Húnavaka - 01.05.1966, Page 20
18
HÚNAVAKA
Mag7iús Júhannsson gaf Héraðsheelinu
eigur sinar.
Þótt margir hafi hér lagt hönd að verki við að koma þessari bygg-
ingu upp bæði beint og óbeint, er ekki ofsagt þótt ég leyfi mér að
segja að hlutur Páls Kolka sé þar stærstur. Hann notaði öll tæki-
færi og aðferðir, sem hann þekkti, til þess að afla Héraðshælinu
fjár, og fylgdist af lífi og sál með byggingu þess.
Á undanförnum árum hafa félög og einstaklingar oft fært Héraðs-
hælinu rausnarlegar gjafir, sem hafa komið í góðar þarfir.
Þess er vert að geta, sérstaklega, að Magnús Jóhannsson, verka-
maður á Blönduósi, gaf því allar eigur sínar eftir sig, sem voru um
70 þúsund krónur.
Að lokum í grein sinni, segir Kolka: „Með hjálp og styrk góðra
Húnvetninga nær og fjær og ýmissa annarra velunnara, mun þessi
stofnun verða svo úr garði gerð, að sýslunni verði til sóma og marg-
ir menn utanhéraðs og innan fái þar bót meina sinna og njóti þar
líknar.“
(Stuðst við heimildir í grein Páls Kolka í Húnvetningi 1956.)