verður af þessu starfi er ekki lítið undir því kominn að þjóðin þekki vitj- unartíma sinn í þessu efni.“ Vér spyrjum. Hefir frumkvæði berkla- sjúklinga frá 1938 borið árangur og þjóðin þekkt „vitjunartíma sinn í þessu efni“?, svo notuð séu ávarpsorðin gömlu. Eg hygg, að báðum þessum spurningum megi svara á viðhlítandi hátt, með því að Reykjalundur benda á Reykjalund, þótt ekki sé fleira talið, því Reykjalundur eða nokkur hlið- stæða hans væri vissulega ekki til nú í land- inu án samtaka á borð við SIBS og frá- bærra undirtekta þjóðarinnar. Frá upphafi hefir SÍBS haft framar öllu þjóðarhag fyrir augum í starfi sínu, og er þess ánægjulegt að minnast nú, að ein af mörgum röksemdum stofnendanna fyrir byggingu veglegs vinnuheimilis berklasjúkl- inga var sú, að slík stofnun gæti orðið al- þjóð að notum þótt þar kæmi, fyrr eða síð- ar, að sigrast yrði á berklaveikinni á land- inu. A síðasta aldarfjórðungi hafa unnizt svo stórfelldir sigrar á þessu sviði heilbrigðis- málanna að tala berklaveikra í landinu er nú orðin lítið brot af því sem hún var áður. Eigi að síður minnir vinnuheimili okkar, Reykjalundur, alls ekki á neitt eyðibýli í dag. Öðru nær. — Alþjóð veit, að í Reykja- lundi er nú skipað hvert rúm, þótt ekki sé nema nokkur hluti vistmanna þar berkla- sjúklingar og enn fari þeim fækkandi í hlut- falli við rénun veikinnar. Við getum sem sé fagnað því í dag, að Reykjalundur hefir uppfyllt fyrirheit sín berklasjúklingum til handa og er þegar af- lögufær í þágu annars fólks, sem hefir sömu þörf fyrir þetta athvarf og þeir sjálfir áður fyrr. — Þannig uppsker sú þjóð, sem varð við kalli SIBS fyrir tæprnn aldarfjórðungi og studdi sjúka til sjálfsbjargar. SIBS á vissulega mikla sigursögu að baki, en jafnframt mikla og margþætta reynslu. Það mun því ekki missa sjónar á þeim sann- indum, að einn þýðingarmesti aflvakinn í sigurgöngu þess var og verður virkur áhugi og vakandi skilningur félagsdeildanna og að einmitt hið lifandi starf sambandsins víðs- vegar um landið var og verður sá tengiliður við þjóðina, sem ekki bregzt Þessari félagslegu reynslu SÍBS ber að halda til haga og miðla hinum ungu liðs- mönnum samtakanna, hvort sem þeir eru vistmenn á vinnuheimili eða sjúklingar á hæli, — að ég ekki tali um þá nýju vist- menn, sem með breyttum lögum SÍBS hafa þar nú réttindi og skyldur. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.