Reykjalundur - 01.06.1962, Side 25
þess. Á tíu árum hafa húsakynni þessi og
starfsemi margfaldast og vinna þar nú yfir
300 manns. Tilbúningur á pörtum í raf-
magnsvélar er algengasta framleiðslan, en
annars fer hún mikið eftir markaðshorfum
á hverjum tíma. Afköstin eru meiri en í
samskonar fyrirtækjum, sem eingöngu hafa
í vinnu fólk án örorku, vinnuslys eru þar fá-
tíðari og fjarvistir einnig. Fyrirtækið rekur
ekki vistheimili, allir, sem vinna þar, búa
annars staðar og sumir langa vegu í burtu,
eins og gerist og gengur í stórborgum. Það
þarf um sex stunda vinnuþol til að geta feng-
ið vinnu hjá Abilities, en ekkert er spurt um
afkastagetu í byrjun, og ekki þarf að hafa
neina sérstaka starfsreynslu. Laun eru
greidd í samræmi við það, sem gerist á sam-
bærilegum vinnustöðum, og fara eitthvað
eftir afköstum og starfsaldri. Þetta fyrirtæki
hefur orðið stökkbretti fyrir marga út í al-
mennan vinnumarkað, því að það er reikn-
að til árangurs að ,,missa“ starfsfólk til ann-
arra fyrirtækja, og oft eru það fyrirtæki,
sem annars eru keppinautar Abilities um
framleiðslumarkaðinn. Nýlega hefur fyrir-
tækið sett upp rannsóknarstofu fyrir athug-
anir á áhrifum erfiðis á líkamann og á vinnu-
þoli með tilHti til ýmissa mismunandi teg-
unda af vinnu. Notaðar eru við þessar at-
huganir ýmsar nýtízkulegar aðferðir, t. d.
útvarpsbylgjur. Notað er örlítið senditæki,
sem sá, er prófa á, gengur með í vasanum.
Inn í senditækið koma upplýsingar um á-
stand líkamans, svo sem hraða hjartsláttar,
öndun, útgufun svita o. s. frv., og sendir
tækið þær jafnóðum frá sér, þráðlaust, og er
tekið við þeim í móttakara í rannsóknar-
stofunni, en fólkið er við vinnu sína á vinnu-
stað. Móttakarinn er tengdur fjölritara, sem
skráir niðurstöðurnar. Þetta fyrirkomulag
gerir kleift að gera þessar nauðsynlegu at-
huganir undir raunverulegum kringumstæð-
um, þ. e. á fólki við raunverulega vinnu á
raunverulegum vinnustað. Allt miðar betta
að aukinni þekkingu á viðbrögðum líkam-
ans við mismunandi störf, við mismunandi
aðstæður og mismunandi mikið skerta lík-
amsorku.
Tölur um gildi endurþjálfunar.
Að endingu vil ég láta hér fylgja nokkrar
tölur, sem skýra vel frá gildi endurþjálfun-
ar. Þær eru að vísu nokkuð gamlar (1949),
en tala samt sínu máli. Athugun var gerð á
árangri endurþjálfunar á 208 sjúklingum,
sem dvöldu það ár á endurþjálfunardeild
Bellevue-spítalans í New York. 90% höfðu
að einu eða öðru leyti notið góðs af með-
ferðinni. 18 gátu ekki lokið henni af ýmsum
ástæðum, og séu þeir dregnir frá, hækkar
talan upp í 97.7%. Fjöldi þeirra, sem voru
algerlega rúmfastir eða voru allar stundir í
hjólastólum minnkaði frá 67.8% niður í
32.2%. Fjöldi þeirra, sem gat lagt stund á
einhverja vinnu jókst frá 18.3% upo í 59.6%,
og fjöldi þeirra, sem ekki gátu veitt sér hina
einföldustu sjálfsbjörg, lækkaði frá 63%
niður í 18.3%.
Haukur Þórðarson.
Pabbi, má ég fá tepþið i kvöld?
Reykjalundur
23