Húnavaka - 01.05.1966, Page 50
ÞÓRARINN ÞORLEIFSSON:
AUÐHUMLA
Fæddur er í fjósi kálfur,
furðulega mikill álfur,
leyndaidóma lífs á knýr,
votur og á völtum fótum.
Veröld heilsar sínum nótum,
svo í flórinn fór sú kýr.
Áfram lufsast lífsins rásin,
látin var hún upp í básinn,
svo að hana kari kýr.
Mjúk er þessi móðurtunga;
mikið verður kýrin unga,
skemmtilega hrein og hýr.
Augun þekur einhver gljái,
eins og litla kýrin sjái,
sakleysis á hulinsheim.
Sumarljóma ljós á röðlum,
loga yfir grænum stöðlum;
titrar loft af töðu eim.
Allar mannkynsfóstrur fornar,
flykkjast þangað endurbornar.
Mæður koma og mjólka enn.
Mjólkin hvít í fötur flæðir,
frið og hreysti lífsins glæðir.
— Börnin vaxa og verða menn. —
Nú sér hún á naumu skeiði,
nýja jörð og sól í heiði.
Viltu meira, veiztu enn?
Það er gras með góðum litum,
gróðurilmur berst að vitum.
— Betra land og betri menn. —