Húnavaka - 01.05.1966, Síða 21
STEFÁN Á. JÓNSSON:
Héraéslæknirinn sóttur heim
Þegar Héraðshælið var byggt stóðu Austur-Húnvetningar af alhug
saman um byggingu þess. Félög, félagasamtök og einstaklingar unnu
að sama marki. Þetta var stórt átak og það sem mestu máli skipti
með svo stóra framkvæmd var, að hún tókst vel og hefur reynzt vel.
Ber það vott um framsýni og fyrirhyggju þeirra, er lögðu á ráðin og
stóðu fyrir framkvæmdum. Hygg ég að þáverandi héraðslæknir Páll
V. G. Kolka hafi átt þar mikinn hlut í öllum góðum ráðum.
I tilefni 10 ára starfsafmælis Héraðshælisins sneri ég mér til nú-
verandi héraðslæknis, Sigursteins Guðmundssonar, og ræddi við
hann eina kvöldstund um Héraðshælið og starf hans.
Hvernig stóð á því, Sigursteinn, að þú gerðist héraðslæknir og
settist að hjá okkur Austur-Húnvetningum?
Sennilega hefði ég aldrei gerzt héraðslæknir, ef ég hefði ekki ver-
ið búinn að starfa hér með Páli Kolka. Ég hitti Kolka af tilviljun í
október 1958, en ég vann þá sem kandídat á fæðingardeild I.and-
spítalans. Ég spurði hann, hvort hann hefði starf fyrir mig, og tók
Kolka því strax vel. Sagði hann, að aðstoðarlæknisstaða yrði laus
hjá sér um mánaðamótin febrúar—marz 1959 og ákváðum við á
stundinni, að ég kæmi til hans. Ég hafði útskrifazt frá Læknaskólan-
um í janúar 1958 og í lok febrúar 1959 hafði ég lokið tilskyldum
tíma á sjúkrahúsum, hinu svokallaða kandídatsári. Þá var skylda
hvers læknanema að vera 6 mánuði úti á landi. Nú hefur þessi skylda
verið færð niður í 3 mánuði.
Það var því síðast í febrúar 1959, að ég lagði af stað með fjöl-