Húnavaka - 01.05.1966, Side 45
HÚNAVAKA
43
Nú víkur sögunni aftur að Fjósum. Þar var ekki allt kyrrt um
nóttina. Áður en sagt verður frá þeim atburðum skal þess getið, að
einn heimilismanna á Fjósum, Pétur Ólafsson, var fjarverandi.
Hafði hann verið sendur vestur á Vatnsnes til hvalkaupa, en þetta
vor varð hinn mikli hvalreki á Ánastöðum. Var farið að vonast eftir
Pétri heim að vestan. Þessa umræddu nótt segir Erlendur, að sumt
heimilisfólkið á Fjósum hafi orðið vart við urngang og óeðlileg
hljóð, og kemur hér orðrétt frásögn Erlends Guðmundssonar:
„Baðstofu var svo háttað, að hús var í öðrum enda hennar, svaf
þar Sigríður, kona Hannesar og yngsta dóttir hennar. í baðstofunni
voru nokkur rúm og fólk í þeim. í einu var vinnukona, sem Sigur-
laug hét, Gunnlaugsdóttir frá Elivogum á Langholti, Guðmunds-
sonar bónda í Vatnshlíð Magnússonar og Sigurbjargar Eyjólfsdótt-
ur. Hjá Sigurlaugu svaf og Sigþrúður elzta dóttir Hannesar. í öðru
rúmi hvíldi vinnumaður, Jóhannes að nafni, Sigurðsson. Auk bað-
stofunnar var afþiljað herbergi frammi á bæjardyra- eða stofulofti,
þar sem voru meðöl Hannesar og eitt rúm. Þar svaf vinnukona, er
Rannveig hét.
Eftir að heimafólk var háttað og sofnað, er það einhvern tíma
nætur, að Sigurlaug Gunnlaugsdóttir vaknar við undirgang frammi í
bænum og heyrir að gengið er inn að baðstofuhurðinni og farið að
rjála við klinkuna eins og eigi að ljúka henni upp. Fylgir þessu sá
hávaði, að henni dettur í hug að þetta séu drukknir menn þar af
bæjunum og ætli sér að koma inn, en fái ekki lag á klinkunni. Henni
verður það fyrir að ýta við Sigþrúði og segir henni, að einhverjir
menn séu frammi í göngunum og ætli að koma inn, en Sigþrúður
sefur svo fast, að Sigurlaug gefst upp, en Jrá hafði líka slotað hávað-
anum. Það var aðeins stutt stund þangað til liann tók til að nýju.
\7ar nú að heyra umgang í göngunum og skrölt var í hurðinni. Eirir
Sigurlaug þessu ekki, fer ofan og vekur Jóhannes vinnumann. Er
hann úrillur og á erfitt með að átta sig. Sigurlaug segir að menn séu
frammi í bænum og að hann verði að fara fram og fá vitneskju um
hverjir þeir séu. Jóhannes gefur þessu engan gaum, segir að það
muni vera Pétur, sem kominn sé og orsaki þennan undirgang og
sofnar samstundis. Sigurlaug fer þá til rúms síns við svo búið, en
heyrir enn undirgang og hröktið í hurðinni og skröltið í klinkunni.
Smá dró svo úr hávaðanum að henni tókst að sofna. Bar svo ekki á
neinu, jrað sem eftir var næturinnar.