Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Side 52

Húnavaka - 01.05.1961, Side 52
50 HÚNAVAKA konur, er sáu, að sameinaðar gætu þær ýmsu áorkað sínu byggðarlagi til heilla. Ogerningur er að telja upp allt það, sem félagið hefur lagt hönd að, en mannúðar- og líknarmál verða þar vissulegt ofarlega á blaði. Lengi vel var það fastur liður í starfseminni að senda fátækum peninga til jólaglaðnings, og ekki ósjaldan hefur sjúkum verið sendur nokkur styrkur. Félagið hefur hlynnt að kirkjunni á ýmsan hátt og það hefur staðið fyrir heimilisiðnaðarsýningum, námskeiðum og fleira. Stærsta átak „Vöku“ til þessa er þó framlag hennar til Héraðshælis A-Hún á Blönduósi. I mörg ár var unnið að því að safna fé, svo að „Vaka“ gæti lagt fram sinn skerf til þessarar þráðu og þörfu stofnunar. Félag okkar hefur mætt miklum skilningi og það hefur orðið aðnjótandi margháttaðrar aðstoðar og stuðnings hjá fjölda fólks hér í þorpinu og jafnvel utan þess. Mörg undanfarin ár hefur Snorri Arnfinnsson, hótel- stjóri, lánað félaginu húsrúm til starfsemi sinnar, endurgjaldslaust. Verð- ur sú aðstoð seint fullþökkuð. Nú er unnið að því af alefli að safna fé til byggingar félagsheimilis á Blönduósi. Hefur ,,Vaka“ skuldbundið sig til að greiða 3% af byggingar- kostnaði þess. I núverandi stjóm ,,Vöku“ eru þessar konur: Dómhildur Jóhannsdóttir, formaður; Þuríður Sæmundsen, gjaldkeri; Solveig Benediktsdóttir, ritari. Engar konur hafa setið eins lengi í stjóm „Vöku“ og Dómhildur Jóhannsdóttir og Þuríður Sæmundsen. Hefur Dómhildur verið formaður í 22 ár samtals, en Þuríður ýmist verið gjaldkeri eða formaður félagsins síðan árið 1931. Lætur að líkum að félag okkar á þessum tveimur konum mikið að þakka. í „Vöku“ eru nú 55 konur, þar af 6 heiðursfélagar. Blönduósi, 31. marz. Dómhildur Jóhannsdóttir, Solveig Benediktsdóttir Kvenfélagið „Vaka“ hefur dagskrá á Húnavökunni á fimmtudaginn kl. 5. Lionsklúbbur Blönduóss. 1 maímánuði, árið 1959, komu nokkrir Blönduósingar saman á Hótel Blönduósi, ásamt umdæmisstjóra Lionsklúbba á íslandi, Þór Guðjóns- syni. Tilgangur þessa fundar var sá að stofna einn slíkan klúbb á Blöndu-

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.