Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Page 59

Húnavaka - 01.05.1961, Page 59
BJÖRN S. BLÖNDAL: Lausavísur Oft ég sótti er ýfðust mein yl í forna bögu. Hjalað getur hending ein helft úr ævisögu. Misjafnt láta menn í dag, margir gráta og trega. Aðrir kátir kveða lag kenndir mátulega. Yfir landi unun drottnar, auðnuband er hnýtt, ei við sandinn bára brotnar, blærinn andar þýtt. Gildi snjallra er gjarnt að halla, gefin varla á slíku stans. Það hafa allir einhvern galla í umtals spjalli náungans. Hlaut ég ról um heimsins ból hret við óláns ströngu, lítil skjól en lága sól lífs í skólagöngu.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.