Húnavaka - 01.05.1966, Page 19
HÚNAVAKA
17
Frá byggingn HéraÖshœlisins 1953. Skúli Jónasson, Páll V. G. Kolka og Brynjólfur
Lýðsson glugga i teikningar.
jarðvegsins var bætt við heilli hæð neðanjarðar. Kjallari þessi kem-
ur að fullum notum og er sízt of stór. Einnig var ákveðið að hækka
þak hússins og koma þar fyrir hjúkrunardeild fyrir öryrkja og gamal-
menni. Vitanlega hleypti þetta öllum kostnaði mikið fram, en hver
sér eftir því nú í dag?
Sumarið 1951 var hafizt lianda, grafið fyrir grunni og auk þess
gerður allmikill skurður ofar í lóðinni til þess að þurrka hana.
Byggingarmeistari var ráðinn Sveinn Ásmundsson frá Ásbúðum á
Skaga. Var það happaspor, segir Kolka í grein sinni, sem áður get-
ur, því að Sveinn var reyndur og hagsýnn byggingameistari.
Sumarið 1952 voru steyptar undirstöður hússins og kjallari og á
árinu 1953 var það gert fokhelt. Urn áramótin 1955—56 var húsið
fullgert að heita mátti og var flutt í það milli jóla og nýjárs. Hafði
þá vinna við þessa byggingu staðið í samtals 32 mánuði frá því byrj-
að var að steypa grunninn og má það kallast ágætur gangur, því að
sjaldan unnu fleiri í einu en 20 manns, en 6 þegar fæstir voru.
Fullgert kostaði þetta hús um 6 milljónir króna. Af því hefur
ríkissjóður greitt 2/3, gjafir frá einstaklingum námu um 660 þús. kr.,
en sýslufélagið sjálft hefur svo staðið straum af afgangnum.