Húnavaka - 01.05.1966, Page 30
STEFÁN Á. JÓNSSON:
ylnœgjon yfir unnu starfi meira
virhi en kaupih
Á sl. hausti hitti ég í Héraðshæli A.-Húnvetninga frú Önnu Rein-
ers yfirhjúkrunarkonu. Hún féllst á að rabba stundarkorn við mig,
um liðna daga.
Anna er fædd 10. desember 1901 á Ánastöðum á Vatnsnesi. For-
eldrar hennar voru Jón Eggertsson bóndi þar og kona hans Þóra
Jóhannesdóttir. Eggert afi liennar var einn af Syðstahvammsbræðr-
um.
Og nú segir Anna frá:
Við vorum níu systkinin, fjórar systur og fimm bræður. Sumarið
1908 dóu tveir bræður mínir og nýfædd systir í sömu vikunni úr
barnaveiki o°' mislingum, og elztu bræður mínir lágu í rúminu mest-
allt sumarið. Það var dapurlegt sumar.
Ég fór fyrst að heiman 1922, til Akureyrar. Þar var ég hjá Karli
Nikulássyni, sem var franskur konsúll og konu hans Valgerði Ólafs-
dóttur. Ég var þar í 8 mánuði og vann fyrir mér, en fékk tilsögn hjá
Valgerði í matreiðslu og handavinnu.
Þá fór mér að detta í hug að læra hjúkrun. í þá daga datt manni
stundum eitthvað í hug og hugsaði það lengi, áður en kveðið var
upp úr með það, og þegar maður loksins gerði það, mætti það oft
misjöfnum skilningi.
Ég man eftir að gamall afabróðir minn, sem var heima hjá
okkur sagði: ,,Ég held það væri nú heppilegra fyrir þig að gerast