Húnavaka - 01.05.1966, Síða 14
12
HÚNAVAKA
kona Björns Ólsen, hafi verið örlát og hlý við förnmenn og aðra
einstæðinga, er kvöddn dyra á staðnum, — leituðu bjargar á stór-
býlinu.
Fyrir nokkrum árum var svo sléttað yfir gömlu tröðina. Sjálfsagt
hefur enginn saknað hennar, nema ég. En því verður ekki á móti
mælt, að staðurinn breytti um svip, þegar tröðin hvarf. Einnig er
búið að slétta yfir gamla kirkjugarðinn, en legsteinar, sem í garðiti-
um voru eru þar þó ekki, hver á sínum stað, heldur sameinaðir á
einni steinhellu. Einu sinni langaði mig til að gróðursetja tré í þess-
um garði og láta hann halda sér eins og hann var, það þótti ekki
gjörlegt, enda vandkvæðum bundið, jrví að það er alkunna, að ís-
lendingar eru ræktarlausir við leiði hinna framliðnu. Ovíða, liygg
ég, að kirkjugarðar séu í meiri vanhirðu, en hjá okkur íslendingum.
Þannig rofna hlekkirnir hver af öðrum, unz fátt eitt verður eftir,
sem minnir á það, sem áður var, og fleiri og fleiri rætur slitna.
Mér hefði fundizt mjög ánægjulegt og viðeigandi, ef allir Hún-
vetningar hefðu tekið höndum saman um að reisa fallegt byggða-
safn, á Þingeyrum, og á þann hátt sýnt ræktarsemi þessum fræga
sögustað, og gamla höfuðbóli. Hefðu Húnvetningar ekki orðið meiri
menn, ef allir hefðu orðið samhuga um að bæta Þingeyrastað, að
nokkru, allt það tjón, og mér liggur við að segja alla þá lítilsvirð-
ingu, sem staðnum hefur verið sýndur?
Ef byggðasafni hefði verið komið upp á Þingeyrum, þá var ég svo
bjartsýn, að mér fannst ekki ólíklegt að gömlu kirkjumunirnir frá
Þingeyrum, sem varðveittir eru í Þjóðminjasafninu kæmu lieim aft-
ur, ef sýnt yrði, að sýslubúum væri það heilagt kappsmál. — F.n allt
fór á annan veg, en ég hafði gert mér vonir um. Fyrir fáum dögum
frétti ég, að gömlu munirnir, sem Ragnar Ásgeirsson safnaði til
byggðasafns A.-Hún. og geymdir voru í Héraðshælinu, væru komn-
ir vestur að Reykjum og þar ættu þeir að vera, þar með var draum-
ur minn, um byggðasafn á Þingeyrum, að engu orðinn. Vonandi
verður byggðasafnið á Reykjum öllum til sóma, er þar eiga hlut að
máli. En ekki get ég neitað því, að mér finnst við vera orðin tals-
vert fátækari hér austurfrá, eftir að hafa séð á bak hlutunum, sem
feður okkar og mæður, afar og ömmur bjuggu til, handléku og þótti
vænt um. Það snerti mig eins og ég hefði séð á bak gömlum vinum.
Mér fannst eins og nýr hlekkur hefði brostið. — Dulspekin telur, að
ekki sé vandalaust að umgangast hina svokölluðu dauðu muni. Það