Húnavaka - 01.05.1966, Page 38
36
HÚNAVAKA
Jól d sjúkrahúsi.
Mér þótti dásamlegt að halda jól á sjúkrahúsi, þegar ég var að
iæra, og ég held að ég hafi lifað skemmtilegustu jólin á sjúkrahús-
unum.
í Danmörku urðum við að búa allt jólaskrautið til. Við feng-
um efni frá pappírsverksmiðju og bjuggum það til á kvöldin.
Körfur handa sjúklingunum fléttuðum við og fylltum sælgæti.
Á hverjum jólum var búin til jólastofa — ein iaus stofa á hverri
deild var skreytt. bað var metnaður hverrar deildarhjúkrunarkonu
að búa til sem fallegasta jólastofu. A aðfangadagskvöld var sjúk-
lingunum ekið út á gangana og sungið.
Það eru hvergi betri tækifæri til þess að gleðja aðra en á sjúkra-
húsi um jólin. Gamla fólkið er alltaf himinlifandi, ef hægt er að
gefa sér tíma til að sitja hjá því og spjalla við það.
Ég minnist þess, hvað Björg Kolka fylgdist vel með gamla fólk-
inu. Mér fannst alltaf birta, þegar hún kom inn, tíguleg en mild
í fasi. Ég átti gamla frænku, Elínu Jónsdóttur, sem bjó á Blöndu-
ósi. Ég kom einhverju sinni til hennar, þegar hún lá lasin í rúm-
inu. Þá var Björg að koma frá henni, hún hafði komið með hita-
poka handa Elínu. Hugulsemi hennar við gamla fólkið var einstök.
Ég hef margra ánægjulegra stunda að minnast frá starfinu, og
mér finnst ánægjan yfir unnu starfi meira virði en kaupið, en auð-
vitað verður hver að fá fyrir sína vinnu.
Sofa með opin eyrun.
Ein mesta framförin á þessum litlu sjúkrahúsum, finnst mér
vera að hjúkrunarkonurnar þurfa ekki lengur að vera á vakt allan
sólarhringinn, eins og áður var. Vökukona vakti yfir sjúklingi,
sem skorinn var upp, fyrstu næturnar — annars var engin vöku-
kona. Sjúklingar þurfa alltaf einhvers með meira eða minna, svo
áð hjúkrunarkonan varð að sofa með opin eyrun. Það er hægt að
venja sig á að sofa það létt, að maður heyri allt, ef ekki er haft
ofan á eyrunum. Áður en þú sofnar verður þú að hugsa um það,
að þú þarft að vakna — þú þarft að heyra allt, sem gerist. Þetta
kemst upp í vana, en verst fannst mér þegar ég var alveg slit upp-
gefin. Þá kom fyrir að ég hugsaði: — Það er hart að eiga ekki einu
J