Húnavaka - 01.05.1966, Síða 27
HÚNAVAKA
25
Héraðsheeli Austur-Húnvetninga.
er jafnan fullsetin og alltaf einhver á biðlista. Sjúkradeildin, sem
rúmar 31 sjúkling, er sömuleiðis þétt setin, megin hluta ársins.
Vegna hækkaðs meðalaldurs fólks, fer þeim fjölgandi, sem eru fyrir
aldurs sakir orðnir það lasburða, að erfitt er að veita þeim þá hjúkr-
un í heimahúsum, sem æskilegust væri. Stofnun slík sem þessi verð-
ur því athvarf þessa fólks. Þannig er því háttað um 50—60% þeirra
sjúklinga, sem á sjúkradeildinni eru. Og þeim fer stöðugt fjölgandi.
Kolka sagði mér, er ég vann hér hjá honum, sem aðstoðarlæknir,
að hann vildi láta eftirmönnum sínum það eftir að búa sjúkrahúsið
tækjum. Það koma ný tæki með nýjum mönnum, sagði Kolka, ég er
senn á förum og veit því ekki, hvort öðrum muni líka það, sem ég
færi að kaupa. Kolka skilaði eftirmönnum sínum í hendur þessari
byggingu, sem hann manna mest átti þátt í að komst upp.
Stjórn Héraðshælisins skipa nú: Jón ísberg formaður, Kristinn
Magnússon ritari, frú Þuríður Sæmundsen gjaldkeri, varamenn þau
Magdalena Sæmundsen og Jón S. Baldurs. Stjórnin ásamt héraðs-
læknum hefur unnið ötullega að málefnum Héraðshælisins. Má
segja að sjúkrahúsið sé nú allvel búið lækningatækjum. Stærsta
átakið voru kaup nýrra röntgentækja. Vorn þan sett upp fyrir
tveim árum, og kostuðu 460 þús. kr.