Reykjalundur - 01.06.1962, Qupperneq 45

Reykjalundur - 01.06.1962, Qupperneq 45
ÞaS getur vel verið, að bræður mínir fari alls ekki til þeirra. En gömlu hjónin bíða og bíða og koma svo að lokum til okkar og segja: „Takið okkur að ykkur, Kusjka!“ Ein- hvern veginn er það svo, að foreldrarnir vilja hel'zt vera hjá yngstu börnunum.“ „Þá förum við þangað saman,“ stakk kon- an upp á. „Ef við förum bæði, tekst okkur áreiðanlega að koma þeim fyrir hjá Awdej eða Nikolai...“ Skömmu síðar hélt gleðin innreið sína í kofa Stefáns Drobyschs. Synirnir þrír komu allir með konur sínar. Þau litu út eins og á myndunum: Falleg andlit, hraust og vel á sig komin. „Hvað sagði ég ekki, gamla mín?“ sagði Stefán hróðugur. „Þau koma, sagði ég. Og nú eru þau komin ..!“ Gamla konan gat naumast greint andlitin á börnunum sínum, svo var sjónin farin að daprast. Og tárin gerðu henni erfiðar um vik. En það voru þægileg tár, gleðitár .. . All't það bezta, sem til var í kotinu, var borið fram. Menn fengu sér glas og skáluðu. Stefáni Drobysch fannst hann hafa yngzt um meira en tíu ár. Hann talaði án afláts, gerði að gamni sínu og klappaði á krafta- legar axlir sona sinna með breiðum höndun- um, sem þó höfðu séð sinn fífil fegri. En synirnir voru ekki sérlega glaðlegir. Þeir horfðu óþolinmóðir hver á annan og biðu einhvers og var órótt. . . „Jæja, pabbi, við erum komnir! Eigum við þá ekki að tala um nýja verustaðinn ...“ Stefán stanzaði í miðri setningu, minnt- ist skyndilega einhvers og varð enn glaðari: „Þið, elsku börnin mín! Þið, fálkarnir mín- ir. Fyrirgefið mér gömulum bragðaref þetta litla grín. Okkur hefur aldrei dottið í hug að selja kofann okkar og flytja í burtu. Okk- ur langar einfaldlega að sjá ykkur öll saman og spjalla við ykkur. Eg einsetti mér að lokka ykkur hingað með smá brellu. Þá kæmu börnin okkar, fálkarn- ir okkar, fljúgandi og bæru okkur á vængj- um sínum í nýju hreiðrin. Nú, og sú varð líka raunin á ...“ Stefán var svo hrærður, að tárin tóku að streyma niður kinnar hans. Reykjalundur Gleðin gagntók synina líka. Breitt bros færðist yfir andlit þeirra. Þeir urðu skraf- hreifir og fóru að hlæja ... „Og af hverju skylduð þið ekki flytja til okkar?“ sagði Nikolai og gat ekki stillt sig. „Flytjið bara til okkar ...“ Awdej greip fram í fyrir Nikolai: „Það fer ekki sem bezt um þau hjá þér: „Fjögur börn og auk þess ... Flytjið heldur til okk- ar...“ Kusjma gat heldur ekki setið á sér. „Hald- ið þið kannske, að þið mynduð kunna við ykkur í bænum? Nei, komið heldur til mín á ráðstjórnarbúið ...“ „Látið ekki svona, börnin mín! Svo sann- arlega þurfum við ekki að flytja. Og hvers vegna skyldum við vera að því? Nú voru aðeins gleðinnar börn í þessu koti. Hver og einn var glaður á sína vísu. Svo margvísleg eru tilefni mannlegrar gleði. Michassj Michailowitsch Penkrat.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.