Reykjalundur - 01.06.1962, Qupperneq 7

Reykjalundur - 01.06.1962, Qupperneq 7
— Voru margir í iðnskólanum? — Þá voru um 40 manns á Reykjalundi, og þar af voru 25 í skólanum, þótt fæstir væru í iðnnámi. M. a. voru haldin námskeið í vélritun, og veit ég dæmi þess, að stúlkur fengu störf á skrifstofum í Reykjavík, af því að þær höfðu lært vélritun á Reykja- lundi. — Námið hefur svo gengið vel? — Það byrjaði nú heldur ógæfulega, mér hafði batnað vel í lungum, en fékk svo berkla í bakið og varð að liggja í gipsi allan fyrsta veturinn, sem ég ætlaði að vera í skólanum. Ég tók þó allar greinar nema teikningu, en verklega náminu seinkaði að sjálfsögðu, svo að því var ekki lokið fyrr en 1953. — Þið hafið unnið með skólanum? — Við byrjuðum í skólanum að lokinni skylduvinnu okkar á daginn. Ég tel að við höfum þurft að leggja talsvert á okkur til að ná árangri í námi, því að öllu meira var krafist af okkur en í Iðnskólanum í Reykja- vík, enda voru ekki allir hrifnir af því að vist- menn á Reykjalundi gætu verið í iðnnámi, og var það ekki talið til bóta í iðnfræðsl- unni. Við settum þá metnað okkar í að standa okkur. — Hvernig var með verklega námið? — Þegar ég kom að Reykjalundi, voru þar tveir vistmenn, sem voru byrjaðir í iðn- námi áður en þeir veiktust en héldu því svo áfram þar. En ég mun vera sá fyrsti, sem fæ iðnréttindi eftir að hafa lært að öllu leyti á Reykjalundi. Meistari minn var Hjörtur Kristjánsson eins og ég sagði áðan, hann er einstakur hæfileikamaður sem stjórnandi og kennari og hafði geysilegan áhuga á því að ungir ungir menn fengju tækifæri til að læra. Hann átti mestan þátt í því ásamt for- ráðamönnum SÍBS, að út því gat orðið að við lukum iðnnámi þarna á Reykjalundi. — Hvað tók svo við? — Þegar ég útskrifaðist að Reykjalundi fór ég strax að vinna í iðn minni í Reykja- vík, fyrstu árin hjá meistara og síðan á eig- in vegum. Ég fékk meistararéttindi árið 1957 og fór svo á námskeið í fyrra til að öðlast rétt til að standa fyrir húsbyggingum í Reykjavík — nú fylgir það ekki lengur meist- Revkjalundur araréttindum. Ekki bar á því á námskeiðinu, að ég hefði verri undirbúning en þeir sem lært höfðu í Reykjavík. í fyrramálið er ég einmitt að byrja á nýju húsi og er það þriðja húsbyggingin sem ég stend fyrir. — Hvað viltu svo segja að lokum? — Ég vildi óska þess, að Reykjalundur og iðnskólinn þar eigi eftir að útskrifa sem flesta nemendur, bæði þeirra vegna sjálfra og allr- ar þjóðarinnar, því að ég held reynslan hafi sýnt, að við sem höfum lært þar séum ekki verri iðnaðarmenn en aðrir. Mér er það ljóst núna að dvölin á Reykja- lundi hefur orðið mér svo mikils virði að aldrei verður fullmetið. Ég hefði aldrei farið í nám, ef ég hefði ekki fengið tækifæri til þess á Reykjalundi og beinlínis verið hvatt- ur til þess af stjómendum þar og öðrum for- ráðamönnum SIBS. Hj. Frá skrifstofu Öryrkja- bandalags íslands Skrifstofa Öryikjabandalags íslands var opnuð 31. ágúst í fyrra, framkvæmdastjóri bandalagsins er Guðmundur Löve, fyrrum félagsmálafulltrúi SÍBS. í skýrslu um störf skrifstofunnar fram að áramótum kemur þetta m.a. fram: Afgreidd voru samtals 574 mál, en til skrifstofunnar leituðu 247 öryrkjar, og bera þeir örkuml vegna eftirtalinna sjúkdóma: Berklaveiki.................. 100 menn. Fötlun og lömun .............. 49 — Taugasjúkdómar ............... 37 — Hjartasjúkdómar .............. 11 — Asthma ........................ 8 — Greindarskortur ............... 6 — Innyflasjúkdómar .............. 4 — Sjóndepra eða sjónleysi ....... 3 — Mál og heyrn................... 3 — Sykursýki ..................... 2 — Elli .......................... 3 — Óákveðið...................... 21 — 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.