Húnavaka - 01.05.1966, Side 35
HÚNAVAKA
33
og ef þær höfðu sprengjur hjá sér, þegar þær voru á heimleið, létu
þær sprengjurnar falla, áður en þær flugu yfir til Englands og það
var alltaf í nágrenni bæjarins.
Oftast vildi svo til að þær féllu þar sem þær gerðu lítinn usla.
Flestir voru samt alltaf hræddir þegar flugvélarnar flugu yfir, þá
mátti reikna með þeim til baka eftir tvo tíma.
Heim er gott að koma.
Eftir stríðið var ógurlegt andrúmsloft í Þýzkalandi og maður
fékk að vita margt, sem maður hafði ekki hugmynd um áður. Mér
fannst að ég yrði að komast heim, þó að ekki væri til annars en að
geta dregið andann djúpt í hreinu lofti.
Það gekk treglega að fá leyfi til fararinnar. Helzt mátti enginn
Þjóðverji fara úr landi, en ég fékk þýzkan ríkisborgararétt við gift-
inguna. Að lokum tókst þetta og ég kom til Reykjavíkur 1948.
Breytingin á þessum röska áratug var svo mikil, að mann hafði
ekki dreymt um annað eins. Það var svo undarlegt að koma hingað
frá Þýzkalandi, þar sem allt var í niðurníðslu. Maður hafði alltaf
hugsað sér að ísland væri afskekkt og langt frá öðrum löndum, en
þegar ég kom heim, fannst mér ekki afskekkt hér. Flugvélar flugu
héðan út um allt og vegirnir orðnir góðir.
Og mér fannst glatt yfir gamla fólkinu, en ég held að það hafi
ellistyrkurinn gert, sem það var farið að fá þá.
Ferðinni var heitið norður — heim á fornar slóðir. Ég fór norður
í yndislegu veðri. Hvalfjörðurinn var fallegri en nokkru sinni fyrr
eða síðar. Mér fannst ég verða allt önnur.
Á Hvammstanga hitti ég Margréti Halldórsdóttnr, sem var hjúkr-
unarkona við sjúkrahúsið þar. Hún bað mig að leysa sig af í stutt-
an tíma. Ég taldi það óhugsandi. Fg hefði ekki tíma til þess og þar
að auki hefði ég ekki verið neitt við hjúkrun síðan ég fór frá Is-
landi og væri búin að gleyma því, sem ég lærði einu sinni. Þá sagði
Margrét, að hún væri slæm í bakinu og yrði að fara suður, en gæti
enga fengið í sinn stað. Þá snerist allt hjá mér og ég lofaði
þessu.
Þegar ég kom á sjúkrahúsið, rifjaðist allt upp, og mér fannst ég
ekki hafa gleymt neinu, sem verulega þýðingu hafði. Þegar það