Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Side 45

Húnavaka - 01.05.1966, Side 45
HÚNAVAKA 43 Nú víkur sögunni aftur að Fjósum. Þar var ekki allt kyrrt um nóttina. Áður en sagt verður frá þeim atburðum skal þess getið, að einn heimilismanna á Fjósum, Pétur Ólafsson, var fjarverandi. Hafði hann verið sendur vestur á Vatnsnes til hvalkaupa, en þetta vor varð hinn mikli hvalreki á Ánastöðum. Var farið að vonast eftir Pétri heim að vestan. Þessa umræddu nótt segir Erlendur, að sumt heimilisfólkið á Fjósum hafi orðið vart við urngang og óeðlileg hljóð, og kemur hér orðrétt frásögn Erlends Guðmundssonar: „Baðstofu var svo háttað, að hús var í öðrum enda hennar, svaf þar Sigríður, kona Hannesar og yngsta dóttir hennar. í baðstofunni voru nokkur rúm og fólk í þeim. í einu var vinnukona, sem Sigur- laug hét, Gunnlaugsdóttir frá Elivogum á Langholti, Guðmunds- sonar bónda í Vatnshlíð Magnússonar og Sigurbjargar Eyjólfsdótt- ur. Hjá Sigurlaugu svaf og Sigþrúður elzta dóttir Hannesar. í öðru rúmi hvíldi vinnumaður, Jóhannes að nafni, Sigurðsson. Auk bað- stofunnar var afþiljað herbergi frammi á bæjardyra- eða stofulofti, þar sem voru meðöl Hannesar og eitt rúm. Þar svaf vinnukona, er Rannveig hét. Eftir að heimafólk var háttað og sofnað, er það einhvern tíma nætur, að Sigurlaug Gunnlaugsdóttir vaknar við undirgang frammi í bænum og heyrir að gengið er inn að baðstofuhurðinni og farið að rjála við klinkuna eins og eigi að ljúka henni upp. Fylgir þessu sá hávaði, að henni dettur í hug að þetta séu drukknir menn þar af bæjunum og ætli sér að koma inn, en fái ekki lag á klinkunni. Henni verður það fyrir að ýta við Sigþrúði og segir henni, að einhverjir menn séu frammi í göngunum og ætli að koma inn, en Sigþrúður sefur svo fast, að Sigurlaug gefst upp, en Jrá hafði líka slotað hávað- anum. Það var aðeins stutt stund þangað til liann tók til að nýju. \7ar nú að heyra umgang í göngunum og skrölt var í hurðinni. Eirir Sigurlaug þessu ekki, fer ofan og vekur Jóhannes vinnumann. Er hann úrillur og á erfitt með að átta sig. Sigurlaug segir að menn séu frammi í bænum og að hann verði að fara fram og fá vitneskju um hverjir þeir séu. Jóhannes gefur þessu engan gaum, segir að það muni vera Pétur, sem kominn sé og orsaki þennan undirgang og sofnar samstundis. Sigurlaug fer þá til rúms síns við svo búið, en heyrir enn undirgang og hröktið í hurðinni og skröltið í klinkunni. Smá dró svo úr hávaðanum að henni tókst að sofna. Bar svo ekki á neinu, jrað sem eftir var næturinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.