Húnavaka - 01.05.1966, Side 40
38
HÚNAVAKA
Anna fylgir mér fram ganginn og þegar við göngum fram hjá
styttunum af Páli Kolka og frú Björgu, segir hún:
Anna litla dótturdóttir mín er mjög hrifin af styttunum og vill
alltaf klappa þeim, þegar hún fer framhjá þeim og segir þá: „Sjáðu
detta“. Og mér er ljúft að hún geri það.
Að lokum segir Anna: Eftir 16 ára dvöl hér, mun ég alltaf hugsa
hlýtt til þessarar stofnunar og Húnvetninga. Hér hef ég fest rætur.
Nokkrir af vinum Onnu Reiners komu saman í fjölmennu
kveðjusamsæti, sem læknishjónin, Sigursteinn Guðmundsson og
Brigitte Vilhelmsdóttir, kona lians, stóðu fyrir af mikilli rausn,
rétt áður en hún flutti suður. Kveðjuræður báru þess ljósan vott,
live hlýjan hug jafnt sjúklingar sem allir aðrir, er kynntust Onnu,
báru til hennar.
Daginn, sem hún fór, hitti ég hana, og þá sagði hún með sinni
alþekktu hógværð. Manni finnst maður ekki eiga fyrir öllu þessu
góða, sem að manni snýr, og ekki unnið fyrir öllu þessu þakklæti
og hlýhug, sem er þó meira virði en allt annað.
Eg hlakka til að njóta svolítið meiri tíma og vona að Húnvetn-
ingar, sem ég þekki muni eftir, að ég er flutt suður og líti inn til
mín.
í októbermánuði s. 1. flutti Anna, ásamt Dóru dóttur sinni, sem
hefur verið starfandi hjúkrunarkona við Héraðshælið í meir en ár,
og Jóni Gunnarssyni manni hennar, til Reykjavíkur, og er heimili
þeirra að Skipholti 34.
Eg veit að í hugum Húnvetninga er nafn frú Onnu tengt þess-
ari stofnun, sem hún starfaði svo lengi við af óþreytandi alúð og
umhyggju fyrir sjúkum.