Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 22
20
HÚNAVAKA
Lœknishjánin á Blönduási: Brigitte Vilhelmsdóttir og Sigursteinn Guðmundsson.
skylduna, frá Hafnarfirði, hingað norður til Blönduóss. Foreldrar
mínir eru báðir Barðstrendingar, fædd og uppalin í Rauðasands-
hreppi, en hafa búið í Hafnarfirði frá því ég var 7 mánaða gamall.
Ég er því uppalinn í Hafnarfirði, en fæddur i Reykjavík. Farartækið
norður var Volkstvagenbifreið, sem ég átti, og fékk ég bróður minn
með mér, en hann átti ágætan Weapon bíl með drifi á öllum hjól-
um. Veðurspáin var ekki góð, en við létum ekkert aftra okkur og
lögðum af stað þrátt fyrir það. Þegar komið var í Hvalfjörð tók að
snjóa, og þegar norðar dró í Borgarfjörðinn var orðið erfitt að kom-
ast áfram fyrir snjó. Upp í Fornahvamm komumst við þó við illan
leik og héldum þar kyrru fyrir um nóttina. Morguninn eftir hafði
stytt upp og var okkur tjáð, að lieiðin væri algjörlega ófær. Við
létum það ekkert á okkur fá, bundum bara Volkswagninn aftan í
Weaponinn og lögðum svo í Holtavörðuheiði um hálf tíu leytið um
morguninn. Gekk nú á ýmsu yfir fjallgarðinn, en engin stórslys
komu fyrir. Þegar niður í Hrútafjörð kom skánaði færðin, og til
Blönduóss komum við kl. liálf fjögur um daginn. Eins og alltaf,
þegar eitthvað óvænt kemur fyrir, verður ferðalagið skemmtilegra