Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Side 44

Húnavaka - 01.05.1966, Side 44
42 HÚNAVAKA Nú víkur sögunni að Ljótshólum. Þar bjó Hannes Björnsson, og voru þeir nafnar systkinasynir. Björn faðir Hannesar í Ljótshólum og Sigþrúður móðir Hannesar á Fjósum voru systkin. Hétu þeir nafnar eftir afa sínum Hannesi bónda Hannessyni á Tindum, en hann var sonarsonur Jóns „harðabónda“ á Mörk, Jónssonar. Móðir Hannesar á Tindum var Þuríður Bjarnadóttir frá Hrafnabjörgum, og var hún föðursystir Björns annálaritara á Brandsstöðum. Móðir Hannesar í Ljótsliólum hét Sólrún Þórðardóttir, en áður en Sólrún giftist Birni Hannessyni hafði hún átt dóttur eina, Rannveigu Ingi- bjcirgn Sigurðardóttur, og var það móðir Odds Björnssonar prent- smiðjustjóra á Akureyri. Kona Hannesar í Ljótshólum var Guðbjörg Pétursdóttir frá Refsstöðum, systir þeirra Guðmundar bónda í Holti á Ásum, Sveins bónda á Geithömrum og Onnu konu Jóns Guð- mundssonar frá Móbergi. Mislingarnir lögðust þungt á í Svínadal, m. a. varð eitt barn þeirra Ljótshólahjóna fárveikt. Hannes Björnsson bregður því við og hyggst sækja nafna sinn til sjúklinga þar vestra. Þegar hann kemur upp að Fjósum hitti hann svo á, að Hannes Gíslason er nýkominn heim úr sjúkravitjun og var aðeins ógenginn til sængur. Taldi hann öll tormerki á að fara með nafna sínum vestur, þar sem hann sé þreyttur og úrvinda af svefni. Um þetta fer Erlendur Guðmundsson svofelldum orðum: „Meðan þeir voru að vefja þetta með sér, hafði Hannes á Fjósum boðið nafna sínum upp á dyraloft, þar sem hann geymdi meðöl sín og bar honum þar vín, hefur að líkindum ætlað að taka til meðöl og losa sig með því við ferðina, en við vínveiting- arnar mun hann þó sjálfur hafa aukið sér treystu, því að sú varð niðurstaðan, að hann býr sig til ferðar með nafna sínum.“ Munu þeir báðir þá hafa verið nokkuð drukknir. Hannes í Ljckshólum var með hest þann, er kallaður var Ljótshóla-Rauður, en hann var víð- frægur fyrir ofsafjör og gapaskap, og réðu ekki við hann nema ein- staka menn. Segir Erlendur, að Hannes í Ljótshólum hafi viljað að nafni hans riði honum, „en ekki varð þó af því að sinni, því að elzta dóttir Hannesar Gíslasonar gat komið í veg fyrir það“. Leggja þeir nafnar nú af stað. Koma þeir við í Bólstaðarhlíð, en hafa þar þó skamma dvöl. Var þá komið fram um háttatíma, og segir Jónas að þeir hafi þá verið „mjög drukknir“, og Erlendur bætir því við „og Hannes á Fjósum þeim mun meira, sem hann var slæptari undir". Eftir þetta er enginn til frásagnar um för þeirra nafna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.