Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Page 26

Húnavaka - 01.05.1961, Page 26
INGVAR PÁLSSON, Balaskarði: Ljódadísin Mímisveigar margir teyga og mynda fleygar hendingar. Stökur seigar oft þeir eiga og sem mega geymast þar. Stenzt þó enginn stóra sopa, strauma mengið vinnur á. Ef ég fengi agnar dropa eflaust gengi betur þá. Ó, þú ljóða-dísin dýra drauma móðu birtist í. Komdu á slóðir hugans hýra hjartagóð og vinahlý. Þig skal ljóðalofstír prísa, löngu er þjóð þín fegurð kunn. Elsku góða yndið dísa átt að bjóða fram þinn munn. Þá er ljóst, ei því má hagga, þar sem hrjóstrugt nokkuð er. Upp við brjóst mitt átt að vagga svo ekki gjósti neitt að þér.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.