Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 29
HÚNAVAKA
27
Eitt er það, sem vert er að minnast á, en það eru sjúkrasamlögin.
1 hverju læknishéraði ætti að vera eitt öflugt samlag, en hreppa-
samlögin að leggjast niður. Samlagsgjöldin eiga að vera þau sömu
fyrir allt héraðið, en kostnaður vegna sjúkravitjana læknisins, sem
sjálfsagt verður mismunandi eftir vegalengd, greiðist úr sérstökum
læknavitjunasjóði. Stjórn þessa héraðssamlags ásamt héraðslækn-
unum verður nokkurs konar æðsta stjórn heilbrigðismála héraðsins.
Margt fleira væri gaman að ræða um varðandi bætta læknisþjón-
ustu, en rúm vinnst ekki til þess á þessum vettvangi.
Hvað getur þú sagt mér um annað starfsfólk Héraðshælisins? Er
ekki erfitt að fá hingað hjúkrunarkonur?
Yfirleitt hefur gengið vel að fá hingað starfsfólk. Það var mikill
missir að frú Onnu Reiners, sem lét af störfum sl. haust. Hafði hún
starfað hér við stofnunina frá því að hún tók til starfa og unnið hér
mikið og óeigingjarnt starf. Ef vel á að vera, þurfa að vera hér að
minnsta kosti þrjár hjúkrunarkonur, svo og ein ljósmóðir, því að
konur fæða nú ekki lengur í heimahúsum eins og áður var.
Eins og ég gat um í upphafi er þessi stofnun þegar að verða of
lítil. Væri mikil þörf á að byggður yrði hér starfsmannabústaður,
því að ýmislegt mælir með því, að starfsfólkið búi utan sjúkrahúss-
ins. Höfum við í stjórn Héraðshælisins rætt um þetta, en enn þá
hefur engin ákvörðun verið tekin í þeim efnum.
Jæja, Sigursteinn, ég þakka þér fyrir þetta spjall, sem hefur verið
mjög fróðlegt. Ég sé, að mörg verkefni eru framundan. Samtökin
voru góð, þegar þessi stofnun var reist og ég vona að þau verði það
áfram svo að hægt sé að hrinda i framkvæmd þeim áformum, sem til
heilla horfa í heilbrigðismálum héraðsins.