Húnavaka - 01.05.1966, Page 47
HÚNAVAKA
45
ir höfðu ekki vöknað nema lítið eitt neðan á síðu, en berbakaði hest-
urinn hefur farið á sund. Var nú farið að búa út tæki til að slæða
eftir líkunum, en þau rak brátt upp skammt sunnan við Æsustaði,
Hannes Gíslason að austan en Hannes Björnsson að vestan. Bar þá
að landi mjög gegnt hvorum öðrum.
Þeir Jónas og Erlendur eru sammála um, að Hannesi Gíslasyni
hafi fyrst borizt á og að Hannes Björnsson hafi farizt við að reyna
að bjarga nafna sínum. Jónas minntist aldrei neitt á Ljótshóla-Rauð,
en Erlendur telur, að Hannes á Fjósum hafi lagt á hann í Bólstaðar-
hlíð. Um tildrög slyssins segir Erlendur: „Þóttust menn geta rakið
slóðina og séð hvar Rauður hefði farið fram af holbakka, því að
hann hafði sprungið fram um leið og ofan í straumharðan streng í
kvísl, sem rann út með austurlandinu.“ Hér ber mikið á milli. Fyrst
og fremst um slóðina út í ána og í öðru lagi um ummerkin á
hnakkhestunum. Sýnir þetta glöggt hve mikillar varfærni þarf að
gæta gagnvart heimildum. Sögumennirnir stóðu þó vel að vígi. Þeir
eru báðir komnir af barnsaldrinum (17—19 ára) og eiga heima í
nánd við slysstaðinn. Þá telur Erlendur, að Ljótshóla-Rauður hafi
verið kominn vestur fyrir Blöndu að morgni, og kemur það heim
við sagnir, sem gengu um slysið í Svínadal.
III.
„Maður týndi lífi fyrir norðan fyrir fáum vikum, kaupamaður úr
Hafnarfirði, með þeim hætti að hestur fældist undir honum og dró
hann í ístaðinu langar leiðir þar á meðal tvisvar yfir Blöndu. Þetta
skeði á sunnudag 26. ágúst. Maðurinn lézt á þriðja degi.“
(ísafold 28. sept. 1883).
Samkvæmt kirkjubók Auðkúluprestakalls lézt Arnljótur 28. ágúst
1883. Hann er þar talinn húsmaður í Ljótshólum. Hvað sem heim-
ilisfanginu líður var Arnljótur Húnvetningur að ætt, borinn og
barnfæddur í Ljótshólum. Var hann eitt af 15 börnum þeirra Ljóts-
hólahjóna, Þórðar Þórðarsonar og Valgerðar Guðmundsdóttur. Af
öðrum börnum þeirra skulu hér aðeins nefnd: Ólafur afi Lárusar
Olafssonar smiðs á Blönduósi og þeirra systkina, Halldóra er átti