Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 22

Reykjalundur - 01.06.1962, Blaðsíða 22
og skapgerð ráða þar miklu um, svo að jafn- vel við hinarbeztu aðstæðurgengurhvorki né rekur hjá sumum sjúklingum hvað svo sem reynt er til endurþjálfunar. Bandaríski lækn- irinn Howard A. Rusk, sem allra manna mest hefur rutt veginn í Bandaríkjunum fyrir endurþjálfun á öryrkjum, hefur sagt sem svo, að til þess að sjúklingur geti náð góðum árangri við endurþjálfun þurfi hann þrennt, heimili að hverfa til að henni lokinni, ein- hverja persónu, sem þykir vænt um hann og eitthvað til að trúa á. Þetta er einföld framsetning og margt rétt í henni. Það getur verið afar mismunandi, hvers kyns þjónustu mismunandi einstaklingar þarfnist í endurþjálfunarskyni, og fer það að sjálfsögðu eftir eðli taps starfsgetunnar. Mjög margir þarfnast líkamsæfinga, sem er auðskilið, þegar þess er gætt, hversu mikil- vægir vöðvar, liðir og stoðhlutar líkamans yfirleitt eru fyrir óskerta starfsgetu. Fáir vefir í líkamanum komast í óeðlilegt ástand á jafn skömmum tíma og vöðvar, ef þeim er gefið tilefni til þess. Það er því ekki út í bláinn, þegar jafnvel alheilbrigt fólk er hvatt til að halda sér í „formi“, þótt hins vegar sé ekki nauðsynlegt að líta út eins og afl- raunamaður eða íþróttagarpur. Ymsir aðrir eiginleikar vöðvans en raunverulegt afl hans eru mikilvægari, t. d. teygjanleiki hans og afslöppunarhæfni, einnig jafnvægið milli andstæðra vöðvahópa. Langvarandi verkir, sem ekki tekst að eyða og hafa aðsetur sitt í hreyfitækjum líkamans, eru afar oft orsök fyrir skertri starfsgetu, af hvaða orsökum þeir annars kunna að stafa. Og ekki er það sjaldgæft, að takmörkuð starfsgeta sé af geð- rænum toga spunnin, e. t. v. tíðara en marg- ur heldur, og er geðræn endurþjálfun ekki síður mikilvæg en sú líkamlega, og títt er, að beggja sé þörf. Sálarleg og félagsleg vandamál. I Bandaríkjunum eins og í mörgum öðr- um löndum er rekin mjög ákveðin endur- þjálfunarþjónusta fyrir þá, sem misst hafa hluta starfsorku sinnar eða hana alla. Veru- legur skriður komst á þau mál þar í lok síð- ustu heimsstyrjaldar, og átti þar mikinn hlut 20 að máli fyrmefndur Howard A. Rusk. Á stríðsárunum var hann læknir í flugher Bandaríkjanna, og á þeim tíma gerði skortur á mannafli það mjög nauðsynlegt að koma mönnum „í gang“ eins fljótt og auðið var eftir sjúkdóma og slys. Að stríðinu loknu ákvað hann að nota reynsluna, sem hann hafði hlotið af þessum málum á meðal her- manna, líka meðal almennra borgara. Mynd- uð var deild fyrir æfingastarfsemi og endur- þjálfun við læknaskóla New York háskóla, og varð Rusk prófessor þessarar greinar inn- an læknisfræðinnar. Skömmu síðar var reist mikil stofnun fyrir þessa starfsemi, nefnd Institute of Physical Medicine and Rehabili- tation, og er hún hluti af læknaskólanum og háskólaspítalanum. Síðar hafa verið stofn- settar svipaðar deildir við öll stærri sjúkra- hús í Bandaríkjunum. Fyrrnefnd stofnun er svo útbúin, að þar er hægt að sjá fyrir öll- um stigum og tegundum endurþjálfunar, svo að hægt er að mæta öllum, en ekki aðeins fáum þörfum sjúklinganna. Þar eru æfinga- deildir, vinnulækningadeildir, talkennslu- deild, starfsprófanadeild, og deildir, sem sjá um sálarleg vandamál og félagsleg, auk þess sem séð er fyrir venjulegri læknisþjónustu og hjúkrun. Áherzla er réttilega lögð á þá staðreynd, að mannleg örorka hefur margar hliðar, og að snúast verður við þeim öllum. Ríkinu til hags að kosta endurþjálfun. Kostnaðurinn af endurþjálfun sjúklinga í Bandaríkjunum er greiddur með ýmsu móti. Stundum er það sjúklingurinn sjálfur, sem greiðir fyrir sig, en það er sjaldgæft, því að fáir eru svo vel efnum búnir. Stundum greiða tryggingafélög fyrir hana eða sérstak- ir sjóðir, stundum sjúkrahúsin eða stéttar- félögin. Stjórnin í Washington veitir mikið fé árlega í fjárlögum til endurþjálfunar ör- yrkja, og fer sérstök deild í heilbrigðismála- ráðuneytinu með þau mál, nefnd Office of Vocational Rehabilitation. Fé þetta skiptist síðan niður á milli ríkjanna 50, og leggur hvert ríki til ákveðna upphæð á móti fram- lagi stjórnarinnar. Hvert ríki rekur svo Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.