Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 10

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 10
Kristnes, Kópavogshælið á sínum tíma o.fl. vitnar um, og berklalöggjöfin hafði þá verið í gildi um langt árabil. — Allt þetta vitnar um stórbrotið átak smáþjóðar, afrek sem seint verða fullþökkuð. Eitt skorti þó á, að þetta mikla átak þjóðarinnar kæmi að þeim notum, sem vonir stóðu til. Enn varð fjöldi manna að flytjast vanburða af berklahælinu svo að segja beint á eyrina eða togarann. Enn lágu þung spor frá vinnustaðnum eða úr fásinni utangarðs- lífsins á berklahælið aftur, í hringferðina, sem stefndi að einum endi, þeim óæskileg- asta. Oll berklahæli voru yfirfull, og biðröð- in úti fyrir knúði á um útskrifun sjúklinga á frumstigi afturbatans. Hér var mikill þjóðarvoði á ferð, bæði heilsufarslega og þjóðhagslega séð. Einn al- varlegasti þáttur þessa þjóðarvanda var þó e.t.v. fólginn í hinu andlega og hugmynda- lega skipbroti í fylgd hvítadauðans á þessum árum, ef svo mætti segja. Það var ekki ein- ungis trúleysi almennings á framtíð sjúkl- ingsins, sem hér kom til; ekki aðeins tilfinn- ing hans sjálfs fyrir því að almenningur óttaðist hann og vantreysti því að hann gæti nokkurn tíma orðið maður með mönn- um — ef til vill var það fremst af öllu hælis- umhverfið sjálft, er smám saman olli mestu um að lama sjálfsvitund hans og lífstrú. — í augum velflestra var berklahælið strand- staður allra góðra æskudrauma. Sker í brim- garðinum. Góð aðhlynning, alger hvíld, góðir læknar o.s.frv., allt var þetta fyrir hendi, en kom þó hvergi nærri að tilætluðum notum. Þetta átti sínar orsakir. Útskrifun af berklahæli í þá tíð jafngilti oft og tíðum hreinni og beinni úthýsingu eins og hún gat ömurlegust verið í geymd þjóðsögunnar, og orðið „útskrifun“ hljóm- aði í eyrum viðkomenda á hælum eins og orðtakið fræga í allri sinni kaldhæðni: „komdu aftur, ef þú viHist“. — Hið breiða djúp, sem staðfest var milli hins starfandi lífs og hælisvistarinnar, jók mjög á vanmátt- artilfinningu og einstæðingskennd sjúklings- ins. Við hinir eldri SIBS-menn munum það vel, að skoðun ýmissa sérfræðinga í heil- brigðismálum var sú, að hælissjúklingum bæri að forðast allt verklegs eðlis, því starfið væri einkamál hinna hraustu og að hlutverk berklasjúklingsins væri það að vera á hæli og stunda sinn „haframjölsgraut“. Ekkert er ósigurstranglegra ungum manni Frá járnsmiðaverkstrrOinu að Reykjalundi. Vistmaður að smiða skáiastól. 8 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.