Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Page 46

Húnavaka - 01.05.1961, Page 46
44 HÚNAVAKA uð þyrfti á sig að leggja. Og það er beinlínis skylda okkar að búa þannig að hinni uppvaxandi kynslóð hér, að hún m.a. hafi greiðan aðgang til að geta lært sund hér heima og haldið því við að loknu námi. Við byggingu slíkrar laugar, sem hér er um talað, leggur ríkið fram 40% af stofnkostnaði, finnst mér endilega að það sem þá er eftir, 60%, geti ekki numið meira verðmæti en meða! íbúðarhús, eins og margir ungir og efnalitlir menn hér hafa reist sér, og virðast ráða við, og því skyldum þá ekki við — heilt hreppsfélag — einnig geta þetta? Einnig má benda Enghlíðingum á, að sundlaug hér á Blönduósi er staðsett svo að segja miðsvæðis í þeirra hreppi, og væri ekki óeðlilegt að þeir yrðu þarna með, legðu fram fjárhæð nokkra að sínum hluta, og fengju svo afnot af lauginni eftir þörfum. Sama mætti líka segja um ýmsa hreppa sýslunnar, að þægilegast yrði fyrir þá að koma börn- um hingað. Margt fleira mætti um þetta segja, en til þess er ekki rúm hér, og kannski ekki ástæða heldur, en ég vona að Blönduósingar taki nú hönd- um saman og komi þessu góða máli í framkvæmd, það er búið að drag- ast of lengi, og trúað gæti ég að þegar byrjað verður á verkinu muni það ganga vel, og margir vilja styðja þar að, svo að fram megi ganga okkur til gagns og sóma. I vetur eru upp undir 100 börn hér í barnaskólanum og milli 30 og 40 nemendur í unglingaskólanum. Þá mun og ákveðið að næsta vetur verði stofnuð hér og starfrækt landsprófsdeild, sem er mikil og þakkarverð framför, má því gera ráð fyrir að börn og unglingar á þess- um skólum verði mikið á annað hundrað næsta vetur, að ógleymdum kvennaskólanum. Allt þetta unga fólk þarf að læra sund á næstu árum og taka þar tilskilin próf. Þctta, m.a. sýnir hve þörfin er mikil, og nauðsyn skjótra úrbóta.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.