Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Síða 17

Húnavaka - 01.05.1961, Síða 17
HÚNAVAKA 15 vestur við Isafjarðardjúp. Annað mál er það, að móðir hans giftist aftur bónda á Melgraseyri og tvö alsystkini Eiríks staðfestust þar vestra. Sjálf- ur hefur hann vottað á efri árum, að hann hafi komið 14 ára til séra Björns og fyrstu prestskaparár sín var hann aðstoðarprestur hans. Sannindi eru það, er vísan segir, að níu voru börn séra Eiríks er upp komust. Margt af merku og mikilhæfu fólki er frá honum komið. Hann var fæddur 1528 og lézt 1614, var meira en hálfa öld prestur í kaþólsk- um og lútherskum sið og í metum hjá biskupunum um sína daga, ekki sízt hjá Guðbrandi Þorlákssyni á Hólum. Sonur séra Eiríks og eftirmaður í prestsembætti á Kúlu var Magnús, fæddur 1568, dáinn 1652. Hann þótti merkur prestur. vinsæll og skyldu- rækinn, vaskleikamaður og mikill á vöxt. Hann var tvígiftur, átti og tíu eða ellefu börn. Fjórir synir hans urðu prestar og var einn þeirra hinn nafnkunni maður, Jón prestur á Eyri í Skutulsfirði, sá er ærðist af galdrahræðslu. Ritaði hann síðan Píslarsögu sína, er þykir merkilegt rit, skrifað af mikilli mælsku og orðgnótt. Annar sonur séra Magnúsar var Sigurður, er prestur varð eftir hann 1650. Hann varð hvorki svo gamall né eins lengi prestur og þeir faðir hans og afi. Endalok hans urðu þau, að hann varð úti 21. jan. 1657 á heimleið frá messugerð á Svínavatni. Frá Sigurði presti segir fátt, fyrr en að því leið að hann kvaddi þennan heim. Ovíst er hvenær hann fædd- ist, en varla hefur hann verið miðaldra, er hann féll frá með sögulegum hætti, að því er þá þótti. Kona hans var Guðríður dóttir Egils hins ríka, síðar á Geitaskarði, Jónssonar. Að henni stóð höfðingja- og stórbænda- kyn, fjáraflamenn og búhöldar miklir. Sagt er, að þau hafi átt mörg böm, en ekki eru talin nema fjögur, er upp komust. Það hefur þótt undarlegt og ekki sjálfrátt, að Sigurður prestur skyldi verða úti í hríðarmuggu og linu veðri. Þá kom þjóðtrúin með sínar skýr- ingar. Yfirnáttúrleg öfl hlutu að hafa verið þar að verki og svipur og andi þjóðsögunnar kom á frásagnirnar um dauðdaga prests. Er séra Sigurður kom að Svínavatni til embættisgerðar, var honum nokkuð brugðið. Hann hafði orð á því, að rauðskjöldótt naut hefði ver- ið við vatnið og látið ógurlega. Fannst á honum, að eigi þótti honum ein- leikið um þann fyrirburð, og að óhugur var í honum. Við guðsþjónust- una í kirkjunni flutti hann einkennilega og átakanlega ræðu. Fannst kirkjugestum því líkast, sem hann væri að kveðja söfnuð sinn, eins og hann byggist ekki við að stíga oftar í stól. Presti varð tafsamt á Svínavatni, áður en hann bjóst til heimferðar. Komin var nótt, er hann

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.