Húnavaka - 01.05.1966, Síða 49
HÚNAVAKA
47
Eftir að slys þetta varð þótti bera á ýmsu dularfullu í Æsustaða-
skriðum, t. d. heyrðust öðru hverju í lieiri áratugi ókennileg hljóð.
IV.
Bæði þessi slys má rekja til vínnautnar, en svo kemur og þarna
hestur einn við sögu, Ljótshóla-Rauður. Saga hans var þó ekki enn
öll. Ætla hefði mátt, að Rauður hefði ekki lengur þótt hæfur til
reiðar, en það átti þó fyrir honunr að liggja að verða kvenhestur,
og má það þykja með ólíkindum.
Eitt af börnum Péturs Jónssonar á Refsstöðum hét Sigríður. Hún
var kona ógift, en dóttur átti hún með Stefáni Jónssyni bónda á
Asum: Ingibjörgu, er varð kona Guðmundar í Engihlíð, Einarsson-
ar. Rauður kemst nú í eigu Sigríðar Pétursdóttur, en hún mun um
þetta leyti hafa átt heimili í Ljótshólum hjá Guðbjörgu systur sinni.
Lík ég þessum þætti með því að tilfæra umsögn Guðmundar
Kristjánssonar frá Snæringsstöðum í Svínadal um Sigríði og sam-
skipti hennar við Rauð:
„Hún var gróðakona, en fór vel með gróða sinn, drengur góður,
dugleg sem karlmaður og vön ferðalögum, en kom aldrei í söðul.
Kemst nú Rauður í eign Sigríðar. Leggur hún á hann þófa og sté á
bak. Varð þá ekki annars vart en að hesturinn léti að taumhaldinu.
Sigríður ferðaðist talsvert á Rauð, vor og haust, meðal viðskipta-
manna sinna og í verzlanir, stundum laglega vínhreif, en ekki sak-
aði. Atti Sigríður hann í mörg ár, og þykist ég þess fullviss að ekki
hafi hún látið hann ganga úr eigu sinni. Aldrei varð Rauður henni
ofjarl eða fælinn, en örðugur var hann karlmönnum."
(Handrit Erlends Guðmundssonar).
L