Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 7
— Voru margir í iðnskólanum?
— Þá voru um 40 manns á Reykjalundi,
og þar af voru 25 í skólanum, þótt fæstir
væru í iðnnámi. M. a. voru haldin námskeið
í vélritun, og veit ég dæmi þess, að stúlkur
fengu störf á skrifstofum í Reykjavík, af
því að þær höfðu lært vélritun á Reykja-
lundi.
— Námið hefur svo gengið vel?
— Það byrjaði nú heldur ógæfulega, mér
hafði batnað vel í lungum, en fékk svo berkla
í bakið og varð að liggja í gipsi allan fyrsta
veturinn, sem ég ætlaði að vera í skólanum.
Ég tók þó allar greinar nema teikningu, en
verklega náminu seinkaði að sjálfsögðu, svo
að því var ekki lokið fyrr en 1953.
— Þið hafið unnið með skólanum?
— Við byrjuðum í skólanum að lokinni
skylduvinnu okkar á daginn. Ég tel að við
höfum þurft að leggja talsvert á okkur til
að ná árangri í námi, því að öllu meira var
krafist af okkur en í Iðnskólanum í Reykja-
vík, enda voru ekki allir hrifnir af því að vist-
menn á Reykjalundi gætu verið í iðnnámi,
og var það ekki talið til bóta í iðnfræðsl-
unni. Við settum þá metnað okkar í að
standa okkur.
— Hvernig var með verklega námið?
— Þegar ég kom að Reykjalundi, voru
þar tveir vistmenn, sem voru byrjaðir í iðn-
námi áður en þeir veiktust en héldu því svo
áfram þar. En ég mun vera sá fyrsti, sem fæ
iðnréttindi eftir að hafa lært að öllu leyti
á Reykjalundi. Meistari minn var Hjörtur
Kristjánsson eins og ég sagði áðan, hann er
einstakur hæfileikamaður sem stjórnandi og
kennari og hafði geysilegan áhuga á því að
ungir ungir menn fengju tækifæri til að
læra. Hann átti mestan þátt í því ásamt for-
ráðamönnum SÍBS, að út því gat orðið að
við lukum iðnnámi þarna á Reykjalundi.
— Hvað tók svo við?
— Þegar ég útskrifaðist að Reykjalundi
fór ég strax að vinna í iðn minni í Reykja-
vík, fyrstu árin hjá meistara og síðan á eig-
in vegum. Ég fékk meistararéttindi árið 1957
og fór svo á námskeið í fyrra til að öðlast
rétt til að standa fyrir húsbyggingum í
Reykjavík — nú fylgir það ekki lengur meist-
Revkjalundur
araréttindum. Ekki bar á því á námskeiðinu,
að ég hefði verri undirbúning en þeir sem
lært höfðu í Reykjavík. í fyrramálið er ég
einmitt að byrja á nýju húsi og er það þriðja
húsbyggingin sem ég stend fyrir.
— Hvað viltu svo segja að lokum?
— Ég vildi óska þess, að Reykjalundur og
iðnskólinn þar eigi eftir að útskrifa sem flesta
nemendur, bæði þeirra vegna sjálfra og allr-
ar þjóðarinnar, því að ég held reynslan hafi
sýnt, að við sem höfum lært þar séum ekki
verri iðnaðarmenn en aðrir.
Mér er það ljóst núna að dvölin á Reykja-
lundi hefur orðið mér svo mikils virði að
aldrei verður fullmetið. Ég hefði aldrei farið
í nám, ef ég hefði ekki fengið tækifæri til
þess á Reykjalundi og beinlínis verið hvatt-
ur til þess af stjómendum þar og öðrum for-
ráðamönnum SIBS.
Hj.
Frá skrifstofu Öryrkja-
bandalags íslands
Skrifstofa Öryikjabandalags íslands var
opnuð 31. ágúst í fyrra, framkvæmdastjóri
bandalagsins er Guðmundur Löve, fyrrum
félagsmálafulltrúi SÍBS. í skýrslu um störf
skrifstofunnar fram að áramótum kemur
þetta m.a. fram:
Afgreidd voru samtals 574 mál, en til
skrifstofunnar leituðu 247 öryrkjar, og bera
þeir örkuml vegna eftirtalinna sjúkdóma:
Berklaveiki.................. 100 menn.
Fötlun og lömun .............. 49 —
Taugasjúkdómar ............... 37 —
Hjartasjúkdómar .............. 11 —
Asthma ........................ 8 —
Greindarskortur ............... 6 —
Innyflasjúkdómar .............. 4 —
Sjóndepra eða sjónleysi ....... 3 —
Mál og heyrn................... 3 —
Sykursýki ..................... 2 —
Elli .......................... 3 —
Óákveðið...................... 21 —
5