Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1961, Side 62

Húnavaka - 01.05.1961, Side 62
60 HÚNAVAKA irnar, því meiri möguleikar bl'asa þar við sjónum? Þeim mun betur nýtur ræktunin sín. Það er staðreynd að sennilega á engin þjóð í heimi annað eins olnbogarúm framundan sem við Islendingar. Landið ykkar á svo mikla möguleika. Lítið á ykkar eigin héruð. Þúsundir hektara bíða þess að þið notið kunnáttu og tækni nútímans til þess að margfalda ræktunar- löndin. Margfalda framleiðsluna og gera hana fjölþættari. Húnavatnssýsla er nefnilega sérstaklega gott hérað. Hún stendur jafn- fætis beztu héruðum landsins um ræktunarskilyrði, en hefur eitt fram yfir þau flest, víðlend og kjarngóð beitilönd, sem gera mögulega stór- kostlega búfjárframleiðslu í héraðinu. I sambandi við þessi víðlendu gróðurlönd er nátengt eitt af sérein- kennum Húnavatnssýslu, hrossaeignin. Þið hafið sennilega fæst hugs- að út í það, að í sambandi við hrossin eigið þið mikla möguleika. Möguleika, sem alltof lítið hafa verið notaðir til þessa. Berið saman aðstöðu ykkar til að eiga hest ykkur til nota og yndis, og aðstöðu þeirra bæjarbúa, sem sjá hvorki í fé né fyrirhöfn, til þess að njóta þess unaðar, sem góðhesturinn getur veitt. Bæjarbúinn var á undan með að tileinka sér vélvæðinguna, af eðli- legum ástæðum, og hann er einnig á undan með að finna sig í að hafna henni, þegar við á, og leggja á góðhestinn. — Þið skuluð lofa honum að njóta þess heiðurs. — En ungu Húnvetningar, leiðið hug- ann að þeim glæsileik og gleðigjafa, sem væri því samfara ef þið al- mennt ættuð góðan reiðhest og notuðuð hann, bæði sumar og vetur. Þróttmikið æskufólk og glæsilegir gæðingar eiga svo einkar vel saman. Hugsið ykkur, á sólbjörtum sumardegi eða svelli lagðri grund. Því þarf ekki að lýsa. Myndin er björt og heillandi. Vissulega væri gaman að framkalla hana. Eins og þið vitið, þá er hér í héraðinu svo til ný- stofnað hestamannafélag. Tilgangur þess er að láta myndina sem ég gat um verða að veruleika. Það er á valdi ykkar ungu Húnvetningar að það gangi fljótt fyrir sig. Biðjið nú foreldra ykkar að gefa ykkur folald eða tryppi og temjið það síðan og notið ykkur til yndis, ekki aðeins sumarið, heldur veturinn líka. Ég segi allt árið, því nú er sem betur fer af sú tíð að það þurfi að telja stráin ofan í búpeninginn eins og áður var, meðan óræktin og handverkfærin takmörkuðu allan hey- afla. En jafnvel á þeim tímum var i augum hestamannsins ekkert of gott fyrir góðhestinn. Nú, á tímum ræktunar og vélvæðingar, munar húnvetnska bændur

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.