Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 12
10
HÚNAVAKA
40 árum, eru orpnar moldu. — Dýrgripi Gottrupskirkjunnar, sem
þar voru eftir, lét Ásgeir Einarsson alþm. flytja í kirkjuna sína, sem
hann byggði á árunum 1804—1877 og geymir nafn þess sóinamanns.
Eflaust hefur Ásgeir álitið, að þessir dýru kirkjugripir væru þar
í öruggri höfn, en svo reyndist ekki. Síðan eru margir kirkjugripir
horfnir þaðan, sumir eru í Þjóðminjasafninu, en aðrir algjörlega
týndir. Gamla kirkjan á Þingeyrum var rifin um síðustu aldamót
og timbrið úr henni notað í útiskemmu og hjall á Þingeyrum, sem
síðar var breytt í íbúðarhús, eftir að bærinn brann veturinn 1924.
Viður úr kirkjunni var einnig notaður í baðstofubyggingu á Geira-
stöðum. Mér er minnisstætt, þegar ég kom lyrst í baðstofuna á
Geirastöðum, hvað mér þótti viðurinn fallegur í þiljunum. Víða
sáust rauðir, Gláir og gulir rósasveigar á breiðustu fjölunum. Varð
mér æði starsýnt á þetta rósaflúr og spurðist lyrir um, hvernig á því
stæði. Var mér þá sagt, að þiljurnar í baðstofunni væru úr gömlu
Þingeyrakirkjunni. Mér fannst Geirastaðabaðstofan alltaf hlýleg
og yfir henni var sérstakur blær. En einn góðan veðurdag var gamla
Geirastaðabænum svift í sundur, og gömlu kirkjufjölunum þar með
sundrað.
Eátt er það nú á Þingeyrum, sem minnir á forna frægð og auð-
legð, en náttúrufegurðin er sú sama og áður var, og ylir staðnum er
reisn og töfrandi dulúð. Kirkja Ásgeirs stendur kyrr á kirkjuhóln-
um, það má ef til vill segja, að hún sé ekki svo ýkja gömul, en lnin
geymir merkustu fornminjar, sem til eru hér í héraðinu, — vona ég
að kirkjunni haldist á þeim alla tíð.
Það var einmitt í sambandi við þetta merkilega guðshús, sem ég
vildi láta reisa byggðasafn allra Húnvetninga, og ég gerði mér von-
ir um, að Strandamenn yrðu þar hjálplegir og heiðruðu á þann hátt
minningu Strandamannsins, Ásgeirs Einarssonar og húsfreyju hans,
(iuðlaugar Jónsdóttur, frá Melum í Hrútafirði. Það gat verið góð
viðbót við byggðasafnið, að enn má líta af kirkjuhólnum, „dóm-
hringinn“ á vellinum l'yrir neðan, og Stígandahróf á tanganum nið-
nr við Húnavatn, því að yfir hvorugt er búið að slétta. En fallega
tröðin er horfin, bæjarhóllinn og litlu hringmynduðu hólarnir suð-
ur á vellinum. Tröðin, sem Ólafur Gíslason lýsir í grein sinni, var
sérlega falleg fram á síðasta dag. Háir grasigrónir traðarveggir settu
sérstæðan svip á heimreiðina að ógleymdum litlu hryggjunum milli
götuslóðanna, sem á sumrin voru alsettir þriflegum hjartarfa, er