Húnavaka - 01.05.1966, Side 13
HÚNAVAKA
11
Legsteiiuir i gatnla ltirkjugarfiimim á Þingeyrum.
glitraði fagurlega á í morgundögginni, og minntu á fögur, látlaus
blómabönd, eftir endilangri heimreiðinni.
Eitt góðviðriskvöld, miðsumars, fyrir um það bil ffO árum, reið
þýzk kona í hlað á Þingeyrum og baðst gistingar. Hún sagðist vera
komin til Islands til þess að sjá og kynna sér helztu sögustaði lands-
ins. — Hún litaðist um á hlaðinu, stundarkorn, og dáðist að fegurð-
inni, er blasti við sjónum. Meðal annars hafði hún orð á því, hve
heimreiðin væri falleg, slíka braut hafði hún aldrei augum litið.
Lauk lnin lofsorði á löngu og mjóu l)lómabeðin eftir endilangri
tröðinni, sem hún hélt að væru gerð af manna höndum. .4 hljóðum
haustkvöldum er mér minnisstætt, hve unaðslegt var að sitja á trað-
arbakkanum og hlýða á raddir haustsins, er þúsnndir svana sungu
á Húnavatni. Fannst mér ég heyra hófadyn aldanna eftir tröðinni
og hreifst langt inn í liðna tíð. Ég sá fyrir mér hópa ferðafólks á
glæstum gæðingum ríða í hlað, og ég sá líka fátæklega förumenn,
sem urðu ögn léttari í spori, þegar nær dró bænum, því að orð fór
af því, að húsfreyjurnar á Þingeyrum hlynntu vel að þurl’amönn-
um. Enn þá er þess minnzt hér í sveit, hve Guðrún Runólfsdóttir