Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Síða 56

Húnavaka - 01.05.1961, Síða 56
54 HÚNAVAKA Skátafélag Blönduóss hefur dagskrá á Húnavökunni á þriðjudag kl. 5. A miðvikudag kl. 5 hefur Skátafélag Skagastrandar dagskrá á Húna- vökunni. Barna- og unglingaskólinn á Blönduósi. Barna- og unglingaskólinn á Blönduósi starfaði í fyrsta skipti skóla- árið 1959-60 samkvæmt núgildandi fræðslulögum um skólaskyldu ung- linga á aldrinum frá 13-15 ára. Það skólaár voru í unglingadeild skólans 23 nemendur. Nú í ár eru 36 nemendur i unglingaskólanum. A næsta ári er í ráði að skólinn starfi sem miðskóli í þrem deildum. Unglingaskólinn hefur fengið til umráða eina kvölddagskrá á Húna- vökunni. Það sem þar er framsett er að nokkru árangur af kennslu í skólanum, en þó að mestu tómstundastarf nemenda. 5. Á. J. Frá U.S.A.H. 44. héraðsþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga, var hald- ið á Blönduósi 19. marz sl. Voru þar að vanda, rædd mörg mál og ýmsar ályktanir gerðar. Akveðið var að minnast 50 ára afmælis sambandsins, sem verður á næsta ári, m. a. með því að rita sögu þess. Snorra Arnfinnssyni fráfarandi formanni, var þakkað margra ára fórnfúst starf í þágu U.S.A.H., og var hann gerður að heiðursfélaga sambandsins. Núverandi stjórn skipa: Ingvar Jónsson, Skagaströnd, formaður; Stefán Á. Jónsson, Kagaðar- hóli, ritari; Pétur Sigurðsson, Skeggsstöðum, gjaldkeri. 5. Á. J. Hér að framan hefur í stuttu máli verið skýrt frá nokkrum þáttum í starfsemi þeirra félaga og félagasamtaka, sem koma fram á þessari Húna- vöku með efni til skemmtunar. Vegna takmarkaðrar stærðar blaðsins var ekki hægt að hafa þá frásögn ýtarlegri.

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.